Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2025 11:03 Nokkur orð á 151. fæðingarafmæli Churchills. „Never give in. Never give in. Never, never, never… except to convictions of honour and good sense.“ („Aldrei gefast upp. Aldrei gefast upp. Aldrei, aldrei, aldrei… nema vegna sannfæringar um heiður og skynsemi.“) Staðfesta og siðferðisþrek: Á þessum degi, fyrir 151 ári (30. nóvember 1874), fæddist Winston Churchill í Blenheim-höll. Orðin hér að framan, flutt í Harrow-ræðunni 1941, mitt í Orrustunni um Bretland, standa sem skýrasta ákall sögunnar um staðfestu, einurð og siðferðisþrek. Þau snerta mig sérstaklega, í ljósi nýlegra athugasemda minna á Vísi, þar sem ég sýndi hvernig ásakanir geta beygt mann en ekki brotið ef þær eru rangar og samviskan hrein. Hugrekkið er fremst mannkosta: Churchill orðaði það svona: „Courage is rightly esteemed the first of human qualities, because it is the quality which guarantees all others.” („Hugrekki er réttilega talið fremst meðal mannkosta því það er forsenda allra hinna.“) Hugrekki er ekki ögurstund á vígvellinum heldur kyrrlát þrautseigja við að hafna ósannindum, yfirþyrmandi þrýstingi og blekkingarvef lyginnar. Hugrekki er að velja sannleikann jafnvel þegar hann sé sársaukafullur. Arfleifð sem stendur timans tönn: Því er eðlilegt að ævi og arfleifð Churchills sé enn ljóslifandi sem táknmynd leiðtoga með mikilhæfa sjálfsmynd. Hann var ekki fullkominn, það er enginn en hann var óþreytandi kyndilberi gegn myrkravaldi sem margir töldu óstöðvandi. Stjórnmálaferill hans spann 60 ár og sat hann allan þann tíma nær óslitið á breska þinginu auk þess að gegna öllum helstu ráðherraembættum nema að stýra utanríkisráðuneytinu. Hann var örlagavaldur í báðum heimstyrjöldunum á 20. öldinni og skrifaði ítarlega sögu beggja í mörgum bindum. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi veifandi sverði í valdatíð Viktoríu drottningar og endaði hann í seinni forsætisráðherratíð sinni með fingurinn á kjarnorkuhnappinum í valdatíð Elísabetar annarar, langalangömmubarns Viktoríu. Alls þjónaði hann 6 breskum þjóðhöfðingjum. Ótrúlega víðfeðmur æviferill: Á löngum ferli var hann riddaraliðsforingi, herfangi, blaðamaður, hermaður í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar, rithöfundur, þingmaður, ráðherra, afkastamikill áhugamálari, sagnfræðingur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 1953. Og ég er ugglaust að gleyma einhverju. Hann skrifaði, skóp, skipti um flokka þegar sannfæringin krafðist þess og frábað sér biturð eða hefndarhug þótt þunglyndið sækti á þegar verst gekk. Arfleifð hans er ekki aðeins sigrar á vettvangi stjórnmálanna eða vígvellinum, heldur sigur mannsandans á miklu mótlæti sem hefði hæglega getað umbylt örlagasögu mannkyns á verri veg hefðu nasistar haft betur. Framtíð frjálsrar hugsunar: Og sigurinn tryggði farveg frjálsrar hugsunar. Churchill fullyrti sjálfur: „The empires of the future will be empires of the mind.” („Heimsveldi framtíðarinnar verða heimsveldi hugans.“) Okkar er að reisa það heimsveldi: ekki með ægivaldi og yfirgangi hins sterka gegn hinum minnimáttar heldur með því að rækta frelsi, lýðræði, djörfung og dáð byggt á dómgreind, réttsýni, hugrekki og kjarki til að standa í ístöðin í stað þess að láta valta yfir sig. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins á Íslandi sem er aðili að Alþjóðlega Churchill félaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur orð á 151. fæðingarafmæli Churchills. „Never give in. Never give in. Never, never, never… except to convictions of honour and good sense.“ („Aldrei gefast upp. Aldrei gefast upp. Aldrei, aldrei, aldrei… nema vegna sannfæringar um heiður og skynsemi.“) Staðfesta og siðferðisþrek: Á þessum degi, fyrir 151 ári (30. nóvember 1874), fæddist Winston Churchill í Blenheim-höll. Orðin hér að framan, flutt í Harrow-ræðunni 1941, mitt í Orrustunni um Bretland, standa sem skýrasta ákall sögunnar um staðfestu, einurð og siðferðisþrek. Þau snerta mig sérstaklega, í ljósi nýlegra athugasemda minna á Vísi, þar sem ég sýndi hvernig ásakanir geta beygt mann en ekki brotið ef þær eru rangar og samviskan hrein. Hugrekkið er fremst mannkosta: Churchill orðaði það svona: „Courage is rightly esteemed the first of human qualities, because it is the quality which guarantees all others.” („Hugrekki er réttilega talið fremst meðal mannkosta því það er forsenda allra hinna.“) Hugrekki er ekki ögurstund á vígvellinum heldur kyrrlát þrautseigja við að hafna ósannindum, yfirþyrmandi þrýstingi og blekkingarvef lyginnar. Hugrekki er að velja sannleikann jafnvel þegar hann sé sársaukafullur. Arfleifð sem stendur timans tönn: Því er eðlilegt að ævi og arfleifð Churchills sé enn ljóslifandi sem táknmynd leiðtoga með mikilhæfa sjálfsmynd. Hann var ekki fullkominn, það er enginn en hann var óþreytandi kyndilberi gegn myrkravaldi sem margir töldu óstöðvandi. Stjórnmálaferill hans spann 60 ár og sat hann allan þann tíma nær óslitið á breska þinginu auk þess að gegna öllum helstu ráðherraembættum nema að stýra utanríkisráðuneytinu. Hann var örlagavaldur í báðum heimstyrjöldunum á 20. öldinni og skrifaði ítarlega sögu beggja í mörgum bindum. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi veifandi sverði í valdatíð Viktoríu drottningar og endaði hann í seinni forsætisráðherratíð sinni með fingurinn á kjarnorkuhnappinum í valdatíð Elísabetar annarar, langalangömmubarns Viktoríu. Alls þjónaði hann 6 breskum þjóðhöfðingjum. Ótrúlega víðfeðmur æviferill: Á löngum ferli var hann riddaraliðsforingi, herfangi, blaðamaður, hermaður í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar, rithöfundur, þingmaður, ráðherra, afkastamikill áhugamálari, sagnfræðingur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 1953. Og ég er ugglaust að gleyma einhverju. Hann skrifaði, skóp, skipti um flokka þegar sannfæringin krafðist þess og frábað sér biturð eða hefndarhug þótt þunglyndið sækti á þegar verst gekk. Arfleifð hans er ekki aðeins sigrar á vettvangi stjórnmálanna eða vígvellinum, heldur sigur mannsandans á miklu mótlæti sem hefði hæglega getað umbylt örlagasögu mannkyns á verri veg hefðu nasistar haft betur. Framtíð frjálsrar hugsunar: Og sigurinn tryggði farveg frjálsrar hugsunar. Churchill fullyrti sjálfur: „The empires of the future will be empires of the mind.” („Heimsveldi framtíðarinnar verða heimsveldi hugans.“) Okkar er að reisa það heimsveldi: ekki með ægivaldi og yfirgangi hins sterka gegn hinum minnimáttar heldur með því að rækta frelsi, lýðræði, djörfung og dáð byggt á dómgreind, réttsýni, hugrekki og kjarki til að standa í ístöðin í stað þess að láta valta yfir sig. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins á Íslandi sem er aðili að Alþjóðlega Churchill félaginu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun