Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:01 Staðhæfingarnar „við þurfum að hugsa um okkur áður en við getum hjálpað annars staðar“ og „það er líka fátækt fólk á Íslandi og það gengur fyrir“ heyrast því miður oft og virðast fá hljómgrunn víða hér á landi. Staðhæfingar sem þessar endurspegla það viðhorf að heimurinn sé ekki ein heild og að velferð okkar hér á Íslandi sé óháð því sem gerist annars staðar í heiminum. Slíkt er hættuleg sjálfsblekking. Heimurinn er of samtengdur til að við getum leyft okkur að stinga hausnum í sandinn og lokað augunum fyrir stöðunni annars staðar í heiminum. Þróunarsamvinna er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr Í heimi þar sem stríð, óstöðugleiki og loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf milljóna er mikilvægi þróunarsamvinnu gríðarlegt. Þrátt fyrir að þörfin sé brýn og jafnvel brýnni en nokkru sinni fyrr hafa mörg ríki dregið úr framlögum sínum með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk í neyð. Kreppur og átök annars staðar í heiminum hafa jafnframt bein áhrif á íslenskan veruleika; matvælaverð hækkar, fólki á flótta fjölgar og óstöðugleiki eykst. Með því að efla samfélög til að nýta eigin krafta og þekkingu, í gegnum menntun, jafnrétti og sjálfbærar lausnir, styrkjum við grunn friðar og stöðugleika sem nær langt út fyrir landamæri þeirra samfélaga. Þróunarsamvinna er þannig fjárfesting í öruggari og réttlátari heimi, ekki ölmusa, heldur samábyrgð á framtíð sem við deilum öll. Við eigum því ekki að spyrja hvort við getum hjálpað, heldur hvort við getum leyft okkur að gera það ekki. Íslendingar bera ábyrgð Ísland hefur á undanförnum árum byggt upp orðspor sem áreiðanlegur og ábyrgur samstarfsaðili í þróunarsamvinnu. Það orðspor ber að verja. Þróunarsamvinna er ekki aðeins hluti af utanríkisstefnu landsins, hún endurspeglar einnig hver við erum sem þjóð og hvaða gildum við stöndum fyrir. Því má fagna að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum – slíkt endurspeglar ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum. Ef við viljum samfélag sem byggir á jafnrétti, virðingu og mannlegri reisn, verðum við að standa með þeim gildum, ekki aðeins heima fyrir, heldur líka utan landsteinanna. Að styðja aðra er ekki í mótsögn við að hugsa um okkur sjálf, þvert á móti. Með því að taka þátt í lausnum á hnattrænum áskorunum styrkjum við grunninn að betri og öruggari framtíð fyrir öll. Við búum ekki öll við sömu tækifæri, en við berum sameiginlega ábyrgð á að skapa heim þar sem öll fá að blómstra. Við gætum allt eins verið fædd þar sem hungrið sverfur að, stríð geysar eða framtíðin er óviss. Að finna til með öðrum og sýna samkennd, óháð uppruna eða staðsetningu, er því ekki aðeins siðferðileg skylda okkar heldur forsenda þess að byggja réttlátara og friðsamara samfélag. Hvort sem það er hér á Íslandi þar sem við njótum öryggis og mannsæmandi lífskjara eða úti í hinum stóra heimi þar sem börn vakna við sprengingar í fjarska og baráttan fyrir því að lifa af er daglegt brauð – þá verður samkenndin að vera hluti af veruleika allra. Höfundur er formaður stjórnar AMSIS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Staðhæfingarnar „við þurfum að hugsa um okkur áður en við getum hjálpað annars staðar“ og „það er líka fátækt fólk á Íslandi og það gengur fyrir“ heyrast því miður oft og virðast fá hljómgrunn víða hér á landi. Staðhæfingar sem þessar endurspegla það viðhorf að heimurinn sé ekki ein heild og að velferð okkar hér á Íslandi sé óháð því sem gerist annars staðar í heiminum. Slíkt er hættuleg sjálfsblekking. Heimurinn er of samtengdur til að við getum leyft okkur að stinga hausnum í sandinn og lokað augunum fyrir stöðunni annars staðar í heiminum. Þróunarsamvinna er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr Í heimi þar sem stríð, óstöðugleiki og loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf milljóna er mikilvægi þróunarsamvinnu gríðarlegt. Þrátt fyrir að þörfin sé brýn og jafnvel brýnni en nokkru sinni fyrr hafa mörg ríki dregið úr framlögum sínum með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk í neyð. Kreppur og átök annars staðar í heiminum hafa jafnframt bein áhrif á íslenskan veruleika; matvælaverð hækkar, fólki á flótta fjölgar og óstöðugleiki eykst. Með því að efla samfélög til að nýta eigin krafta og þekkingu, í gegnum menntun, jafnrétti og sjálfbærar lausnir, styrkjum við grunn friðar og stöðugleika sem nær langt út fyrir landamæri þeirra samfélaga. Þróunarsamvinna er þannig fjárfesting í öruggari og réttlátari heimi, ekki ölmusa, heldur samábyrgð á framtíð sem við deilum öll. Við eigum því ekki að spyrja hvort við getum hjálpað, heldur hvort við getum leyft okkur að gera það ekki. Íslendingar bera ábyrgð Ísland hefur á undanförnum árum byggt upp orðspor sem áreiðanlegur og ábyrgur samstarfsaðili í þróunarsamvinnu. Það orðspor ber að verja. Þróunarsamvinna er ekki aðeins hluti af utanríkisstefnu landsins, hún endurspeglar einnig hver við erum sem þjóð og hvaða gildum við stöndum fyrir. Því má fagna að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum – slíkt endurspeglar ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum. Ef við viljum samfélag sem byggir á jafnrétti, virðingu og mannlegri reisn, verðum við að standa með þeim gildum, ekki aðeins heima fyrir, heldur líka utan landsteinanna. Að styðja aðra er ekki í mótsögn við að hugsa um okkur sjálf, þvert á móti. Með því að taka þátt í lausnum á hnattrænum áskorunum styrkjum við grunninn að betri og öruggari framtíð fyrir öll. Við búum ekki öll við sömu tækifæri, en við berum sameiginlega ábyrgð á að skapa heim þar sem öll fá að blómstra. Við gætum allt eins verið fædd þar sem hungrið sverfur að, stríð geysar eða framtíðin er óviss. Að finna til með öðrum og sýna samkennd, óháð uppruna eða staðsetningu, er því ekki aðeins siðferðileg skylda okkar heldur forsenda þess að byggja réttlátara og friðsamara samfélag. Hvort sem það er hér á Íslandi þar sem við njótum öryggis og mannsæmandi lífskjara eða úti í hinum stóra heimi þar sem börn vakna við sprengingar í fjarska og baráttan fyrir því að lifa af er daglegt brauð – þá verður samkenndin að vera hluti af veruleika allra. Höfundur er formaður stjórnar AMSIS á Íslandi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar