Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 12:03 Þótt ekki hafi farið mikið fyrir fréttum af ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka uppá síðkastið þá er fullt tilefni til að halda umræðunni áfram og velta því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sé það rétta. Staðan í dag er sú að stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri til Alþingis eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða í kosningum til þings eiga rétt á rekstrarframlagi úr ríkissjóði. Á þessu ári greiðir ríkissjóður um 622 milljónir króna til 8 stjórnmálaflokka. Samfylkingin fær mest eða um 130 milljónir króna enda með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkur fær 123 milljónir, Viðreisn 102 milljónir og Flokkur fólksins fær 90 milljónir á þessu ári. Miðflokkurinn fær 81 milljón króna, Framsóknarflokkurinn 56, Sósíalistaflokkurinn fær 22 milljónir og Píratar 17. Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er öllum sveitarfélögum landsins líka skylt að veita stjórnmálaflokkum sem fengið hafa einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða, árlegt rekstrarframlag. Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú eru í gildi gera ráð fyrir að fjárhæð framlaga til stjórnmálaflokka úr sveitarsjóðum skuli miða við að greiða 240 krónur á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Miðað við þessar reglur þá ætti framlag sveitarfélags með 20 þúsund íbúa að vera tæpar 5 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkanna og sveitarfélag með 100 þúsund íbúa myndu miðað við þessa viðmiðunarreglu greiða flokkunum 24 milljónir króna í framlag á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fær sambandið ekki upplýsingar frá sveitarfélögunum um það hvort þau nýta sér viðmiðunarreglurnar óbreyttar eða hvernig þau útfæra sínar reglur. Að sama skapi tekur Sambandið hvorki saman né safnar upplýsingum um framlög sveitarfélaganna til stjórnmálaflokka, svo ekki eru til neinar upplýsingar um þau framlög hjá Sambandinu. Slík samantekt gæti verið mjög áhugaverð og upplýsandi fyrir almenning, ekki síst í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þegar ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka voru sett var markmið þeirra ekki síst að auka traust á flokkunum og hömlur settar á almenn fjárframlög til þeirra. Nú sitja flokkarnir í öruggum faðmi hins opinbera og þurfa minna að leita til einstaklinga og atvinnulífsins, sem dregur úr tengslum stjórnmálanna við fólk og fyrirtæki. Í öllu falli held ég að það sé fullt tilefni fyrir okkur kjósendur til að spyrja stjórnmálamenn og okkur sjálf hvort þetta sé það fyrirkomulag sem við viljum hafa til frambúðar á fjármögnun stjórnmálaflokka eða er hér tækifæri til að spara í okkar sameiginlegu sjóðum og gera hlutina öðruvísi? Fjölda sveitarstjórnarmanna í hverju sveitarfélagi ætti einnig að skoða með gagnrýnum hætti. Fleiri fulltrúar þýðir ekki endilega betri stjórn. Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar fjölgaði sem dæmi fyrir fáum árum í einni svipan úr 15 í 23 eða um meira en 50%. Sú breyting ein og sér hefur mér vitanlega ekki skilað betri árangri við stjórn borgarinnar. Höfundur er flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt ekki hafi farið mikið fyrir fréttum af ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka uppá síðkastið þá er fullt tilefni til að halda umræðunni áfram og velta því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sé það rétta. Staðan í dag er sú að stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri til Alþingis eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða í kosningum til þings eiga rétt á rekstrarframlagi úr ríkissjóði. Á þessu ári greiðir ríkissjóður um 622 milljónir króna til 8 stjórnmálaflokka. Samfylkingin fær mest eða um 130 milljónir króna enda með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkur fær 123 milljónir, Viðreisn 102 milljónir og Flokkur fólksins fær 90 milljónir á þessu ári. Miðflokkurinn fær 81 milljón króna, Framsóknarflokkurinn 56, Sósíalistaflokkurinn fær 22 milljónir og Píratar 17. Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er öllum sveitarfélögum landsins líka skylt að veita stjórnmálaflokkum sem fengið hafa einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða, árlegt rekstrarframlag. Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú eru í gildi gera ráð fyrir að fjárhæð framlaga til stjórnmálaflokka úr sveitarsjóðum skuli miða við að greiða 240 krónur á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Miðað við þessar reglur þá ætti framlag sveitarfélags með 20 þúsund íbúa að vera tæpar 5 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkanna og sveitarfélag með 100 þúsund íbúa myndu miðað við þessa viðmiðunarreglu greiða flokkunum 24 milljónir króna í framlag á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fær sambandið ekki upplýsingar frá sveitarfélögunum um það hvort þau nýta sér viðmiðunarreglurnar óbreyttar eða hvernig þau útfæra sínar reglur. Að sama skapi tekur Sambandið hvorki saman né safnar upplýsingum um framlög sveitarfélaganna til stjórnmálaflokka, svo ekki eru til neinar upplýsingar um þau framlög hjá Sambandinu. Slík samantekt gæti verið mjög áhugaverð og upplýsandi fyrir almenning, ekki síst í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þegar ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka voru sett var markmið þeirra ekki síst að auka traust á flokkunum og hömlur settar á almenn fjárframlög til þeirra. Nú sitja flokkarnir í öruggum faðmi hins opinbera og þurfa minna að leita til einstaklinga og atvinnulífsins, sem dregur úr tengslum stjórnmálanna við fólk og fyrirtæki. Í öllu falli held ég að það sé fullt tilefni fyrir okkur kjósendur til að spyrja stjórnmálamenn og okkur sjálf hvort þetta sé það fyrirkomulag sem við viljum hafa til frambúðar á fjármögnun stjórnmálaflokka eða er hér tækifæri til að spara í okkar sameiginlegu sjóðum og gera hlutina öðruvísi? Fjölda sveitarstjórnarmanna í hverju sveitarfélagi ætti einnig að skoða með gagnrýnum hætti. Fleiri fulltrúar þýðir ekki endilega betri stjórn. Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar fjölgaði sem dæmi fyrir fáum árum í einni svipan úr 15 í 23 eða um meira en 50%. Sú breyting ein og sér hefur mér vitanlega ekki skilað betri árangri við stjórn borgarinnar. Höfundur er flugstjóri.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun