Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 12. nóvember 2025 06:00 Samfylkingin hlustar á þjóðina og bregst við þeim verkefnum sem brenna á fólkinu í landinu. Í síðustu viku gengu sjálfboðaliðar, þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar í hús í Garðabæ og spurðu íbúa hvað skipti þá mestu máli til að bæta daglega lífið. Áður höfum við gengið í hús í Sandgerði, Þorlákshöfn, Hafnarfirði og Grafarvogi. Í Garðabænum komu fram fjölbreyttar ábendingar eins og að efla skólaþjónustu til að koma í veg fyrir skólaforðun barna, fjölga heimilislæknum og fá þeytivindu til að þurrka sundföt í sundlauginni. Einn rauður þráður sem birtist í samtölum jafnt við ungmenni sem og eldri borgara var ákall eftir því að ríkisstjórnin og sveitarfélögin tækju höndum með aðgerðir til að hjálpa ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Afar og ömmur hafa áhyggjur af barnabörnunum sínum og framhaldsskólanemar eru byrjaðir að leggja fyrir til að eiga fyrir sinni fyrstu fasteign einn daginn. Við erum að hlusta og ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er þegar byrjuð að tefla fram alvöru aðgerðum í húsnæðismálum. Í síðustu viku kynnti ríkisstjórnin fyrsta húsnæðispakkann sinn sem ólíkt fyrri aðgerðum ríkisstjórna beinir fyrst og fremst sjónum sínum að því að auka framboð, styðja við fyrstu kaupendur og draga úr hækkun húsnæðisverðs á næstu misserum. Aukið framboð og stuðningur við fyrstu kaupendur Í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar eru aðgerðir sem snúa að því að fjölga lóðum, hækka framlög til uppbyggingar á óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði og stórfelldri einföldun á regluverki til að flýta fyrir uppbyggingu. Nýting séreignarsparnaðar er tryggð til 10 ára og getur fólk því ráðstafað séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á húsnæðislánið sitt yfir þann tíma eða nýtt uppsafnaðan sparnað sem útborgun. Ríkisstjórnin ætlar einnig að styrkja hlutdeildarlánakerfið og festa það í sessi. Framlög til hlutdeildarlána eru hækkuð um 1.500 milljónir, úthlutun verður tryggð í hverjum mánuði og lántökuskilyrðin verða rýmkuð svo að fleiri geti nýtt sér kerfið til að eignast sína fyrstu íbúð. Þessar fjölbreyttu aðgerðir hjálpa fólki að eignast öruggt heimili, sama hvort það er í ódýrari langtímaleigu eða með því að kaupa sína fyrstu fasteign. Rétt að byrja Ríkisstjórnin hefur þegar boðað húsnæðispakka tvö á nýju ári en sá pakki verður unninn í samstarfi við sveitarfélögin með það að markmiði að auka framboð lóða og skapa hvata fyrir sveitarfélög til að skipuleggja ný hverfi. Einnig verður skoðað hvernig hægt verður að skipuleggja ríkislóðir undir húsnæðisuppbyggingu og að breyta byggingum í eigu ríkisins í íbúðarhúsnæði. Allt vinnur þetta að því að auka framboð, tryggja fólkinu okkar öruggt heimili og halda aftur hækkunum á húsnæðisverði. Samfylkingin mun einnig halda áfram að ferðast um landið, banka á dyr og halda opna fundi með fólkinu í landinu. Við erum að hlusta og við störfum í þjónustu þjóðar. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Samfylkingin hlustar á þjóðina og bregst við þeim verkefnum sem brenna á fólkinu í landinu. Í síðustu viku gengu sjálfboðaliðar, þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar í hús í Garðabæ og spurðu íbúa hvað skipti þá mestu máli til að bæta daglega lífið. Áður höfum við gengið í hús í Sandgerði, Þorlákshöfn, Hafnarfirði og Grafarvogi. Í Garðabænum komu fram fjölbreyttar ábendingar eins og að efla skólaþjónustu til að koma í veg fyrir skólaforðun barna, fjölga heimilislæknum og fá þeytivindu til að þurrka sundföt í sundlauginni. Einn rauður þráður sem birtist í samtölum jafnt við ungmenni sem og eldri borgara var ákall eftir því að ríkisstjórnin og sveitarfélögin tækju höndum með aðgerðir til að hjálpa ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Afar og ömmur hafa áhyggjur af barnabörnunum sínum og framhaldsskólanemar eru byrjaðir að leggja fyrir til að eiga fyrir sinni fyrstu fasteign einn daginn. Við erum að hlusta og ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er þegar byrjuð að tefla fram alvöru aðgerðum í húsnæðismálum. Í síðustu viku kynnti ríkisstjórnin fyrsta húsnæðispakkann sinn sem ólíkt fyrri aðgerðum ríkisstjórna beinir fyrst og fremst sjónum sínum að því að auka framboð, styðja við fyrstu kaupendur og draga úr hækkun húsnæðisverðs á næstu misserum. Aukið framboð og stuðningur við fyrstu kaupendur Í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar eru aðgerðir sem snúa að því að fjölga lóðum, hækka framlög til uppbyggingar á óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði og stórfelldri einföldun á regluverki til að flýta fyrir uppbyggingu. Nýting séreignarsparnaðar er tryggð til 10 ára og getur fólk því ráðstafað séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á húsnæðislánið sitt yfir þann tíma eða nýtt uppsafnaðan sparnað sem útborgun. Ríkisstjórnin ætlar einnig að styrkja hlutdeildarlánakerfið og festa það í sessi. Framlög til hlutdeildarlána eru hækkuð um 1.500 milljónir, úthlutun verður tryggð í hverjum mánuði og lántökuskilyrðin verða rýmkuð svo að fleiri geti nýtt sér kerfið til að eignast sína fyrstu íbúð. Þessar fjölbreyttu aðgerðir hjálpa fólki að eignast öruggt heimili, sama hvort það er í ódýrari langtímaleigu eða með því að kaupa sína fyrstu fasteign. Rétt að byrja Ríkisstjórnin hefur þegar boðað húsnæðispakka tvö á nýju ári en sá pakki verður unninn í samstarfi við sveitarfélögin með það að markmiði að auka framboð lóða og skapa hvata fyrir sveitarfélög til að skipuleggja ný hverfi. Einnig verður skoðað hvernig hægt verður að skipuleggja ríkislóðir undir húsnæðisuppbyggingu og að breyta byggingum í eigu ríkisins í íbúðarhúsnæði. Allt vinnur þetta að því að auka framboð, tryggja fólkinu okkar öruggt heimili og halda aftur hækkunum á húsnæðisverði. Samfylkingin mun einnig halda áfram að ferðast um landið, banka á dyr og halda opna fundi með fólkinu í landinu. Við erum að hlusta og við störfum í þjónustu þjóðar. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun