Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 11:01 Islam Makhachev fagnar sigrinum í Madison Square Garden með beltin sín tvö. Getty/Cooper Neill Islam Makhachev fagnaði sigri á UFC 322-bardagakvöldinu í New York um helgina og fólk í bardagaheiminum kepptist við að lofsyngja nýja heimsmeistarann í eltivigtinni. Einn var þó á allt öðru máli. Draumur Makhachev um að verða tvöfaldur meistari rættist á laugardagskvöldið þegar hann yfirbugaði Jack Della Maddalena í fimm lotum og tryggði sér veltivigtartitilinn í Madison Square Garden í New York. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 50-45 fyrir Makhachev. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Makhachev (28 sigrar og 1 tap á ferlinum) jafnaði um leið UFC-met Anderson Silva með sínum sextánda sigri í röð og bætti við ótrúlega sigurgöngu sem hefur staðið yfir í áratug. „Þetta er draumurinn,“ sagði Makhachev. „Allt mitt líf hef ég barist fyrir þessu. Ég hef lagt hart að mér fyrir þessa stund,“ sagði Makhachev. Makhachev varð aðeins ellefti bardagakappinn í sögu UFC til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum. Í sínum gamalkunna stíl lét Makhachev þetta líta út fyrir að vera auðvelt en hann hitti 140 höggum gegn aðeins 30 frá Della Maddalena. Samt virtist frammistaðan ekki heilla UFC-léttvigtarmeistarann Ilia Topuria, sem afsalaði sér fjaðurvigtartitli sínum fyrr á þessu ári til að reyna að fá ofurbardaga við Makhachev sem ekki varð að veruleika. Topuria fór inn á samfélagsmiðla til þess að tjá óánægju sína og mögulega kynda undir framtíðarbardaga þeirra tveggja. Færslu hans má sjá hér fyrirneðan. Jack needs an entire camp dedicated just to wrestling. What a disappointment of a champion. You should go to Georgia to learn something.Islam, you need something you can’t train: emotion. You’re the most boring thing in this game. Every day I’m more certain I put you to sleep.— Ilia Topuria (@Topuriailia) November 16, 2025 „Jack þarf að skipuleggja heilar æfingabúðir sem eru eingöngu tileinkaðar glímu. Þvílíkur vonbrigðameistari. Þú ættir að fara til Georgíu til að læra eitthvað. Islam, þig vantar eitthvað sem þú getur ekki æft: tilfinningar. Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt. Með hverjum deginum verð ég vissari um að ég svæfi þig,“ skrifaði Ilia Topuria. Makhachev gegn Topuria er enn einn stærsti mögulegi bardagi sem völ er á í íþróttinni í dag. Þessi færsla gerir ekkert nema gott fyrir slíka framtíðarsýn. MMA Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira
Draumur Makhachev um að verða tvöfaldur meistari rættist á laugardagskvöldið þegar hann yfirbugaði Jack Della Maddalena í fimm lotum og tryggði sér veltivigtartitilinn í Madison Square Garden í New York. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 50-45 fyrir Makhachev. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Makhachev (28 sigrar og 1 tap á ferlinum) jafnaði um leið UFC-met Anderson Silva með sínum sextánda sigri í röð og bætti við ótrúlega sigurgöngu sem hefur staðið yfir í áratug. „Þetta er draumurinn,“ sagði Makhachev. „Allt mitt líf hef ég barist fyrir þessu. Ég hef lagt hart að mér fyrir þessa stund,“ sagði Makhachev. Makhachev varð aðeins ellefti bardagakappinn í sögu UFC til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum. Í sínum gamalkunna stíl lét Makhachev þetta líta út fyrir að vera auðvelt en hann hitti 140 höggum gegn aðeins 30 frá Della Maddalena. Samt virtist frammistaðan ekki heilla UFC-léttvigtarmeistarann Ilia Topuria, sem afsalaði sér fjaðurvigtartitli sínum fyrr á þessu ári til að reyna að fá ofurbardaga við Makhachev sem ekki varð að veruleika. Topuria fór inn á samfélagsmiðla til þess að tjá óánægju sína og mögulega kynda undir framtíðarbardaga þeirra tveggja. Færslu hans má sjá hér fyrirneðan. Jack needs an entire camp dedicated just to wrestling. What a disappointment of a champion. You should go to Georgia to learn something.Islam, you need something you can’t train: emotion. You’re the most boring thing in this game. Every day I’m more certain I put you to sleep.— Ilia Topuria (@Topuriailia) November 16, 2025 „Jack þarf að skipuleggja heilar æfingabúðir sem eru eingöngu tileinkaðar glímu. Þvílíkur vonbrigðameistari. Þú ættir að fara til Georgíu til að læra eitthvað. Islam, þig vantar eitthvað sem þú getur ekki æft: tilfinningar. Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt. Með hverjum deginum verð ég vissari um að ég svæfi þig,“ skrifaði Ilia Topuria. Makhachev gegn Topuria er enn einn stærsti mögulegi bardagi sem völ er á í íþróttinni í dag. Þessi færsla gerir ekkert nema gott fyrir slíka framtíðarsýn.
MMA Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira