Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar 14. nóvember 2025 13:00 Á Íslandi er ógrynni af fornminjum, allt frá 20. aldar sundlaugum til eyðibýla frá víkingaöld. Þótt íslenskar fornminjar láti e.t.v. lítið fyrir sér fara í fyrstu – engar hallir eða kastalar – þá er hér að finna mjög vel varðveittar fornleifar og líta má til eyðibyggða, aldagamalla samgöngukerfa og þingminja (t.d. Þingvellir). Þetta eru minjar sem margar aðrar Evrópuþjóðir hafa eyðilagt vegna landbúnaðar, íbúðabyggða og margvíslegs iðnaðar. Íslenskar minjar eru því oft betur varðveittar miðað við önnur lönd, þótt það virki hugsanlega ótrúlegt við fyrstu sýn fyrir marga. Síðastliðin 30 ár hefur mikil gróska verið í íslenskri fornleifafræði, hvort sem það er í rannsóknum á miðalda klaustrum á Íslandi eða minjum um sjósókn Íslendinga. Nýjar rannsóknir hafa til að mynda aukið skilning okkar á landnámi Íslands og hve flókið og spennandi landnám nýs lands er. Undanfarið hafa forn-DNA rannsóknir fengið mikla athygli, bæði rannsóknir á erfðamengi landnemanna sjálfra en líka þeirra dýra sem þeir komu með sér og veiddu. Ísland var numið tiltölulega seint miðað við önnur lönd og því er íslenskur efniviður góður til þess að varpa frekara ljósi á hvernig manneskjan nemur ný svæði. En líka hvernig eyjasamfélög og landbúnaður þróast og taka breytingum frá miðöldum til 20. aldar. Íslenskar minjar skipta því líka máli fyrir heimsbyggðina og það hefur endurspeglast í virku og öflugu samstarfi íslenskra fornleifafræðinga við erlenda fræðimenn. Eitt helsta vandamál sem staðið hefur fyrir fornleifafræði er að tryggja störf allt árið og nýliðun í stéttinni. Vísindastarf er flókið og er þjálfun talin í árum en ekki mánuðum. Utan stjórnsýslu starfa færri en 20 manns í rannsóknum á íslenskum fornleifum allt árið í kring og þeim fer fækkandi. Mikil þekking á íslenskri menningu er því að tapast. Ekki út af slæmri varðveislu minja, heldur vegna þess að það fækkar í þeim hópi sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til þess að rannsaka þessar minjar og koma þeim til skila til fræðaheimsins, almennings og heimafólks. Á Íslandi er Fornminjasjóður sem er lögbundinn samkeppnissjóður sem styður fornleifarannsóknir. Hann er einn helsti sjóður sem fornleifafræðingar sækja til þess að stunda rannsóknir. Sjóðurinn leikur algjört lykilhlutverk til þess að koma nýjum rannsóknum af stað og tryggja að þekking og reynsla hverfi ekki úr faginu. Fornminjasjóður er nú aðeins um 45 milljónir. Og hefur reyndar aðeins verið um 40 milljónir á ári frá stofnun hans árið 2013. Hann hefur því rýrnað að raunvirði allt frá stofnun sjóðsins. Undanfarin ár hefur Fornminjasjóður fengið aukafjárveitingu á seinustu metrum þingsins enda má greina mikinn vilja Alþingis til að fólk geti helgað sér starfi við að rannsaka og vernda menningararf Íslendinga. Það er aðeins gert með því að fólk hafi tækifæri til þess að gera það allt árið og án þess að búa við fjárhagslega óvissu. Öflugar grunnrannsóknir eru sömuleiðis forsenda þess að hægt sé að miðla þekkingu til fólks gegnum söfn eða aðrar leiðir. Mörg söfn og ferðamannastaðir eiga því mikið undir að hér séu stundaðar grunnrannsóknir á íslenskum fornminjum. Staðir eins og Þjóðminjasafnið, Þingvellir og Landnámssýningin í Aðalstræti verða ekki til upp úr engu. Ef ekki hefði verið fyrir rannsóknir fornleifafræðinga á Þingvöllum þá hefði hann ekki þann sess sem hann hefði í dag. Hvar væri líka Þjóðminjasafnið án rannsókna á íslenskum fornleifum? Til þess að íslensk fornleifafræði geti haldið áfram að dafna, íslenskri ferðaþjónustu og menningu Íslands til góðs, er því nauðsynlegt að stækka og efla Fornminjasjóð. Augljóst er að 45 milljónir duga engan veginn til þess að stunda rannsóknir á íslenskum minjum, sem krefjast sérþjálfaðs starfsfólks og dýrs tækjakosts. Undanfarin ár hefur verið sótt um 230-290 milljónir árlega í sjóðinn. Því er ljóst að sjóðurinn ætti að lágmarki að vera um helmingur þeirrar upphæðar í ljósi hins háa synjunarhlutfalls styrkhæfra umsókna. Ef ekkert verður að gert munu færri starfa við fornleifafræði á Íslandi á næstu árum. Án fornleifafræðinga og sérfræðiþekkingar þeirra er íslensk minjavernd illa stödd. Höfundur er sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er ógrynni af fornminjum, allt frá 20. aldar sundlaugum til eyðibýla frá víkingaöld. Þótt íslenskar fornminjar láti e.t.v. lítið fyrir sér fara í fyrstu – engar hallir eða kastalar – þá er hér að finna mjög vel varðveittar fornleifar og líta má til eyðibyggða, aldagamalla samgöngukerfa og þingminja (t.d. Þingvellir). Þetta eru minjar sem margar aðrar Evrópuþjóðir hafa eyðilagt vegna landbúnaðar, íbúðabyggða og margvíslegs iðnaðar. Íslenskar minjar eru því oft betur varðveittar miðað við önnur lönd, þótt það virki hugsanlega ótrúlegt við fyrstu sýn fyrir marga. Síðastliðin 30 ár hefur mikil gróska verið í íslenskri fornleifafræði, hvort sem það er í rannsóknum á miðalda klaustrum á Íslandi eða minjum um sjósókn Íslendinga. Nýjar rannsóknir hafa til að mynda aukið skilning okkar á landnámi Íslands og hve flókið og spennandi landnám nýs lands er. Undanfarið hafa forn-DNA rannsóknir fengið mikla athygli, bæði rannsóknir á erfðamengi landnemanna sjálfra en líka þeirra dýra sem þeir komu með sér og veiddu. Ísland var numið tiltölulega seint miðað við önnur lönd og því er íslenskur efniviður góður til þess að varpa frekara ljósi á hvernig manneskjan nemur ný svæði. En líka hvernig eyjasamfélög og landbúnaður þróast og taka breytingum frá miðöldum til 20. aldar. Íslenskar minjar skipta því líka máli fyrir heimsbyggðina og það hefur endurspeglast í virku og öflugu samstarfi íslenskra fornleifafræðinga við erlenda fræðimenn. Eitt helsta vandamál sem staðið hefur fyrir fornleifafræði er að tryggja störf allt árið og nýliðun í stéttinni. Vísindastarf er flókið og er þjálfun talin í árum en ekki mánuðum. Utan stjórnsýslu starfa færri en 20 manns í rannsóknum á íslenskum fornleifum allt árið í kring og þeim fer fækkandi. Mikil þekking á íslenskri menningu er því að tapast. Ekki út af slæmri varðveislu minja, heldur vegna þess að það fækkar í þeim hópi sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til þess að rannsaka þessar minjar og koma þeim til skila til fræðaheimsins, almennings og heimafólks. Á Íslandi er Fornminjasjóður sem er lögbundinn samkeppnissjóður sem styður fornleifarannsóknir. Hann er einn helsti sjóður sem fornleifafræðingar sækja til þess að stunda rannsóknir. Sjóðurinn leikur algjört lykilhlutverk til þess að koma nýjum rannsóknum af stað og tryggja að þekking og reynsla hverfi ekki úr faginu. Fornminjasjóður er nú aðeins um 45 milljónir. Og hefur reyndar aðeins verið um 40 milljónir á ári frá stofnun hans árið 2013. Hann hefur því rýrnað að raunvirði allt frá stofnun sjóðsins. Undanfarin ár hefur Fornminjasjóður fengið aukafjárveitingu á seinustu metrum þingsins enda má greina mikinn vilja Alþingis til að fólk geti helgað sér starfi við að rannsaka og vernda menningararf Íslendinga. Það er aðeins gert með því að fólk hafi tækifæri til þess að gera það allt árið og án þess að búa við fjárhagslega óvissu. Öflugar grunnrannsóknir eru sömuleiðis forsenda þess að hægt sé að miðla þekkingu til fólks gegnum söfn eða aðrar leiðir. Mörg söfn og ferðamannastaðir eiga því mikið undir að hér séu stundaðar grunnrannsóknir á íslenskum fornminjum. Staðir eins og Þjóðminjasafnið, Þingvellir og Landnámssýningin í Aðalstræti verða ekki til upp úr engu. Ef ekki hefði verið fyrir rannsóknir fornleifafræðinga á Þingvöllum þá hefði hann ekki þann sess sem hann hefði í dag. Hvar væri líka Þjóðminjasafnið án rannsókna á íslenskum fornleifum? Til þess að íslensk fornleifafræði geti haldið áfram að dafna, íslenskri ferðaþjónustu og menningu Íslands til góðs, er því nauðsynlegt að stækka og efla Fornminjasjóð. Augljóst er að 45 milljónir duga engan veginn til þess að stunda rannsóknir á íslenskum minjum, sem krefjast sérþjálfaðs starfsfólks og dýrs tækjakosts. Undanfarin ár hefur verið sótt um 230-290 milljónir árlega í sjóðinn. Því er ljóst að sjóðurinn ætti að lágmarki að vera um helmingur þeirrar upphæðar í ljósi hins háa synjunarhlutfalls styrkhæfra umsókna. Ef ekkert verður að gert munu færri starfa við fornleifafræði á Íslandi á næstu árum. Án fornleifafræðinga og sérfræðiþekkingar þeirra er íslensk minjavernd illa stödd. Höfundur er sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun