Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar 11. nóvember 2025 10:31 Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni. Er ástæðan sú að það sé hagkvæmara að reka þessi ágætu fyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum eða er þetta bara einhver óskilgreind sérviska eða útlendingaaðdáun sem kemur vitsmunalegum rekstri ekkert við? Einasta einhverjir barnalegir og jafnvel hættulegir stælar sem nauðsyn er að forða öðrum fyrirtækjum og afgangi þjóðarinnar frá ef ekki á illa að fara. Getur hitt þó verið sönnu nær, að með því að færa allt sitt í alþjóðagjaldmiðlum hafi fyrirtækin raunverulega komist í mun betra starfsumhverfi og kæra sig ekki um krónuhagkerfið okkar; það sé einfaldlega ekki samkeppnishæft og því hreint ábyrgðarleysi að dvelja lengur undir því oki en aðstæður krefjast. Nú er sú furðulega staða uppi á Íslandi að þjóðinni er skipt í tvo hópa sem búa að þessu leyti við gjörólíkar aðstæður og mismunun sem á sér enga hliðstæðu. Margir stjórnmálamenn virðast samt sem áður sjá þetta sem hina fögru og eftirsóknarverðu framtíðarsýn sem verði að festa með öllum ráðum í sessi um langa framtíð. Eftir stendur tvíklofin þjóð úti í ballarhafi þar sem ójöfnuður hefur verið lögfestur og jafnvel talinn eftirsóknarverður. Fyrirmyndarríki hefur risið og gegnir því dapurlega hlutverki að mismuna þegnunum. Sendir öðrum helmingnum alltaf reikninginn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni en hinn helmingurinn sleppur og brosir áfram góðlátlega í kampinn. Virðist jafnvel fá eitthvað út úr því að horfa á hina borga brúsann og taka út þær þjáningar sem því fylgir. Ekkert samviskubit vegna þess arna en látið eins og þetta sé bara í góðu lagi og til eftirbreytni. Sama má sega um þá stjórnmálamenn og -konur sem telja ekki einu sinni þess virði að ræða þessa stöðu, tala bara um frasa ef nefnt er að taka upp alþjóða gjaldmiðil fyrir alla en ekki bara suma. Halda því jafnvel fram að sú afstaða þeirra sé til marks um staðfasta þjóðrækni og vilja til að halda sjálfstæði landsins í heiðri. Þess vegna beri nauðsyn til að skipta þjóðinni í tvo hópa; gera vel við annan þeirra með því að tryggja honum aðgengi að ódýru fjármagni sem íslenskir bankar og fjármálastofnanir geta ekki eða vilja ekki bjóða hinum. Lemja hins vegar miskunnarlaust á þeim hópi eins og væri hann harðfiskur. Lemja og lemja. Þannig verði fullveldi þjóðarinnar raunverulega tryggt með því að virkja ójöfnuð meðal þegnanna. Er þetta framtíðin? Er þetta sú hugsjón sem ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er boðið; umhverfið sem þeim, minni og meðalstórum fyrirtækjum verður gert að vinna í? Þrisvar sinnum hærri vextir en tíðkast í samkeppnislöndunum og engin raunveruleg samkeppni milli fjármálastofnana og tryggingarfélaga? Allt í fjötrum. Þegar svona er komið fyrir þjóð okkar er síst að undra að einhver þóttist heyra þrumandi rödd Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju úr Sumarlandinu þegar hann spurði: “Til hvers var barist? Aldrei hefðu Danir gert okkur þetta. Erum við ennþá sjálfum okkur verst?” Og það sló þögn á viðstadda í landi sumarsins, vandræðalega þögn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni. Er ástæðan sú að það sé hagkvæmara að reka þessi ágætu fyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum eða er þetta bara einhver óskilgreind sérviska eða útlendingaaðdáun sem kemur vitsmunalegum rekstri ekkert við? Einasta einhverjir barnalegir og jafnvel hættulegir stælar sem nauðsyn er að forða öðrum fyrirtækjum og afgangi þjóðarinnar frá ef ekki á illa að fara. Getur hitt þó verið sönnu nær, að með því að færa allt sitt í alþjóðagjaldmiðlum hafi fyrirtækin raunverulega komist í mun betra starfsumhverfi og kæra sig ekki um krónuhagkerfið okkar; það sé einfaldlega ekki samkeppnishæft og því hreint ábyrgðarleysi að dvelja lengur undir því oki en aðstæður krefjast. Nú er sú furðulega staða uppi á Íslandi að þjóðinni er skipt í tvo hópa sem búa að þessu leyti við gjörólíkar aðstæður og mismunun sem á sér enga hliðstæðu. Margir stjórnmálamenn virðast samt sem áður sjá þetta sem hina fögru og eftirsóknarverðu framtíðarsýn sem verði að festa með öllum ráðum í sessi um langa framtíð. Eftir stendur tvíklofin þjóð úti í ballarhafi þar sem ójöfnuður hefur verið lögfestur og jafnvel talinn eftirsóknarverður. Fyrirmyndarríki hefur risið og gegnir því dapurlega hlutverki að mismuna þegnunum. Sendir öðrum helmingnum alltaf reikninginn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni en hinn helmingurinn sleppur og brosir áfram góðlátlega í kampinn. Virðist jafnvel fá eitthvað út úr því að horfa á hina borga brúsann og taka út þær þjáningar sem því fylgir. Ekkert samviskubit vegna þess arna en látið eins og þetta sé bara í góðu lagi og til eftirbreytni. Sama má sega um þá stjórnmálamenn og -konur sem telja ekki einu sinni þess virði að ræða þessa stöðu, tala bara um frasa ef nefnt er að taka upp alþjóða gjaldmiðil fyrir alla en ekki bara suma. Halda því jafnvel fram að sú afstaða þeirra sé til marks um staðfasta þjóðrækni og vilja til að halda sjálfstæði landsins í heiðri. Þess vegna beri nauðsyn til að skipta þjóðinni í tvo hópa; gera vel við annan þeirra með því að tryggja honum aðgengi að ódýru fjármagni sem íslenskir bankar og fjármálastofnanir geta ekki eða vilja ekki bjóða hinum. Lemja hins vegar miskunnarlaust á þeim hópi eins og væri hann harðfiskur. Lemja og lemja. Þannig verði fullveldi þjóðarinnar raunverulega tryggt með því að virkja ójöfnuð meðal þegnanna. Er þetta framtíðin? Er þetta sú hugsjón sem ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er boðið; umhverfið sem þeim, minni og meðalstórum fyrirtækjum verður gert að vinna í? Þrisvar sinnum hærri vextir en tíðkast í samkeppnislöndunum og engin raunveruleg samkeppni milli fjármálastofnana og tryggingarfélaga? Allt í fjötrum. Þegar svona er komið fyrir þjóð okkar er síst að undra að einhver þóttist heyra þrumandi rödd Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju úr Sumarlandinu þegar hann spurði: “Til hvers var barist? Aldrei hefðu Danir gert okkur þetta. Erum við ennþá sjálfum okkur verst?” Og það sló þögn á viðstadda í landi sumarsins, vandræðalega þögn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun