Innlent

Eldur í Sorpu á Granda

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Eldur logar í gám á Sorpu.
Eldur logar í gám á Sorpu. Vísir/Tómas

Eldur logar í gám í endurvinnslustöð Sorpu úti á Granda.

Þetta staðfestir Gústav Alex varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Eldurinn kviknaði í pressugám á endurvinnslustöð Sorp við Ánanaust úti á Granda. Gústaf segir að um minniháttar eld sé að ræða og enginn talinn slasaður.

Þar sem að eldurinn kviknaði inni í gám er talið að það muni taka einhvern tíma að slökkva hann.

Slökkviliðið er á vettvangi.

Veistu meira? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×