„Okkar konur eiga meira skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 16:33 Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik á HM á miðvikudaginn, fyrir framan stappfulla höll í Stuttgart. Getty/marijan Murat Formaður þýska handknattleikssambandsins segir það reginhneyksli að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ARD og ZDF skuli ekki ætla að gera HM kvenna góð skil fyrr en komi að átta liða úrslitum. Þjóðverjar eru ásamt Hollendingum gestgjafar á mótinu og unnu öruggan sigur gegn Íslandi í fyrsta leik á miðvikudaginn. Þýskur almenningur getur hins vegar ekki fylgst með sínum konum á ARD eða ZDF í fyrstu sex leikjunum, í riðlakeppnunum, en getur greitt fyrir það að sjá beinar útsendingar í streymi. Þessu er Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, alls ekki hrifinn af. Hreint og klárt hneyksli „Hreint út sagt þá finnst mér þetta hneyksli. Okkar konur eiga meira skilið. Það að ARD skuli ekki vera fært um þetta og að sýnin sé ekki mikið betri á HM hjá ZDF er hreinlega skandall,“ sagði Michelmann við Bild í vikunni. Hann var ekki hættur: „Þarna snúa ARD og ZDF jafnréttismálum algjörlega á hvolf. Áhorfendur sjá engan leik hjá konunum okkar í riðlakeppninni og engan leik í milliriðli, stöðvarnar tvær ætla ekki að hefja útsendingar fyrr en í átta liða úrslitum. Þetta er einfaldlega hræðilegt og gerir mig virkilega reiðan. Þær ættu að prófa að leyfa sér þetta í fótboltanum, að byrja ekki að sýna frá kvennaleikjum fyrr en í átta liða úrslitum. Ég vil ekki vita hvað myndi þá gerast,“ sagði Michelmann. Allt önnur staða á Íslandi og í Danmörku Hér á landi er HM kvenna sýnt á RÚV, þar á meðal allir leikir Íslands en auk þess fjöldi fleiri leikja frá mótinu, strax í riðlakeppninni. Torsten Laen, formaður danska handknattleikssambandsins, tekur undir með Michelmann í samtali við Ekstra Bladet: Þetta er virkilega, virkilega svekkjandi. Fyrir handboltann og sérstaklega með tilliti til jafnréttis. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Hvers vegna velja þeir að sleppa þessu? Er virkilega eitthvað sem er mikilvægara? Er þetta of dýrt? Það væri áhugavert að fá þessa hluti útskýrða og rannsakaða, svo við getum tryggt útbreiðslu kvennahandboltans. Því þetta grefur undan jafnréttinu, eins og hann [Andreas Michelmann] segir. „Hneyksli“ er sterkt orð til að nota en hann er jú líka gestgjafi. En ég skal vera hreinskilinn og segja að ég myndi líklega líka nota stór orð ef DR og TV 2 myndu einn daginn ekki vilja sýna leikina okkar,“ sagði Laen. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira
Þjóðverjar eru ásamt Hollendingum gestgjafar á mótinu og unnu öruggan sigur gegn Íslandi í fyrsta leik á miðvikudaginn. Þýskur almenningur getur hins vegar ekki fylgst með sínum konum á ARD eða ZDF í fyrstu sex leikjunum, í riðlakeppnunum, en getur greitt fyrir það að sjá beinar útsendingar í streymi. Þessu er Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, alls ekki hrifinn af. Hreint og klárt hneyksli „Hreint út sagt þá finnst mér þetta hneyksli. Okkar konur eiga meira skilið. Það að ARD skuli ekki vera fært um þetta og að sýnin sé ekki mikið betri á HM hjá ZDF er hreinlega skandall,“ sagði Michelmann við Bild í vikunni. Hann var ekki hættur: „Þarna snúa ARD og ZDF jafnréttismálum algjörlega á hvolf. Áhorfendur sjá engan leik hjá konunum okkar í riðlakeppninni og engan leik í milliriðli, stöðvarnar tvær ætla ekki að hefja útsendingar fyrr en í átta liða úrslitum. Þetta er einfaldlega hræðilegt og gerir mig virkilega reiðan. Þær ættu að prófa að leyfa sér þetta í fótboltanum, að byrja ekki að sýna frá kvennaleikjum fyrr en í átta liða úrslitum. Ég vil ekki vita hvað myndi þá gerast,“ sagði Michelmann. Allt önnur staða á Íslandi og í Danmörku Hér á landi er HM kvenna sýnt á RÚV, þar á meðal allir leikir Íslands en auk þess fjöldi fleiri leikja frá mótinu, strax í riðlakeppninni. Torsten Laen, formaður danska handknattleikssambandsins, tekur undir með Michelmann í samtali við Ekstra Bladet: Þetta er virkilega, virkilega svekkjandi. Fyrir handboltann og sérstaklega með tilliti til jafnréttis. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Hvers vegna velja þeir að sleppa þessu? Er virkilega eitthvað sem er mikilvægara? Er þetta of dýrt? Það væri áhugavert að fá þessa hluti útskýrða og rannsakaða, svo við getum tryggt útbreiðslu kvennahandboltans. Því þetta grefur undan jafnréttinu, eins og hann [Andreas Michelmann] segir. „Hneyksli“ er sterkt orð til að nota en hann er jú líka gestgjafi. En ég skal vera hreinskilinn og segja að ég myndi líklega líka nota stór orð ef DR og TV 2 myndu einn daginn ekki vilja sýna leikina okkar,“ sagði Laen.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira