Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2025 07:22 Maliya Abdul Hamid Hassan Ali heldur á mynd af bróður sínum sem tekin var í brúðkaupi hans. Bróðir hennar var drepinn í árásinni í Haditha árið 2005. Getty/Akram Saleh Gögn sem BBC hefur undir höndum virðast benda til þess að tveir bandarískir hermenn hafi játað að vera sekir um morð á almennum borgurum í Írak, án þess að hafa verið látnir svara til saka fyrir það. Morðin voru framin í Haditha árið 2005, þar sem bandarískir hermenn drápu 24 almenna borgara, þeirra á meðal fjórar konur og sex börn. Morðin voru framin á þremur heimilum auk þess sem skotið var á ökumann bifreiðar og fjóra farþega, sem allir voru námsmenn. „Þetta er herbergið þar sem öll fjölskyldan mín var drepin,“ segir Safa Younes, 33 ára, en hún var sú eina sem kom lífs af þegar hermenn réðust inn á heimili hennar. Faðir hennar var skotinn til bana þegar hann opnaði útidyrnar og móðir hennar, fimm systkini og frænka voru myrt í svefnherberginu. Safa komst lífs af með því að liggja kyrr innan um líkamsleifar fjölskyldumeðlima sinna og þykjast vera látin. Fjórir voru ákærðir í tengslum við morðin en þrjú málanna látin niður falla. Réttað var yfir liðsforingjanum Fran Wuterich árið 2012 en hann bar við minnisleysi, gerði sátt við ákæruvaldið og játaði á sig eitt brot sem fólst í því að hann hefði vanrækt skyldur sínar. BBC hefur nú myndskeið undir höndum þar sem einn liðsmanna Wuterich, Humberto Mendoza, játar að hafa skotið föður Safa og viðurkennir að hafa farið inn í svefnherbergið þar sem börnin voru. Þá leiddi rannsókn BBC í ljós að annar hermaður Stephen Tatum, hefði játað að hafa skotið á fólk í herberginu, vitandi að þar voru konur og börn. Hann hefði meðal annars skotið barn í hvítum stuttermabol. Réttarmeinafræðingurinn Michael Maloney, sem ferðaðist til Haditha árið 2006 í tengslum við rannsókn málsins, segir vitnisburð Mendoza og Tatum benda til þess að það hafi verið þeir sem myrtu fjölskyldu Safa. BBC leitaði til mannanna tveggja en Mendoza svaraði ekki og Tatum sagðist vilja skilja Haditha eftir í fortíðinni. Þrátt fyrir að Mendoza hefði játað að hafa drepið föður Safa og Tatum játað að hafa skotið á fólk á heimilinu, var hvorugur ákærður. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið. Bandaríkin Írak Hernaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Morðin voru framin í Haditha árið 2005, þar sem bandarískir hermenn drápu 24 almenna borgara, þeirra á meðal fjórar konur og sex börn. Morðin voru framin á þremur heimilum auk þess sem skotið var á ökumann bifreiðar og fjóra farþega, sem allir voru námsmenn. „Þetta er herbergið þar sem öll fjölskyldan mín var drepin,“ segir Safa Younes, 33 ára, en hún var sú eina sem kom lífs af þegar hermenn réðust inn á heimili hennar. Faðir hennar var skotinn til bana þegar hann opnaði útidyrnar og móðir hennar, fimm systkini og frænka voru myrt í svefnherberginu. Safa komst lífs af með því að liggja kyrr innan um líkamsleifar fjölskyldumeðlima sinna og þykjast vera látin. Fjórir voru ákærðir í tengslum við morðin en þrjú málanna látin niður falla. Réttað var yfir liðsforingjanum Fran Wuterich árið 2012 en hann bar við minnisleysi, gerði sátt við ákæruvaldið og játaði á sig eitt brot sem fólst í því að hann hefði vanrækt skyldur sínar. BBC hefur nú myndskeið undir höndum þar sem einn liðsmanna Wuterich, Humberto Mendoza, játar að hafa skotið föður Safa og viðurkennir að hafa farið inn í svefnherbergið þar sem börnin voru. Þá leiddi rannsókn BBC í ljós að annar hermaður Stephen Tatum, hefði játað að hafa skotið á fólk í herberginu, vitandi að þar voru konur og börn. Hann hefði meðal annars skotið barn í hvítum stuttermabol. Réttarmeinafræðingurinn Michael Maloney, sem ferðaðist til Haditha árið 2006 í tengslum við rannsókn málsins, segir vitnisburð Mendoza og Tatum benda til þess að það hafi verið þeir sem myrtu fjölskyldu Safa. BBC leitaði til mannanna tveggja en Mendoza svaraði ekki og Tatum sagðist vilja skilja Haditha eftir í fortíðinni. Þrátt fyrir að Mendoza hefði játað að hafa drepið föður Safa og Tatum játað að hafa skotið á fólk á heimilinu, var hvorugur ákærður. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið.
Bandaríkin Írak Hernaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“