Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar 14. nóvember 2025 11:30 Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Hún sýnir að útfösun jarðefnaeldsneytis og aukin notkun endurnýjanlegrar orku, eru að nálgast afgerandi vendipunkt. Í aðdraganda ráðstefnunnar hvatti forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, þjóðir heims til að móta skýran vegvísi að útfösun jarðefnaeldsneytis svo unnt sé að standa við loftslagsskuldbindingar. Þessi áskorun endurspeglar breytta stöðu mála. Nú má greina raunverulegan viðsnúning. Losun frá jarðefnaeldsneyti jókst að meðaltali um 0,8 prósent á ári síðasta áratug en samanburður við áratuginn á undan sýnir mun hægari aukningu. Mikilvægara er þó að uppbygging endurnýjanlegrar orku er nú farin að mæta nær allri nýrri orkuþörf heimsins. Ljóst er að endurnýjanleg orka mun innan skamms taka fram úr jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa jarðar. Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni mun raforkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum fara fram úr raforkuvinnslu með kolum á þessu ári eða því næsta. Spáð er 60 prósenta vexti í endurnýjanlegum orkukostum fram til 2030. Ef það gengur eftir verður hlutdeild þeirra í raforkuvinnslu komin í 45 prósent árið 2030 en hún var 32 prósent árið 2024. Stofnunin telur að þetta aukna framboð af staðbundinni og hagkvæmri orku marki upphaf endaloka tímabils jarðefnaeldsneytis. Næstu fimm árin er gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu nýrrar grænnar orku og varð á síðustu fjörutíu árum. Þessi þróun getur mætt nær allri aukinni raforkuþörf næsta áratugs og er knúin áfram af rafvæðingu samgangna, varmadælum, framleiðslu rafeldsneytis og ört vaxandi orkuþörf gagnavera sem styðja við þróun gervigreindar. Endurnýjanlegir orkukostir eins og sól, vindur, vatnsafl og jarðhiti eru nú hagkvæmir og aðgengilegir fyrir fjölda ríkja sem áður voru háð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þessi umbreyting styrkir orkuöryggi, eykur viðnámsþrótt orkukerfa og stuðlar að sjálfbærum samfélögum. Engin þjóð getur stöðvað þessa þróun og á COP30 er skýrt ákall um að hraða orkuskiptum og tryggja réttlát umskipti. Ísland býr yfir einstökum tækifærum þar sem rafmagn og húshitun byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast verulega á næstu árum. Samkvæmt langtímaspá Landsnets til ársins 2050 gæti raforkuþörf aukist um 22 til 37 prósent. Þá kalla ný loftslagsmarkmið Íslands til 2035 á hraðari útfösun innflutts jarðefnaeldsneytis, sérstaklega í vegasamgöngum, fiskiskipum og innanlandsflugi. Með áframhaldandi fjárfestingum í sjálfbærum orkukostum og öflugum innviðum tryggjum við sterkt hagkerfi, blómlegar byggðir og betur uppfylltar loftslagsskuldbindingar. Eftir rúmlega hundrað ár þar sem jarðefnaeldsneyti hefur verið ráðandi er nú að hefjast nýtt tímabil endurnýjanlegrar orku þar sem orkuöryggi, samkeppnishæfni og loftslagsmál leiða ferðina. Fyrir framtíðina. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Jarðefnaeldsneyti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Hún sýnir að útfösun jarðefnaeldsneytis og aukin notkun endurnýjanlegrar orku, eru að nálgast afgerandi vendipunkt. Í aðdraganda ráðstefnunnar hvatti forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, þjóðir heims til að móta skýran vegvísi að útfösun jarðefnaeldsneytis svo unnt sé að standa við loftslagsskuldbindingar. Þessi áskorun endurspeglar breytta stöðu mála. Nú má greina raunverulegan viðsnúning. Losun frá jarðefnaeldsneyti jókst að meðaltali um 0,8 prósent á ári síðasta áratug en samanburður við áratuginn á undan sýnir mun hægari aukningu. Mikilvægara er þó að uppbygging endurnýjanlegrar orku er nú farin að mæta nær allri nýrri orkuþörf heimsins. Ljóst er að endurnýjanleg orka mun innan skamms taka fram úr jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa jarðar. Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni mun raforkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum fara fram úr raforkuvinnslu með kolum á þessu ári eða því næsta. Spáð er 60 prósenta vexti í endurnýjanlegum orkukostum fram til 2030. Ef það gengur eftir verður hlutdeild þeirra í raforkuvinnslu komin í 45 prósent árið 2030 en hún var 32 prósent árið 2024. Stofnunin telur að þetta aukna framboð af staðbundinni og hagkvæmri orku marki upphaf endaloka tímabils jarðefnaeldsneytis. Næstu fimm árin er gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu nýrrar grænnar orku og varð á síðustu fjörutíu árum. Þessi þróun getur mætt nær allri aukinni raforkuþörf næsta áratugs og er knúin áfram af rafvæðingu samgangna, varmadælum, framleiðslu rafeldsneytis og ört vaxandi orkuþörf gagnavera sem styðja við þróun gervigreindar. Endurnýjanlegir orkukostir eins og sól, vindur, vatnsafl og jarðhiti eru nú hagkvæmir og aðgengilegir fyrir fjölda ríkja sem áður voru háð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þessi umbreyting styrkir orkuöryggi, eykur viðnámsþrótt orkukerfa og stuðlar að sjálfbærum samfélögum. Engin þjóð getur stöðvað þessa þróun og á COP30 er skýrt ákall um að hraða orkuskiptum og tryggja réttlát umskipti. Ísland býr yfir einstökum tækifærum þar sem rafmagn og húshitun byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast verulega á næstu árum. Samkvæmt langtímaspá Landsnets til ársins 2050 gæti raforkuþörf aukist um 22 til 37 prósent. Þá kalla ný loftslagsmarkmið Íslands til 2035 á hraðari útfösun innflutts jarðefnaeldsneytis, sérstaklega í vegasamgöngum, fiskiskipum og innanlandsflugi. Með áframhaldandi fjárfestingum í sjálfbærum orkukostum og öflugum innviðum tryggjum við sterkt hagkerfi, blómlegar byggðir og betur uppfylltar loftslagsskuldbindingar. Eftir rúmlega hundrað ár þar sem jarðefnaeldsneyti hefur verið ráðandi er nú að hefjast nýtt tímabil endurnýjanlegrar orku þar sem orkuöryggi, samkeppnishæfni og loftslagsmál leiða ferðina. Fyrir framtíðina. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar