Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2025 21:01 Árni segir þetta skýrt brot á áfengislöggjöfinni. Vísir/Arnar Lögreglan er með til skoðunar mál þar sem íþróttafélag seldi áfengi beint til stuðningsmanna. Dæmi eru um að fleiri félög hafi gert það sama og jafnvel sent áfengið heim að dyrum. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust á dögunum ábending um að Íþróttabandalag Vestmannaeyja væri að selja kassa af bjór beint til stuðningsmanna og auglýsti á samfélagsmiðlum að hægt væri að fá tuttugu og fjórar dósir af bjór á tíu þúsund krónur. Samtökin höfðu í framhaldinu samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna málsins. „Þetta er brot á áfengisauglýsingum. Þetta er brot á lögum um áfengissölu og þetta er algjörlega ósiðlegt og óboðlegt,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Lögreglan er nú með málið til skoðunar en forsvarsmenn ÍBV tóku bjórinn strax úr sölu þegar lögreglan hafði samband. „Handknattleiksdeildin ákvað að fara þessa leið til fjáröflunar, að láta framleiða bjór til að selja, og er svo sem að fara að fordæmi annarra félaga sem hafa gert slíkt hið sama. Sú fjáröflun hjá þeim liðum hefur bara gengið ósköp vel þannig við töldum okkur ekki vera að gera neitt rangt varðandi það,“ segir Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. Ekki einsdæmi Þannig hafa fleiri félög selt áfengi merkt þeim og dæmi um að þau hafi keyrt það heim til stuðningsmanna. Í byrjun sumars greindi fréttastofa frá því að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu væru sum hver að selja áfengi á leikjum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. „Það eru engar hömlur orðnar í neinu og það er auðvitað það erfiða sem erfitt í þessu að lögregluyfirvöld skuli ekki hafa brugðist miklu fastar við. Mér finnst íþróttahreyfingin í raun og veru vera að bregðast sínum markmiðum. Sínum siðferðilegu gildum. Sínu mikilvæga uppeldishlutverki og mér finnst í raun og verunni þau verða að setjast niður öll hreyfingin og velta fyrir sér fyrir hvað við stöndum. Íþróttahreyfingin getur aldrei verið í því hlutverki að standa fyrir áfengissölu og auglýsa áfengi,“ segir Árni. „Ég held að það sé bara gott að opna á samtal og fá alla að borðinu og ræða þessi mál. Auðvitað eru íþróttafélögin í framlínunni þegar kemur að forvörnum og eiga að sjálfsögðu að vera það. Íþróttastarf kostar peninga og það þarf að leita leiða til að afla fjár og þetta var ein leið og hefur gengið vel hjá öðrum félögum en ég held að punkturinn sé að opna á samtalið en ég held að það sé öllum til góðs.“ Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Vestmannaeyjar ÍBV Tengdar fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust á dögunum ábending um að Íþróttabandalag Vestmannaeyja væri að selja kassa af bjór beint til stuðningsmanna og auglýsti á samfélagsmiðlum að hægt væri að fá tuttugu og fjórar dósir af bjór á tíu þúsund krónur. Samtökin höfðu í framhaldinu samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna málsins. „Þetta er brot á áfengisauglýsingum. Þetta er brot á lögum um áfengissölu og þetta er algjörlega ósiðlegt og óboðlegt,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Lögreglan er nú með málið til skoðunar en forsvarsmenn ÍBV tóku bjórinn strax úr sölu þegar lögreglan hafði samband. „Handknattleiksdeildin ákvað að fara þessa leið til fjáröflunar, að láta framleiða bjór til að selja, og er svo sem að fara að fordæmi annarra félaga sem hafa gert slíkt hið sama. Sú fjáröflun hjá þeim liðum hefur bara gengið ósköp vel þannig við töldum okkur ekki vera að gera neitt rangt varðandi það,“ segir Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. Ekki einsdæmi Þannig hafa fleiri félög selt áfengi merkt þeim og dæmi um að þau hafi keyrt það heim til stuðningsmanna. Í byrjun sumars greindi fréttastofa frá því að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu væru sum hver að selja áfengi á leikjum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. „Það eru engar hömlur orðnar í neinu og það er auðvitað það erfiða sem erfitt í þessu að lögregluyfirvöld skuli ekki hafa brugðist miklu fastar við. Mér finnst íþróttahreyfingin í raun og veru vera að bregðast sínum markmiðum. Sínum siðferðilegu gildum. Sínu mikilvæga uppeldishlutverki og mér finnst í raun og verunni þau verða að setjast niður öll hreyfingin og velta fyrir sér fyrir hvað við stöndum. Íþróttahreyfingin getur aldrei verið í því hlutverki að standa fyrir áfengissölu og auglýsa áfengi,“ segir Árni. „Ég held að það sé bara gott að opna á samtal og fá alla að borðinu og ræða þessi mál. Auðvitað eru íþróttafélögin í framlínunni þegar kemur að forvörnum og eiga að sjálfsögðu að vera það. Íþróttastarf kostar peninga og það þarf að leita leiða til að afla fjár og þetta var ein leið og hefur gengið vel hjá öðrum félögum en ég held að punkturinn sé að opna á samtalið en ég held að það sé öllum til góðs.“
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Vestmannaeyjar ÍBV Tengdar fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00