Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar 28. nóvember 2025 13:32 Þroskahjálp gerir alvarlega athugasemd við orð borgarstjóra Reykjavíkur um að til lífsgæðaskerðinga geti komið leggi ríkið sveitarfélögum ekki til aukið fjármagn vegna þjónustu við fatlað fólk. Slík framsetning er ekki aðeins villandi heldur lýsir hún fullkomlega óásættanlegum viðhorfum sem eru rót þeirrar kerfisbundnu vanrækslu sem fatlað fólk má þola. Það er algjörlega óviðunandi að borgarstjóri láti í veðri vaka að réttindi fatlaðs fólks — lögbundin og óumdeilanleg — séu í beinni samkeppni við lífsgæði á Íslandi. Að færa ábyrgðina yfir á fatlað fólk, eins og réttindi þess séu byrði en ekki grunnforsenda mannréttinda og samfélagslegs réttlætis, er algjörlega galið. Fatlað fólk býr nú þegar við skert lífsgæði. Það hefur þurft að bíða árum saman eftir þjónustu sem það á lögbundinn rétt á. Þessi staða er bein afleiðing pólitískra ákvarðana — ekki afleiðing tilveru fatlaðs fólks. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr: sveitarfélög bera ábyrgð á þjónustunni, fjármögnun hennar og framkvæmd. Þegar borgarstjóri mætir þeirri skyldu með því að stilla henni upp sem samkeppni milli réttinda fatlaðs fólks og almennra lífsgæða er það birtingarmynd úreltra viðhorfa sem hafa hindrað framgang mannréttinda og jaðarsett fatlað fólk alla tíð. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki valfrjáls útgjaldaliður sem hægt er að draga úr eftir hentugleika – og hafa aldrei verið. Um er að ræða lögbundna skyldu og grunnforsendu í samfélagi sem einkennist af réttlæti og jafnrétti. Þroskahjálp krefst þess að borgarstjóri dragi þessi ummæli til baka og axli ábyrgð á því að leiða umræðuna með mannréttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að standa vörð um réttindi allra en ekki að stilla réttindum fatlaðs fólks upp sem ógn við lífsgæði annarra. Lífsgæði fatlaðs fólks hafa verið skert allt of lengi. Lífsgæði á Íslandi verða ekki bætt með því að gera fatlað fólk að blóraböggli. Þvert á móti er það forsenda lífsgæða að standa við lög og skuldbindingar um mannréttindi sem stjórnvöld hafa undirgengist. Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þroskahjálp gerir alvarlega athugasemd við orð borgarstjóra Reykjavíkur um að til lífsgæðaskerðinga geti komið leggi ríkið sveitarfélögum ekki til aukið fjármagn vegna þjónustu við fatlað fólk. Slík framsetning er ekki aðeins villandi heldur lýsir hún fullkomlega óásættanlegum viðhorfum sem eru rót þeirrar kerfisbundnu vanrækslu sem fatlað fólk má þola. Það er algjörlega óviðunandi að borgarstjóri láti í veðri vaka að réttindi fatlaðs fólks — lögbundin og óumdeilanleg — séu í beinni samkeppni við lífsgæði á Íslandi. Að færa ábyrgðina yfir á fatlað fólk, eins og réttindi þess séu byrði en ekki grunnforsenda mannréttinda og samfélagslegs réttlætis, er algjörlega galið. Fatlað fólk býr nú þegar við skert lífsgæði. Það hefur þurft að bíða árum saman eftir þjónustu sem það á lögbundinn rétt á. Þessi staða er bein afleiðing pólitískra ákvarðana — ekki afleiðing tilveru fatlaðs fólks. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr: sveitarfélög bera ábyrgð á þjónustunni, fjármögnun hennar og framkvæmd. Þegar borgarstjóri mætir þeirri skyldu með því að stilla henni upp sem samkeppni milli réttinda fatlaðs fólks og almennra lífsgæða er það birtingarmynd úreltra viðhorfa sem hafa hindrað framgang mannréttinda og jaðarsett fatlað fólk alla tíð. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki valfrjáls útgjaldaliður sem hægt er að draga úr eftir hentugleika – og hafa aldrei verið. Um er að ræða lögbundna skyldu og grunnforsendu í samfélagi sem einkennist af réttlæti og jafnrétti. Þroskahjálp krefst þess að borgarstjóri dragi þessi ummæli til baka og axli ábyrgð á því að leiða umræðuna með mannréttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að standa vörð um réttindi allra en ekki að stilla réttindum fatlaðs fólks upp sem ógn við lífsgæði annarra. Lífsgæði fatlaðs fólks hafa verið skert allt of lengi. Lífsgæði á Íslandi verða ekki bætt með því að gera fatlað fólk að blóraböggli. Þvert á móti er það forsenda lífsgæða að standa við lög og skuldbindingar um mannréttindi sem stjórnvöld hafa undirgengist. Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun