Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 10:46 Nú er um ár síðan ég hnaut um pólitíkina, ef svo má að orði komast. En pólitík var eitthvað sem ég ætlaði aldrei að koma nálægt og ég held ég hafi tekið þá ákvörðun mjög ung. Ég man eftir að heyra fullorðna fólkið ræða pólitík sem var að mínu mati tilgangslaust þras, án þess að einhver niðursstaða fengist í málið. Þetta fannst mér ekki heillandi og ákvörðunin var tekin; Ég ætlaði aldrei að koma nálægt pólitík. En svo er það þetta með aldrei, það virðist nefninlega elta mann uppi. Ég valdi ekki pólitíkina, heldur valdi hún mig. Aðdragandinn að því er reyndar bráðskemmtilegur, en látum hann liggja á milli hluta að þessu sinni. Í stuttu máli þá kolféll ég fyrir stjórnmálaflokki. Ég kolféll fyrir fólkinu, orkunni, málefnunum, ástríðunni og gleðinni. Kolféll svona eins og þegar maður verður ástfanginn. Ástin mætti þegar ég síst átti von og alls ekki af mínum draumaprinsi, heldur stjórnmálaflokki. Já - ég veit! Undanfarið ár hef ég svo verið að að bæta upp fyrir 48 ára áhugaleysi um pólitík og öllu sem henni viðkemur. Ég hef mætt á ótal málþing, pallborð, horft á Alþingisrásina og komið sjálfri mér á óvart hversu gaman ég hef haft af þvi að mæta og læra. Auðvitað er sumt alveg drepleiðinlegt, en það er eins og með leiðinlega bók að stundum þarf ekki nema eina setningu sem að hittir i mark til að lesturinn borgi sig. En til að koma mér að aðalatriðinu þurfum við að spóla 10 ár aftur í tímann. Þá var ég með tiltölulega nýlegt matarblogg þegar einn daginn, alveg upp úr þurru, kom til mín spurningin; Hverjir geta gefið út bók? . Svarið kom ekki svo löngu síðar, svona eins og ljósaperu-móment. Allir geta gefið út bók. Maður býr til bók og gefur hana út - punktur. Þremur matreiðslubókum og allskonar vexti, breytingum og þroska síðar - er ný spurning mætt; Hvaða einkennir góðan stjórmálamann? Er til dæmis nóg að vera góð manneskja og vilja vel? Ég held að það við höfum öll gott af því að velta því fyrir okkur hvaða eiginleika við viljum að einkenni fólkið sem er við stjórnvölinn, en jafn mikilvægt held ég að fólkið sem er við stjórnvölinn geri slíkt hið sama. Ég veit ekkert hvert þessi spurning leiðir mig en pælingarnar eru hafnar. Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú er um ár síðan ég hnaut um pólitíkina, ef svo má að orði komast. En pólitík var eitthvað sem ég ætlaði aldrei að koma nálægt og ég held ég hafi tekið þá ákvörðun mjög ung. Ég man eftir að heyra fullorðna fólkið ræða pólitík sem var að mínu mati tilgangslaust þras, án þess að einhver niðursstaða fengist í málið. Þetta fannst mér ekki heillandi og ákvörðunin var tekin; Ég ætlaði aldrei að koma nálægt pólitík. En svo er það þetta með aldrei, það virðist nefninlega elta mann uppi. Ég valdi ekki pólitíkina, heldur valdi hún mig. Aðdragandinn að því er reyndar bráðskemmtilegur, en látum hann liggja á milli hluta að þessu sinni. Í stuttu máli þá kolféll ég fyrir stjórnmálaflokki. Ég kolféll fyrir fólkinu, orkunni, málefnunum, ástríðunni og gleðinni. Kolféll svona eins og þegar maður verður ástfanginn. Ástin mætti þegar ég síst átti von og alls ekki af mínum draumaprinsi, heldur stjórnmálaflokki. Já - ég veit! Undanfarið ár hef ég svo verið að að bæta upp fyrir 48 ára áhugaleysi um pólitík og öllu sem henni viðkemur. Ég hef mætt á ótal málþing, pallborð, horft á Alþingisrásina og komið sjálfri mér á óvart hversu gaman ég hef haft af þvi að mæta og læra. Auðvitað er sumt alveg drepleiðinlegt, en það er eins og með leiðinlega bók að stundum þarf ekki nema eina setningu sem að hittir i mark til að lesturinn borgi sig. En til að koma mér að aðalatriðinu þurfum við að spóla 10 ár aftur í tímann. Þá var ég með tiltölulega nýlegt matarblogg þegar einn daginn, alveg upp úr þurru, kom til mín spurningin; Hverjir geta gefið út bók? . Svarið kom ekki svo löngu síðar, svona eins og ljósaperu-móment. Allir geta gefið út bók. Maður býr til bók og gefur hana út - punktur. Þremur matreiðslubókum og allskonar vexti, breytingum og þroska síðar - er ný spurning mætt; Hvaða einkennir góðan stjórmálamann? Er til dæmis nóg að vera góð manneskja og vilja vel? Ég held að það við höfum öll gott af því að velta því fyrir okkur hvaða eiginleika við viljum að einkenni fólkið sem er við stjórnvölinn, en jafn mikilvægt held ég að fólkið sem er við stjórnvölinn geri slíkt hið sama. Ég veit ekkert hvert þessi spurning leiðir mig en pælingarnar eru hafnar. Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar