Sport

Er ekki viss um að liðin á suðvestur­horninu væru til í þetta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Guðjónsson og hans menn þurfa að hafa fyrir hlutunum í kvöld.
Arnar Guðjónsson og hans menn þurfa að hafa fyrir hlutunum í kvöld. vísir/Diego

Tindastóll mætir Manchester í Norður-Evrópukeppni félagsliða í körfubolta í kvöld og það í Síkinu.

Liðið hefur spilað vel á tímabilinu hér heima og einnig gengið vel í Evrópukeppninni þrátt fyrir stórt tap í henni í síðasta leik í Tékklandi. Arnar Guðjónsson þjálfari liðsins segir að eftirvæntingin fyrir leiknum sé mikil.

„Við hlökkum virkilega til að takast á við þá og þetta er mikilvægur leikur í keppninni fyrir okkur,“ segir Arnar sem hefur skoðað liðið vel fyrir leik kvöldsins.

„Þetta er vel mannað lið með sex Ameríkana, tvo Kanadamenn og tvo breska landsliðsmenn. Við ætlum að taka vel á móti þeim hérna fyrir norðan. Ég er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í að taka á móti liði með svona marga útlendinga en það er önnur saga,“ segir Arnar sem býst við góðri mætingu.

„Þegar við mættum Norðurmönnunum um daginn þá var virkilega vel mætt. Fólkið okkar hefur mjög gaman af þessari keppni og gefur okkur svona aðeins öðruvísi mótherja og það er verið að spila miklu meira sem er gott.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×