Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar 14. nóvember 2025 12:30 Flestir munu á einhverjum tímapunkti kynnast heilsufarsvanda sem hefur áhrif á daglegt líf, sumir tímabundið, aðrir til lengri tíma. Þetta getur verið í kjölfar slyss, veikinda, langvinnra verkja, þunglyndis, kvíða, kulnunar eða af öðrum toga. Hlutir sem áður voru sjálfsagðir verða skyndilega erfiðir: að hreyfa sig, vinna, sofa, einbeita sér eða sinna hlutverkum í fjölskyldu og samfélagi. Þegar heilsa brestur á þennan hátt er endurhæfing ekki lúxus heldur nauðsyn. En hún er líka flókið ferli. Það dugar sjaldan að styrkja aðeins líkamann eða einblína á eitt einkenni í einu. Líf og heilsa eru samofin og fela í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti sem hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Endurhæfing þarf að endurspegla þetta. Einmitt þar kemur þverfagleg endurhæfing inn. En hvað er þverfagleg endurhæfing? Í endurhæfingu koma margir faghópar að máli sjúklings: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri eftir þörfum. Þverfaglegt teymi er ekki hópur sérfræðinga sem vinna hvert í sínu horni, heldur samstillt heild sem deilir upplýsingum, skipuleggur meðferð saman og setur sameiginleg markmið. Sjúklingurinn er í miðjunni. Ekki sem áhorfandi heldur sem virkur þátttakandi í teymi þar sem allir fagaðilar leggja sitt af mörkum til sameiginlegs árangurs. Aftur út í lífið Þverfagleg endurhæfing snýst um að ná aftur tökum á eigin lífi, læra að lifa með þeim breytingum sem veikindi eða áföll hafa í för með sér, byggja upp sjálfstraust og getu og finna leiðir til að takast á við langvarandi einkenni. Hún snýst líka um að tengjast á ný daglegu lífi, samfélaginu og þeim hlutverkum sem skipta máli í eigin tilveru. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem vinna að endurhæfingu vinni saman. Að lausnir séu sameiginlegar, upplýsingar flæði á milli aðila og markmiðin séu skýr. Þá verður endurhæfingin markvissari, öruggari og mannlegri. Hvernig er þetta gert á Reykjalundi? Á Reykjalundi hefur þverfagleg nálgun verið grunnstoð starfseminnar í áratugi. Teymin starfa eftir skýrum meginreglum þar sem allir fagaðilar vinna að sameiginlegum markmiðum með skjólstæðingi. Reglulegir teymisfundir tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingar berast með faglegum hætti á milli fagstétta í stað þess að daga uppi og nýtast ekki. Hver og einn ber jafnframt ábyrgð á heildinni sem styrkir teymið og tryggir samræmda og heildræna þjónustu. Athyglisvert í ljósi Heilbrigðisþingsins Nú stendur fyrir dyrum Heilbrigðisþing sem helgað er endurhæfingu og er það fagnaðarefni. Samt er umhugsunarvert að í tengslum við svona stóran viðburð gleymast gjarnan lykilfagstéttir sem bera uppi stóran hluta daglegrar endurhæfingar. Fagfólk sem vinnur með líðan, virkni, þátttöku og samskipti. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í endurhæfingarferlinu og ráða oft úrslitum um raunverulegan árangur. Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þeirra sem halda erindi, heldur undirstrika nauðsyn þess að hugsa endurhæfingu á breiðum og heildrænum vettvangi þar sem öll sérfræðiþekking fær að njóta sín. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir munu á einhverjum tímapunkti kynnast heilsufarsvanda sem hefur áhrif á daglegt líf, sumir tímabundið, aðrir til lengri tíma. Þetta getur verið í kjölfar slyss, veikinda, langvinnra verkja, þunglyndis, kvíða, kulnunar eða af öðrum toga. Hlutir sem áður voru sjálfsagðir verða skyndilega erfiðir: að hreyfa sig, vinna, sofa, einbeita sér eða sinna hlutverkum í fjölskyldu og samfélagi. Þegar heilsa brestur á þennan hátt er endurhæfing ekki lúxus heldur nauðsyn. En hún er líka flókið ferli. Það dugar sjaldan að styrkja aðeins líkamann eða einblína á eitt einkenni í einu. Líf og heilsa eru samofin og fela í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti sem hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Endurhæfing þarf að endurspegla þetta. Einmitt þar kemur þverfagleg endurhæfing inn. En hvað er þverfagleg endurhæfing? Í endurhæfingu koma margir faghópar að máli sjúklings: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri eftir þörfum. Þverfaglegt teymi er ekki hópur sérfræðinga sem vinna hvert í sínu horni, heldur samstillt heild sem deilir upplýsingum, skipuleggur meðferð saman og setur sameiginleg markmið. Sjúklingurinn er í miðjunni. Ekki sem áhorfandi heldur sem virkur þátttakandi í teymi þar sem allir fagaðilar leggja sitt af mörkum til sameiginlegs árangurs. Aftur út í lífið Þverfagleg endurhæfing snýst um að ná aftur tökum á eigin lífi, læra að lifa með þeim breytingum sem veikindi eða áföll hafa í för með sér, byggja upp sjálfstraust og getu og finna leiðir til að takast á við langvarandi einkenni. Hún snýst líka um að tengjast á ný daglegu lífi, samfélaginu og þeim hlutverkum sem skipta máli í eigin tilveru. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem vinna að endurhæfingu vinni saman. Að lausnir séu sameiginlegar, upplýsingar flæði á milli aðila og markmiðin séu skýr. Þá verður endurhæfingin markvissari, öruggari og mannlegri. Hvernig er þetta gert á Reykjalundi? Á Reykjalundi hefur þverfagleg nálgun verið grunnstoð starfseminnar í áratugi. Teymin starfa eftir skýrum meginreglum þar sem allir fagaðilar vinna að sameiginlegum markmiðum með skjólstæðingi. Reglulegir teymisfundir tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingar berast með faglegum hætti á milli fagstétta í stað þess að daga uppi og nýtast ekki. Hver og einn ber jafnframt ábyrgð á heildinni sem styrkir teymið og tryggir samræmda og heildræna þjónustu. Athyglisvert í ljósi Heilbrigðisþingsins Nú stendur fyrir dyrum Heilbrigðisþing sem helgað er endurhæfingu og er það fagnaðarefni. Samt er umhugsunarvert að í tengslum við svona stóran viðburð gleymast gjarnan lykilfagstéttir sem bera uppi stóran hluta daglegrar endurhæfingar. Fagfólk sem vinnur með líðan, virkni, þátttöku og samskipti. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í endurhæfingarferlinu og ráða oft úrslitum um raunverulegan árangur. Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þeirra sem halda erindi, heldur undirstrika nauðsyn þess að hugsa endurhæfingu á breiðum og heildrænum vettvangi þar sem öll sérfræðiþekking fær að njóta sín. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar