„Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 09:02 Hákon Arnórsson verður fyrsti Íslendingurinn til þess að berjast í aðalbardaga á MMA bardagakvöldi í fyrsta sinn hér á Íslandi í Andrews Theater á Ásbrú í kvöld. Hákon ætlar sér langt í íþróttinni. Vísir/Samsett Framundan er sögulegt MMA bardagakvöld í Andrews Theather á Ásbrú í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins stígur hinn 21 árs gamli Hákon Arnórsson, bardagakappi úr Reykjavík MMA, inn í búrið og berst við hinn norska Eric Nordin, í fyrsta sinn á Íslandi. Hákon er úr Mosfellsbæ og hefur verið að gera það gott á stórum bardagakvöldum á Englandi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bardaga sína með rothöggi. Hákon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima. „Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrúlega vel með þetta,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild. „Ég held að þetta verði sturlað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsahúð við að hugsa um þetta.“ Öðruvísi aðstæður Íslenskir bardagakappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir landsteinana til þess að keppa á bardagakvöldum en ekki í þetta skipti. Hákon er búinn að gera ráðstafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undirbúningnum fyrir bardaga kvöldsins. „Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bardagakvöld og peppa sig upp í þetta á einhverju hótelherbergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í aðdraganda bardaga. Ég er búinn að reka alla fjölskylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægilegra að undirbúa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnisdegi og gert það sem að ég geri vanalega.“ Nýtir stressið Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Hákoni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bardaga. „Ég er alltaf ótrúlega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bardaga með tveggja mánaða fyrirvara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott. Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bardaga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bardaga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrkleika.“ Fjölskyldan ekki á sama máli Mosfellingurinn prófaði grunnnámskeið í blönduðum bardagalistum hjá Reykjavík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni. „Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fótbolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjölskyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og rólega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bardaga þá fíla þau þetta.“ Hákon stefnir á að framlengja sigurgöngu sína í kvöld með því að klára bardagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um framhaldið.„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“ MMA Mest lesið Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Sport Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Fótbolti Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Fótbolti Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Sjá meira
Hákon er úr Mosfellsbæ og hefur verið að gera það gott á stórum bardagakvöldum á Englandi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bardaga sína með rothöggi. Hákon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima. „Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrúlega vel með þetta,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild. „Ég held að þetta verði sturlað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsahúð við að hugsa um þetta.“ Öðruvísi aðstæður Íslenskir bardagakappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir landsteinana til þess að keppa á bardagakvöldum en ekki í þetta skipti. Hákon er búinn að gera ráðstafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undirbúningnum fyrir bardaga kvöldsins. „Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bardagakvöld og peppa sig upp í þetta á einhverju hótelherbergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í aðdraganda bardaga. Ég er búinn að reka alla fjölskylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægilegra að undirbúa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnisdegi og gert það sem að ég geri vanalega.“ Nýtir stressið Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Hákoni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bardaga. „Ég er alltaf ótrúlega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bardaga með tveggja mánaða fyrirvara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott. Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bardaga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bardaga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrkleika.“ Fjölskyldan ekki á sama máli Mosfellingurinn prófaði grunnnámskeið í blönduðum bardagalistum hjá Reykjavík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni. „Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fótbolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjölskyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og rólega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bardaga þá fíla þau þetta.“ Hákon stefnir á að framlengja sigurgöngu sína í kvöld með því að klára bardagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um framhaldið.„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“
MMA Mest lesið Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Sport Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Fótbolti Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Fótbolti Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Sjá meira