„Vorum orðnir súrir á löppunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2025 23:11 Andri Snær Stefánsson og strákarnir hans eru áfram í 4. sæti Olís-deildarinnar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir tapið fyrir Haukum var Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, lengst af sáttur með leik sinna manna. KA leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 17-19, og var fetinu framar í upphafi seinni hálfleiks. En um miðbik hans fór mistökunum að fjölga hjá Akureyringum og Hafnfirðingar gengu á lagið. „Við fengum á okkur tvö klaufaleg mörk í tómt markið sem kom þeim á bragðið. Við misstum dampinn og vorum orðnir súrir á löppunum,“ sagði Andri í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þeir skoruðu svolítið mikið af samskonar mörkum sem ég er svekktur að hafa ekki náð að skrúfa fyrir. Við eigum að gera betur í vörninni. Það er alltof mikið að fá á sig 42 mörk. Þú vinnur ekki leik þannig.“ Haukar spiluðu á talsvert fleiri leikmönnum í kvöld og Andri viðurkenndi að það gæti hafa spilað inn í. „Eflaust. Við vorum með okkar bardagamenn í þessum leik. Það er engin afsökun en tveir af okkar lykilpóstum í vörninni voru ekki með. En við erum með liðsheildina, gerðum vel á löngum köflum og vorum tveimur mörkum yfir í hálfleik þannig að það er engin afsökun. Við héldum allavega ekki í við Hauka. Það er alveg ljóst,“ sagði Andri. Hann kvaðst mjög sáttur með sóknarleik KA enda skoruðu Akureyringar 38 mörk á heimavelli toppliðs deildarinnar. „Mér fannst við gera þetta ofboðslega vel í fyrri hálfleik. Við vorum frábærir í sókn,“ sagði Andri. „Haukarnir eru með frábært lið og það þarf að eiga toppleik til að vinna þá. Við vorum góðir 85 prósent af leiknum en það er ekki bara ekki nóg.“ Olís-deild karla KA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
KA leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 17-19, og var fetinu framar í upphafi seinni hálfleiks. En um miðbik hans fór mistökunum að fjölga hjá Akureyringum og Hafnfirðingar gengu á lagið. „Við fengum á okkur tvö klaufaleg mörk í tómt markið sem kom þeim á bragðið. Við misstum dampinn og vorum orðnir súrir á löppunum,“ sagði Andri í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þeir skoruðu svolítið mikið af samskonar mörkum sem ég er svekktur að hafa ekki náð að skrúfa fyrir. Við eigum að gera betur í vörninni. Það er alltof mikið að fá á sig 42 mörk. Þú vinnur ekki leik þannig.“ Haukar spiluðu á talsvert fleiri leikmönnum í kvöld og Andri viðurkenndi að það gæti hafa spilað inn í. „Eflaust. Við vorum með okkar bardagamenn í þessum leik. Það er engin afsökun en tveir af okkar lykilpóstum í vörninni voru ekki með. En við erum með liðsheildina, gerðum vel á löngum köflum og vorum tveimur mörkum yfir í hálfleik þannig að það er engin afsökun. Við héldum allavega ekki í við Hauka. Það er alveg ljóst,“ sagði Andri. Hann kvaðst mjög sáttur með sóknarleik KA enda skoruðu Akureyringar 38 mörk á heimavelli toppliðs deildarinnar. „Mér fannst við gera þetta ofboðslega vel í fyrri hálfleik. Við vorum frábærir í sókn,“ sagði Andri. „Haukarnir eru með frábært lið og það þarf að eiga toppleik til að vinna þá. Við vorum góðir 85 prósent af leiknum en það er ekki bara ekki nóg.“
Olís-deild karla KA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira