Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 14:30 Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð. Tryggja á að allir fái tækifæri til þess að nýta þessa lausn, sem hefur nú staðið fólki til boða í rúman áratug. Hún verður ekki bara bundin við fyrstu kaupendur, þannig að ef þú ert ung manneskja sem hefur keypt þér eign nú þegar, en ekki verið að spara í séreign til þessa, þá er tækifærið til að fá þann mikla ábata sem felst í skattfrjálsum greiðslum inn á húsnæðislán ekki farið forgörðum. Þú getur fengið þín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu, eins og allir aðrir. En til þess þarft þú auðvitað að vera að spara í séreign. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert að spara í séreign myndi ég kanna málið, en einungis um 60 prósent launþega á íslenskum vinnumarkaði hafa verið að safna í séreign að jafnaði undanfarinn áratug. Sparnaður sem felur í sér launahækkun Fólk er misvel upplýst um hvernig það á að safna í séreignarsparnað og kostina sem það hefur í för með sér. En það er mjög einfalt. Þú þarft einfaldlega að biðja bankann þinn, eða þá annað fjármálafyrirtæki, um að skrá þig í séreignarsparnað. Þú getur valið hvort þú leggur sjálfkrafa tvö eða fjögur prósent af launum þínum í hverjum mánuði fyrir í séreign, en óháð því hvað þú velur þá færð þú tveggja prósenta viðbótarframlag frá launagreiðanda. Séreignarsparnaður felur þannig í sér launahækkun í raun. Á næstunni verður farið í samráð um það hvernig megi fjölga þeim sem landsmönnum sem greiða í séreignarsparnað, en ljóst er að sparnaður í séreign og þar með nýting þessa forskots á fasteignamarkaði, hefur að uppistöðu verið nýttur af þeim sem hafa tekjur yfir meðallagi. Það eru helst þau sem hafa hærri laun sem spara í séreign. Mynd úr skýrslu stjórnvalda um húsnæðisstuðning frá 2022. Þetta hefur leitt af sér þá merkilegu stöðu að húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera, hefur að miklu leyti runnið til fólks sem er yfir meðaltekjum í samfélaginu, á meðan að við höfum horft upp á stuðning við aðra hópa dragast saman. Nú tryggir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, í sínum fyrsta húsnæðispakka, að þetta úrræði geti nýst öllum landsmönnum til framtíðar. Ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, en einnig þeim sem ekki hafa verið að spara í séreign til þessa. Það er réttlátt og sanngjarnt. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð. Tryggja á að allir fái tækifæri til þess að nýta þessa lausn, sem hefur nú staðið fólki til boða í rúman áratug. Hún verður ekki bara bundin við fyrstu kaupendur, þannig að ef þú ert ung manneskja sem hefur keypt þér eign nú þegar, en ekki verið að spara í séreign til þessa, þá er tækifærið til að fá þann mikla ábata sem felst í skattfrjálsum greiðslum inn á húsnæðislán ekki farið forgörðum. Þú getur fengið þín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu, eins og allir aðrir. En til þess þarft þú auðvitað að vera að spara í séreign. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert að spara í séreign myndi ég kanna málið, en einungis um 60 prósent launþega á íslenskum vinnumarkaði hafa verið að safna í séreign að jafnaði undanfarinn áratug. Sparnaður sem felur í sér launahækkun Fólk er misvel upplýst um hvernig það á að safna í séreignarsparnað og kostina sem það hefur í för með sér. En það er mjög einfalt. Þú þarft einfaldlega að biðja bankann þinn, eða þá annað fjármálafyrirtæki, um að skrá þig í séreignarsparnað. Þú getur valið hvort þú leggur sjálfkrafa tvö eða fjögur prósent af launum þínum í hverjum mánuði fyrir í séreign, en óháð því hvað þú velur þá færð þú tveggja prósenta viðbótarframlag frá launagreiðanda. Séreignarsparnaður felur þannig í sér launahækkun í raun. Á næstunni verður farið í samráð um það hvernig megi fjölga þeim sem landsmönnum sem greiða í séreignarsparnað, en ljóst er að sparnaður í séreign og þar með nýting þessa forskots á fasteignamarkaði, hefur að uppistöðu verið nýttur af þeim sem hafa tekjur yfir meðallagi. Það eru helst þau sem hafa hærri laun sem spara í séreign. Mynd úr skýrslu stjórnvalda um húsnæðisstuðning frá 2022. Þetta hefur leitt af sér þá merkilegu stöðu að húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera, hefur að miklu leyti runnið til fólks sem er yfir meðaltekjum í samfélaginu, á meðan að við höfum horft upp á stuðning við aðra hópa dragast saman. Nú tryggir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, í sínum fyrsta húsnæðispakka, að þetta úrræði geti nýst öllum landsmönnum til framtíðar. Ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, en einnig þeim sem ekki hafa verið að spara í séreign til þessa. Það er réttlátt og sanngjarnt. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun