Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 27. nóvember 2025 11:30 Á vísindavef Háskóla er samfélag skilgreint sem: „Hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór.“ Samfélög eru í eðli sínu dýnamísk fyrirbær, enda samanstanda þau af fólki, bæði kemur nýtt fólk í samfélög og annað fólk hverfur, einnig breytist fólk sjálft, sumir kalla það að þroskast, en það má vitaskuld deila um það. Miðað við flest önnur ríki er Ísland opið, frjálslynd og framsækið samfélag. Okkur hefur borið sú gæfa að fólk hefur flutt til okkar, stofnað hér fjölskyldur og sest að. Þetta er fólk sem hefur lagst á árarnar með okkur og tekið þátt í að þroska íslenskt samfélag. Við erum að tala um nýja Íslendinga sem hafa hér unnið í fiskvinnslum, á hjúkrunarheimilum, í hugverkaiðnaði, stofnað fyrirtæki og svo mætti lengi telja. Sumir hafa stoppað stutt og aðrir lengur, svona eins og gengur. En allt er þetta fólk sem hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að búa til þau verðmæti sem við búum við í dag. Staðreyndin er sú að við þurfum á því að halda að fólk vilji hingað koma, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að byggja landið með okkur. Við þurfum á þekkingu, hæfni og hugviti þeirra að halda, ekki aðeins til þess að styðja við hagvöxt og velsæld heldur vegna þess að þessir einstaklingar gera samfélagið okkar sterkara, víðsýnna og áhugaverðara. Það er sömuleiðis vart hægt að finna samfélagi betri meðmæli en að fólk vilji koma þangað og bæta sinn hag og byggja upp sitt líf. Það versta sem hvert ríki lendir í er að missa frá sér fólk. Skýrar reglur og sanngjarnt kerfi Viðreisn trúir á og stendur vörð um samfélag sem byggir á framsýni, frjálslyndi og skynsemi. Við viljum tryggja að þau sem setjist hér að gangi að sanngjörnu kerfi sem veitir þeim raunhæf tækifæri til að fóta sig, taka þátt og ná árangri. Um árabil hefur skort heildstæða, framsýna og stöðuga stefnu í útlendingamálum. Í raun hefur ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum. Sumir virðast halda að það sem mest skorti upp á sé meiri harka og meiri óbilgirni. Tala jafnvel á þeim nótum að flutningur fólks hingað til lands sé í eðli sínu neikvætt og slæmt. Svo undarlegt og jafnvel kjánalegt sem það kann að hljóma. Þetta snýst um að horfa á hlutina öðruvísi. Nálgun sem byggist á skýrum og sanngjörnum reglum. Aðflutningur fólks hefur knúið hagvöxt áfram um árabil og nú er verkefnið að tryggja að sú þróun skili sér í bættum lífskjörum og auknum hagvexti á hvern íbúa. Dómsmálaráðherra Viðreisnar er nú að taka mikilvæg, og sumpart erfið, en löngu tímabær skref til að tryggja að svo verði. Markviss vinna er í gangi í málefnum útlendinga og eru fimm frumvörp ráðherra í meðförum þingsins. Markmiðið með þessum breytingum er ekki að loka landinu, heldur að tryggja réttlátt og ábyrgt kerfi fyrir þau sem koma hingað í leit af betra lífi. Með nýrri og skýrri stefnu í útlendingamálum tryggjum við að íslenskt samfélag verði áfram það sem við elskum. Nefnilega opið, frjálslynt og framsækið. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Pétur Björgvin Sveinsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á vísindavef Háskóla er samfélag skilgreint sem: „Hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór.“ Samfélög eru í eðli sínu dýnamísk fyrirbær, enda samanstanda þau af fólki, bæði kemur nýtt fólk í samfélög og annað fólk hverfur, einnig breytist fólk sjálft, sumir kalla það að þroskast, en það má vitaskuld deila um það. Miðað við flest önnur ríki er Ísland opið, frjálslynd og framsækið samfélag. Okkur hefur borið sú gæfa að fólk hefur flutt til okkar, stofnað hér fjölskyldur og sest að. Þetta er fólk sem hefur lagst á árarnar með okkur og tekið þátt í að þroska íslenskt samfélag. Við erum að tala um nýja Íslendinga sem hafa hér unnið í fiskvinnslum, á hjúkrunarheimilum, í hugverkaiðnaði, stofnað fyrirtæki og svo mætti lengi telja. Sumir hafa stoppað stutt og aðrir lengur, svona eins og gengur. En allt er þetta fólk sem hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að búa til þau verðmæti sem við búum við í dag. Staðreyndin er sú að við þurfum á því að halda að fólk vilji hingað koma, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að byggja landið með okkur. Við þurfum á þekkingu, hæfni og hugviti þeirra að halda, ekki aðeins til þess að styðja við hagvöxt og velsæld heldur vegna þess að þessir einstaklingar gera samfélagið okkar sterkara, víðsýnna og áhugaverðara. Það er sömuleiðis vart hægt að finna samfélagi betri meðmæli en að fólk vilji koma þangað og bæta sinn hag og byggja upp sitt líf. Það versta sem hvert ríki lendir í er að missa frá sér fólk. Skýrar reglur og sanngjarnt kerfi Viðreisn trúir á og stendur vörð um samfélag sem byggir á framsýni, frjálslyndi og skynsemi. Við viljum tryggja að þau sem setjist hér að gangi að sanngjörnu kerfi sem veitir þeim raunhæf tækifæri til að fóta sig, taka þátt og ná árangri. Um árabil hefur skort heildstæða, framsýna og stöðuga stefnu í útlendingamálum. Í raun hefur ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum. Sumir virðast halda að það sem mest skorti upp á sé meiri harka og meiri óbilgirni. Tala jafnvel á þeim nótum að flutningur fólks hingað til lands sé í eðli sínu neikvætt og slæmt. Svo undarlegt og jafnvel kjánalegt sem það kann að hljóma. Þetta snýst um að horfa á hlutina öðruvísi. Nálgun sem byggist á skýrum og sanngjörnum reglum. Aðflutningur fólks hefur knúið hagvöxt áfram um árabil og nú er verkefnið að tryggja að sú þróun skili sér í bættum lífskjörum og auknum hagvexti á hvern íbúa. Dómsmálaráðherra Viðreisnar er nú að taka mikilvæg, og sumpart erfið, en löngu tímabær skref til að tryggja að svo verði. Markviss vinna er í gangi í málefnum útlendinga og eru fimm frumvörp ráðherra í meðförum þingsins. Markmiðið með þessum breytingum er ekki að loka landinu, heldur að tryggja réttlátt og ábyrgt kerfi fyrir þau sem koma hingað í leit af betra lífi. Með nýrri og skýrri stefnu í útlendingamálum tryggjum við að íslenskt samfélag verði áfram það sem við elskum. Nefnilega opið, frjálslynt og framsækið. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun