Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar 17. nóvember 2025 08:02 Nú stendur yfir mesti netverslunarmánuður ársins, nóvember. Nóvember er ekki bara stærsti netverslunarmánuður ársins heldur sá langstærsti samkvæmt greiningum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Að nokkru leyti má rekja þessa þróun til mikilla afsláttardaga að erlendri fyrirmynd, Dags einhleypra (singles day) og Svarts föstudags en fyrirtæki bæði hér heima og erlendis bjóða þá upp á töluvert mikla afslætti. Netverslun á þessum dögum er margfalt meiri en aðra daga ársins vegna þess að í nóvember nýtir fólk sér þessa miklu afslætti bæði til eigin kaupa en einnig jólagjafakaupa. Gjöful vertíð svikahrappa Þegar almenningur tekur virkilega við sér í netverslun í nóvember þá setja svikahrappar sig í sérstakar stellingar. Það er því sérlega mikilvægt fyrir almenning að hafa varann á sér. Netsvikatilraunum hefur fjölgað verulega á síðustu árum og eru svikin stöðugt að verða ísmeygilegri. Gervigreindin er í auknum mæli nýtt af svikahröppum til þess að auka gera svikin trúverðugri og þar með erfiðara að koma auga á. Birtingamyndunum svikatilrauna hefur fjölgað og má segja að alls staðar í hinum stafræna heimi geti fólk lent í gildru. Áður en lengra er haldið er rétt að benda lesandanum á að á heimasíðu SFF, www.sff.is, er hægt að lesa um hollráð til þess að draga úr líkum á að lenda í svikum og taka próf til að kanna þekkingu hans á vörnum gegn netsvikum. Sjá nánar hér. Uppsetning svika miðast að ná hámarkslíkum á árangri Svikahrappar hanna svik sérstaklega til þess að hámarka líkur á að fólk láti platast. Það sem þeir nota sér í nóvember er t.d. niðurtalning tilboða á sérstökum tilboðsdögum. Stundum er tilboði stillt þannig upp að þú hefur kannski bara mínútu til þess að taka ákvörðun af eða á. Oft verður tilfinningin um að missa ekki af tilboðinu yfirsterkari en hugsunin hvort að tilboðið sé líklegt til að vera satt. Svikahrappar búa oft til svikasíður eða svikatilboð, jafnvel í útliti þekktra vörumerkja, þar sem verðið sem er auglýst er nógu lágt til þess að vera trúanlegt en samt lægra en það sem aðrir eru að bjóða á sömu vöru. Löngunin til þess að vera snjall og gera góð kaup verður einnig oft til þess að fólk gengur í gildruna. Svo getur sú staða komið upp að leikfangið sem þú ætlaðir að kaupa handa barninu þínu er uppselt nema á einum stað og þar er það á sérstökum jólaafslætti. Þú setur inn kortanúmerið og færð tvöfalt högg, enga jólagjöf og tapaða peninga. Breytilegt hversu mikið fólk er viðkvæmt fyrir svikum Það er breytilegt hvenær fólk er útsett fyrir því að lenda í því að vera platað og er gott að hafa það í huga. Fólk í tilfinningalegu uppnámi er líklegra til þess að falla í svikapytt. Við gleymum að spyrja eðlilegra spurninga eins og t.d. er þetta of gott tilboð til að vera satt? Stundum hugsum við kannski eitthvað á þá leið að nú sé okkar tími kominn til þess að detta í lukkupottinn og þá eru líklegra að við stökkvum á eitthvað sem er of gott til að vera satt. Svo ef við erum þreytt eða búin að vera með marga bolta á lofti í langan tíma að þá er líka auðveldara að láta plata sig. Þetta gerist oft einmitt fyrir jólin þegar hamagangurinn er mestur í að „redda öllu fyrir jólin“. Vetrarmánuðirnir eru oft einnig aðeins „þreyttari“ mánuðir sem gerir fólk viðkvæmara fyrir svikum. Eru samfélagsbreytingar að gera okkur útsettari fyrir svikum? Heimur okkar í dag einkennist af gríðarlega miklu magni af upplýsingum sem herjar á okkur daglega eins og stórhríð. Rannsóknir benda einnig til þess að sífellt stærra hlutfall fólks finnst það glíma við yfirþyrmandi magn upplýsinga. Um 80% starfandi manna í heiminum upplifir sig í þessari stöðu en til samanburðar var hlutfallið 60% árið 2020. Í slíkri stöðu verða ákvarðanir verri vegna þess að hugurinn nær ekki að vinna úr öllu þessu upplýsingaflóði. Þá erum við líklegri til þess að láta blekkjast. Af þessum sökum má álykta að við séum að verða enn líklegri en áður yrir að falla fyrir svikum en áður. Nokkur nytsamleg ráð til að forðast svik Áður en þú deilir viðkvæmum persónu- eða fjárhagsupplýsingum, eða framkvæmir greiðslu, skaltu alltaf tryggja að samskiptin séu eðlileg. Athugaðu t.d. sérstaklega hafi verið greiðslupplýsingum hafi verið breytt. Gott er að sannreyna að símanúmer, netfang eða vefslóð sem samskiptin fara fram í gegnum séu rétt og örugg. Hugleiddu hvort þú hafir raunverulega átt von á skilaboðunum, tölvupóstinum eða símtalinu. Ef eitthvað er óvænt eða óvenjulegt, gæti verið um svikatilraun að ræða. Venjið ykkur á að staðfesta greiðslur með símtali, líka til samstarfsmanna, vina og kunningja. Ef mikið liggur á af hálfu mótaðila er sérstaklega mikilvægt að fara varlega. Notið aldrei sama lykilorðið á mörgum stöðum. Nýtið ykkur lykilorðabanka og virkið fjölþátta auðkenningu og þá geta fyrirtæki notað auðkennislykla. Fylgjast reglulega með kortayfirlitum til að ganga úr skugga um að þar séu engar færslur sem þið kannist ekki við. Ef þig grunar að þú hafir orðið fyrir greiðslusvikum er nauðsynlegt að bregðast við án tafar. Hafðu samband við bankann þinn eða kortafyrirtæki, láttu loka kortum og breyttu lykilorðum eftir þörfum. Oft er hægt að frysta kort tímabundið í netbanka eða bankaappi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mesti netverslunarmánuður ársins, nóvember. Nóvember er ekki bara stærsti netverslunarmánuður ársins heldur sá langstærsti samkvæmt greiningum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Að nokkru leyti má rekja þessa þróun til mikilla afsláttardaga að erlendri fyrirmynd, Dags einhleypra (singles day) og Svarts föstudags en fyrirtæki bæði hér heima og erlendis bjóða þá upp á töluvert mikla afslætti. Netverslun á þessum dögum er margfalt meiri en aðra daga ársins vegna þess að í nóvember nýtir fólk sér þessa miklu afslætti bæði til eigin kaupa en einnig jólagjafakaupa. Gjöful vertíð svikahrappa Þegar almenningur tekur virkilega við sér í netverslun í nóvember þá setja svikahrappar sig í sérstakar stellingar. Það er því sérlega mikilvægt fyrir almenning að hafa varann á sér. Netsvikatilraunum hefur fjölgað verulega á síðustu árum og eru svikin stöðugt að verða ísmeygilegri. Gervigreindin er í auknum mæli nýtt af svikahröppum til þess að auka gera svikin trúverðugri og þar með erfiðara að koma auga á. Birtingamyndunum svikatilrauna hefur fjölgað og má segja að alls staðar í hinum stafræna heimi geti fólk lent í gildru. Áður en lengra er haldið er rétt að benda lesandanum á að á heimasíðu SFF, www.sff.is, er hægt að lesa um hollráð til þess að draga úr líkum á að lenda í svikum og taka próf til að kanna þekkingu hans á vörnum gegn netsvikum. Sjá nánar hér. Uppsetning svika miðast að ná hámarkslíkum á árangri Svikahrappar hanna svik sérstaklega til þess að hámarka líkur á að fólk láti platast. Það sem þeir nota sér í nóvember er t.d. niðurtalning tilboða á sérstökum tilboðsdögum. Stundum er tilboði stillt þannig upp að þú hefur kannski bara mínútu til þess að taka ákvörðun af eða á. Oft verður tilfinningin um að missa ekki af tilboðinu yfirsterkari en hugsunin hvort að tilboðið sé líklegt til að vera satt. Svikahrappar búa oft til svikasíður eða svikatilboð, jafnvel í útliti þekktra vörumerkja, þar sem verðið sem er auglýst er nógu lágt til þess að vera trúanlegt en samt lægra en það sem aðrir eru að bjóða á sömu vöru. Löngunin til þess að vera snjall og gera góð kaup verður einnig oft til þess að fólk gengur í gildruna. Svo getur sú staða komið upp að leikfangið sem þú ætlaðir að kaupa handa barninu þínu er uppselt nema á einum stað og þar er það á sérstökum jólaafslætti. Þú setur inn kortanúmerið og færð tvöfalt högg, enga jólagjöf og tapaða peninga. Breytilegt hversu mikið fólk er viðkvæmt fyrir svikum Það er breytilegt hvenær fólk er útsett fyrir því að lenda í því að vera platað og er gott að hafa það í huga. Fólk í tilfinningalegu uppnámi er líklegra til þess að falla í svikapytt. Við gleymum að spyrja eðlilegra spurninga eins og t.d. er þetta of gott tilboð til að vera satt? Stundum hugsum við kannski eitthvað á þá leið að nú sé okkar tími kominn til þess að detta í lukkupottinn og þá eru líklegra að við stökkvum á eitthvað sem er of gott til að vera satt. Svo ef við erum þreytt eða búin að vera með marga bolta á lofti í langan tíma að þá er líka auðveldara að láta plata sig. Þetta gerist oft einmitt fyrir jólin þegar hamagangurinn er mestur í að „redda öllu fyrir jólin“. Vetrarmánuðirnir eru oft einnig aðeins „þreyttari“ mánuðir sem gerir fólk viðkvæmara fyrir svikum. Eru samfélagsbreytingar að gera okkur útsettari fyrir svikum? Heimur okkar í dag einkennist af gríðarlega miklu magni af upplýsingum sem herjar á okkur daglega eins og stórhríð. Rannsóknir benda einnig til þess að sífellt stærra hlutfall fólks finnst það glíma við yfirþyrmandi magn upplýsinga. Um 80% starfandi manna í heiminum upplifir sig í þessari stöðu en til samanburðar var hlutfallið 60% árið 2020. Í slíkri stöðu verða ákvarðanir verri vegna þess að hugurinn nær ekki að vinna úr öllu þessu upplýsingaflóði. Þá erum við líklegri til þess að láta blekkjast. Af þessum sökum má álykta að við séum að verða enn líklegri en áður yrir að falla fyrir svikum en áður. Nokkur nytsamleg ráð til að forðast svik Áður en þú deilir viðkvæmum persónu- eða fjárhagsupplýsingum, eða framkvæmir greiðslu, skaltu alltaf tryggja að samskiptin séu eðlileg. Athugaðu t.d. sérstaklega hafi verið greiðslupplýsingum hafi verið breytt. Gott er að sannreyna að símanúmer, netfang eða vefslóð sem samskiptin fara fram í gegnum séu rétt og örugg. Hugleiddu hvort þú hafir raunverulega átt von á skilaboðunum, tölvupóstinum eða símtalinu. Ef eitthvað er óvænt eða óvenjulegt, gæti verið um svikatilraun að ræða. Venjið ykkur á að staðfesta greiðslur með símtali, líka til samstarfsmanna, vina og kunningja. Ef mikið liggur á af hálfu mótaðila er sérstaklega mikilvægt að fara varlega. Notið aldrei sama lykilorðið á mörgum stöðum. Nýtið ykkur lykilorðabanka og virkið fjölþátta auðkenningu og þá geta fyrirtæki notað auðkennislykla. Fylgjast reglulega með kortayfirlitum til að ganga úr skugga um að þar séu engar færslur sem þið kannist ekki við. Ef þig grunar að þú hafir orðið fyrir greiðslusvikum er nauðsynlegt að bregðast við án tafar. Hafðu samband við bankann þinn eða kortafyrirtæki, láttu loka kortum og breyttu lykilorðum eftir þörfum. Oft er hægt að frysta kort tímabundið í netbanka eða bankaappi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF).
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun