Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar 12. nóvember 2025 17:33 Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns. Í réttlátri reiði rís fólk upp og skipar öðrum að skammast sín! Tilfinninga-rússibaninn fær eldsneyti og hendist af stað . . . í leit að friði. Við stjórnumst öll af tilfinningum og viðbrögðum „innri parta“ sem oft eru óttafull egó. Markmið þeirra er að vernda okkur, sama hvað; jafnvel þó það kosti okkur vitið – og suma lífið! Allir okkar partar eiga þakklæti skilið, því þeir hafa haldið okkur á floti gegnum lífsins ólgusjó, en þar sem þeir mótuðust við áföll í barnæsku þá bregðast þeir við eins og börn. Því kalla ég þá stundum óvita - þótt þeir meini vel. Vegna óttasleginna innri parta fer fullorðið fólk í miður skemmtilega sandkassaleiki með þann tilgang að knésetja óvini. Slíkt getur endað með skelfingu. ÓTTINN við að missa öryggi, frið og viðurkenningu veldur því að fólk ræðst á aðra með kjafti og klóm. Betri lausn er til! Hún kallast innri viska og býr í okkur öllum. Til þess að nálgast hana þarf að byrja á að róa sig pínu. Spyrja; bæði sjálfan sig og aðra með forvitni og virðingu: „Hvað hræðist þú svona mikið?“ „Hvað gæti hjálpað þér til að slaka á?“ Og HLUSTA svo á svörin. Reyna að skilja hvaðan fólk kemur. Allar skoðanir ættu að mega heyrast (þær gera það hvort eð er.) Þöggun er hættuleg og sprengir upp traust. Kurteisi, kjarkur og kærleikur þurfa að vera gildin í viðkvæmri umræðu. Ef fólk upplifir ekki virðingu þá fer það í vörn sem ýtir undir árásargirni (þessu lýsa dæmdir glæpamenn.) Ég giska á að rekja megi andspyrnu út í neyðarkallinn til þess að fólk sem er ósátt við innflytjendamál, hafi ekki vitað að verið væri að heiðra minningu björgunarsveitarmanns sem lést við störf/æfingu. Gæti líka byggst á þeim misskilningi og ótta að verið sé að útmá kosti sem einkennt hafa íslenskt samfélag. Hér hefur vaxið ólga vegna hælisleitendamála þar sem fylkingar takast á. Við erum enn það miklir óvitar að telja aðrar skoðanir en okkar eigin stafa af illgirni og heimsku. Reiðin vex á báðum vígstöðvum vegna ótta við að missa öryggi, frið og jafnvel líf sitt - amk. í þeirri mynd sem það er nú. Óttinn við dauðann sýður hreinlega uppúr og friðelskandi þjóð okkar er farin að taka þátt í stríðsvopnakaupum til að drepa ímyndaða óvini í sandkassanum. Andstæðar skoðanir þurfa umræðu og sú umræða þarf að vera málefnanleg en ekki sandkassaleikur. Þetta heitir að byrgja brunninn áður en barnið dettur oní hann. Það eru til myrk eyðileggingaröfl í þessum heimi sem hafa ekki velferð mannkyns að markmiði. Sundrung, græðgi og þjáning er þeirra ástríða og sjokkerandi að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Við þurfum að vakna til vitundar um máttinn sem býr í kærleika okkar, og trúa því að sá kærleikur hefur innsæi og visku sem getur sigrað allt. „ÓTTIST EIGI“ eru mikilvægustu skilaboð Jesú Krists, því án ótta ríkti friður á jörðu. Höfundur er andlegur heilsumarkþjálfi, skapari SMILER, myndlistarkona, og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur m.a. á bráðageðsviði og sem ljósmóðir á LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns. Í réttlátri reiði rís fólk upp og skipar öðrum að skammast sín! Tilfinninga-rússibaninn fær eldsneyti og hendist af stað . . . í leit að friði. Við stjórnumst öll af tilfinningum og viðbrögðum „innri parta“ sem oft eru óttafull egó. Markmið þeirra er að vernda okkur, sama hvað; jafnvel þó það kosti okkur vitið – og suma lífið! Allir okkar partar eiga þakklæti skilið, því þeir hafa haldið okkur á floti gegnum lífsins ólgusjó, en þar sem þeir mótuðust við áföll í barnæsku þá bregðast þeir við eins og börn. Því kalla ég þá stundum óvita - þótt þeir meini vel. Vegna óttasleginna innri parta fer fullorðið fólk í miður skemmtilega sandkassaleiki með þann tilgang að knésetja óvini. Slíkt getur endað með skelfingu. ÓTTINN við að missa öryggi, frið og viðurkenningu veldur því að fólk ræðst á aðra með kjafti og klóm. Betri lausn er til! Hún kallast innri viska og býr í okkur öllum. Til þess að nálgast hana þarf að byrja á að róa sig pínu. Spyrja; bæði sjálfan sig og aðra með forvitni og virðingu: „Hvað hræðist þú svona mikið?“ „Hvað gæti hjálpað þér til að slaka á?“ Og HLUSTA svo á svörin. Reyna að skilja hvaðan fólk kemur. Allar skoðanir ættu að mega heyrast (þær gera það hvort eð er.) Þöggun er hættuleg og sprengir upp traust. Kurteisi, kjarkur og kærleikur þurfa að vera gildin í viðkvæmri umræðu. Ef fólk upplifir ekki virðingu þá fer það í vörn sem ýtir undir árásargirni (þessu lýsa dæmdir glæpamenn.) Ég giska á að rekja megi andspyrnu út í neyðarkallinn til þess að fólk sem er ósátt við innflytjendamál, hafi ekki vitað að verið væri að heiðra minningu björgunarsveitarmanns sem lést við störf/æfingu. Gæti líka byggst á þeim misskilningi og ótta að verið sé að útmá kosti sem einkennt hafa íslenskt samfélag. Hér hefur vaxið ólga vegna hælisleitendamála þar sem fylkingar takast á. Við erum enn það miklir óvitar að telja aðrar skoðanir en okkar eigin stafa af illgirni og heimsku. Reiðin vex á báðum vígstöðvum vegna ótta við að missa öryggi, frið og jafnvel líf sitt - amk. í þeirri mynd sem það er nú. Óttinn við dauðann sýður hreinlega uppúr og friðelskandi þjóð okkar er farin að taka þátt í stríðsvopnakaupum til að drepa ímyndaða óvini í sandkassanum. Andstæðar skoðanir þurfa umræðu og sú umræða þarf að vera málefnanleg en ekki sandkassaleikur. Þetta heitir að byrgja brunninn áður en barnið dettur oní hann. Það eru til myrk eyðileggingaröfl í þessum heimi sem hafa ekki velferð mannkyns að markmiði. Sundrung, græðgi og þjáning er þeirra ástríða og sjokkerandi að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Við þurfum að vakna til vitundar um máttinn sem býr í kærleika okkar, og trúa því að sá kærleikur hefur innsæi og visku sem getur sigrað allt. „ÓTTIST EIGI“ eru mikilvægustu skilaboð Jesú Krists, því án ótta ríkti friður á jörðu. Höfundur er andlegur heilsumarkþjálfi, skapari SMILER, myndlistarkona, og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur m.a. á bráðageðsviði og sem ljósmóðir á LSH.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar