Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar 14. nóvember 2025 07:03 Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Greinarhöfundur lætur einnig hjá líða að geta þess grundvallarmunar sem er á þeim ágreiningi sem nú er uppi og þeim aðstæðum sem ríktu þegar Síminn var rétthafi að enska boltanum á árunum 2019-2025. Heimild Sýnar til endursölu Enska boltans fékkst með miklum eftirgangsmunum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er þessi aðdragandi rakinn. Þar segir skýrt að þegar Síminn hóf að bjóða enska boltann vorið 2019 hafi keppinautar ekki átt kost á að kaupa þjónustuna í heildsölu. Fyrst í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti Símanum frummat sumarið 2019 þar sem fram kom að synjun Símans á heildsöluaðgangi bæri einkenni ólögmætrar sölusynjunar hóf Síminn að bjóða heildsölusamninga. Afstaða Símans breyttist því aðeins eftir að Samkeppniseftirlitið hafði komist að frumniðurstöðu um alvarlegt samkeppnislagabrot. Í núverandi deilu er staðan gjörólík. Samkeppniseftirlitið hefur þegar vísað frá kröfu Símans um bráðabirgðaákvörðun. Orðrétt sagði um þetta í bréfi Samkeppniseftirlitsins dags. 3. júlí 2025 […er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki liggi fyrir formleg synjun Sýnar um heildsölu og afhendingu útsendinga Enska boltans til Símans, ólíkt fyrri samkeppnismálum og stjórnsýsluframkvæmd eins og t.d. í máli vegna synjunar Símans gagnvart Nova árið 2023.” Engin sölusynjun á sér stað af hálfu Sýnar. Þvert á móti hefur Sýn boðið Símanum og öllum öðrum fjarskiptafyrirtækjum að endurselja ekki aðeins enska boltann, heldur allt sitt sjónvarpsefni, bæði línulegt og ólínulegt. Ætlunin var að dreifingin færi fram með tæknilega hlutlausri og nútímalegri lausn, þ.e. um app sem allir þekkja, hafa aðgang að og virkar á hvaða nettengingu sem er. Nova gekk að tilboðinu en Síminn ekki. Með þessu telur Sýn sig uppfylla að fullu skilyrði 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga um að veita fjarskiptafyrirtækjum rétt til að flytja sjónvarpsútsendingar „á stafrænu fjarskiptaneti sínu“. Internetið er sannarlega stafrænt fjarskiptanet, sem rösklega 99% landsmanna hafa aðgang að. Fjarskiptastofa féllst ekki á þetta sjónarmið og líkur standa til að málið verði að endingu útkljáð fyrir dómstólum. Krafa Símans snýst því ekki um að fá aðgang efninu, heldur um að þvinga Sýn til að viðhalda og styðja við lokað dreifikerfi Símans (IPTV), markaðsráðandi keppinauts, á kostnað nýsköpunar og framþróunar. Dæmi svo hver fyrir sig um víðsýni þeirrar háttsemi. Höfundur er lögmaður og aðallögfræðingur Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Greinarhöfundur lætur einnig hjá líða að geta þess grundvallarmunar sem er á þeim ágreiningi sem nú er uppi og þeim aðstæðum sem ríktu þegar Síminn var rétthafi að enska boltanum á árunum 2019-2025. Heimild Sýnar til endursölu Enska boltans fékkst með miklum eftirgangsmunum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er þessi aðdragandi rakinn. Þar segir skýrt að þegar Síminn hóf að bjóða enska boltann vorið 2019 hafi keppinautar ekki átt kost á að kaupa þjónustuna í heildsölu. Fyrst í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti Símanum frummat sumarið 2019 þar sem fram kom að synjun Símans á heildsöluaðgangi bæri einkenni ólögmætrar sölusynjunar hóf Síminn að bjóða heildsölusamninga. Afstaða Símans breyttist því aðeins eftir að Samkeppniseftirlitið hafði komist að frumniðurstöðu um alvarlegt samkeppnislagabrot. Í núverandi deilu er staðan gjörólík. Samkeppniseftirlitið hefur þegar vísað frá kröfu Símans um bráðabirgðaákvörðun. Orðrétt sagði um þetta í bréfi Samkeppniseftirlitsins dags. 3. júlí 2025 […er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki liggi fyrir formleg synjun Sýnar um heildsölu og afhendingu útsendinga Enska boltans til Símans, ólíkt fyrri samkeppnismálum og stjórnsýsluframkvæmd eins og t.d. í máli vegna synjunar Símans gagnvart Nova árið 2023.” Engin sölusynjun á sér stað af hálfu Sýnar. Þvert á móti hefur Sýn boðið Símanum og öllum öðrum fjarskiptafyrirtækjum að endurselja ekki aðeins enska boltann, heldur allt sitt sjónvarpsefni, bæði línulegt og ólínulegt. Ætlunin var að dreifingin færi fram með tæknilega hlutlausri og nútímalegri lausn, þ.e. um app sem allir þekkja, hafa aðgang að og virkar á hvaða nettengingu sem er. Nova gekk að tilboðinu en Síminn ekki. Með þessu telur Sýn sig uppfylla að fullu skilyrði 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga um að veita fjarskiptafyrirtækjum rétt til að flytja sjónvarpsútsendingar „á stafrænu fjarskiptaneti sínu“. Internetið er sannarlega stafrænt fjarskiptanet, sem rösklega 99% landsmanna hafa aðgang að. Fjarskiptastofa féllst ekki á þetta sjónarmið og líkur standa til að málið verði að endingu útkljáð fyrir dómstólum. Krafa Símans snýst því ekki um að fá aðgang efninu, heldur um að þvinga Sýn til að viðhalda og styðja við lokað dreifikerfi Símans (IPTV), markaðsráðandi keppinauts, á kostnað nýsköpunar og framþróunar. Dæmi svo hver fyrir sig um víðsýni þeirrar háttsemi. Höfundur er lögmaður og aðallögfræðingur Sýnar hf.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar