Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 4. desember 2025 13:01 ÖBÍ réttindasamtök sendu borgarstjórn Reykjavíkur bréf í síðustu viku og vöktu athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármögnun samþykktra NPA samninga í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar. Með afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, sem samþykkt var í borgarstjórn í gær, var þessi ábending hundsuð þrátt fyrir að ÖBÍ hafi gert ítarlega grein fyrir því í bréfinu að borginni væri skylt samkvæmt lögum að fjármagna samþykkta NPA samninga. Sérstaka athygli vekur að í svarbréfi forseta borgarstjórnar, sem barst ÖBÍ réttindasamtökum fyrir helgi, kemur fram að forseti borgarstjórnar sé „sammála ÖBÍ að þjónusta skv. lögum nr. 38/2018 sé lögbundin þjónusta sem sveitarfélögum þessa lands ber að veita“. Þrátt fyrir þetta segir í bréfinu að ekki standi til að fjármagna þjónustuna. Samkvæmt fjárhagsáætluninni sem afgreidd var í gær verður það heldur ekki gert. Liggur þannig fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hefur vísvitandi tekið pólitíska ákvörðun um að neita fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir um aðstoð sem það hefur þörf fyrir og á rétt á lögum samkvæmt. Enginn vafi um ábyrgð á fjármögnun Lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr og ótvíræð um það hver ber ábyrgð á að fjármagna kostnað samkvæmt þeim. Í 5. gr. laganna, sem ber heitið „Ábyrgð og samvinna sveitarfélaga“, kemur fram að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og kostnaði vegna þjónustu samkvæmt lögunum nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Í 38. gr. laganna, sem ber heitið „Fjármögnun“, segir síðan orðrétt: „Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum.“ Þessari fjárhagslegu ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var ekki smyglað inn bakdyramegin eða lögfest án samráðs – eins og halda mætti miðað við málflutning margra fulltrúa sveitarfélaganna – heldur var samið um þessa ábyrgð milli ríkis og sveitarfélaga og þeir samningar lagðir til grundvallar við setningu laga nr. 38/2018 eins og nánar er farið yfir í fyrri grein höfundar. Sveitarfélögin eru því þegar búin að semja um fjárhagslega ábyrgð sína á málaflokknum og hafa fengið til sín tekjustofna vegna þess. Ábyrgð þeirra á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er þannig algjörlega skýr og ótvíræð. Mannréttindi fatlaðs fólks ekki háð geðþótta valdhafa Kjarni mannréttinda er vernd gegn geðþótta valdhafa. Alþingi hefur, í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú hefur verið lögfestur, kveðið með lögum á um rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Þessa aðstoð hefur Alþingi falið sveitarfélögum að veita og fjármagna. Lögbundnar skyldur sveitarfélaga í þessum efnum eru ekki valkvæðar eða háðar pólitískri afstöðu meirihluta sveitarstjórnar hverju sinni. Þetta eru lagaskyldur og mannréttindi sem hafa ekkert með pólitík að gera. Pólitísk ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að fjármagna ekki þá NPA-samninga sem þegar hafa verið samþykktir er að mati ÖBÍ réttindasamtaka ólögleg og felur í sér skýrt brot gegn mannréttindum hlutaðeigandi einstaklinga. Hið sama gildir um sambærilegar ákvarðanir í öðrum sveitarfélögum. Ljóst er að ÖBÍ réttindasamtök munu ekki sitja aðgerðalaus hjá meðan brotin eru mannréttindi á fötluðum einstaklingum með þessum hætti. Neiti sveitarfélög að virða lögbundin réttindi fatlaðs fólks munu samtökin leita viðeigandi leiða til að knýja þau fram. Hvað ætlar ráðherra að gera? Félags- og húsnæðisráðherra hefur lögbundið eftirlit með því að sveitarfélögin standi við skyldur sínar gagnvart fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 38/2018. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherra bréf þar sem óskað er upplýsinga um viðbrögð ráðuneytisins við áformum Reykjavíkurborgar um þau brot gegn réttindum fatlaðs fólks sem nú hafa raungerst. Í bréfinu er athygli ráðherra vakin á því að ef nýafstaðin lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna ætti að vera annað en orðin tóm yrði að gera þá kröfu að ráðherra rækti lögbundið eftirlitshlutverk sitt gagnvart sveitarfélögunum með virkum hætti. Þessu bréfi ekki verið svarað og engin viðbrögð hafa komið frá ráðherra við fréttum undanfarinna daga af alvarlegum brotum sveitarfélaganna gegn mannréttindum hóps fatlaðs fólks. ÖBÍ réttindasamtök bíða nú svara ráðherra með eftirvæntingu. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
ÖBÍ réttindasamtök sendu borgarstjórn Reykjavíkur bréf í síðustu viku og vöktu athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármögnun samþykktra NPA samninga í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar. Með afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, sem samþykkt var í borgarstjórn í gær, var þessi ábending hundsuð þrátt fyrir að ÖBÍ hafi gert ítarlega grein fyrir því í bréfinu að borginni væri skylt samkvæmt lögum að fjármagna samþykkta NPA samninga. Sérstaka athygli vekur að í svarbréfi forseta borgarstjórnar, sem barst ÖBÍ réttindasamtökum fyrir helgi, kemur fram að forseti borgarstjórnar sé „sammála ÖBÍ að þjónusta skv. lögum nr. 38/2018 sé lögbundin þjónusta sem sveitarfélögum þessa lands ber að veita“. Þrátt fyrir þetta segir í bréfinu að ekki standi til að fjármagna þjónustuna. Samkvæmt fjárhagsáætluninni sem afgreidd var í gær verður það heldur ekki gert. Liggur þannig fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hefur vísvitandi tekið pólitíska ákvörðun um að neita fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir um aðstoð sem það hefur þörf fyrir og á rétt á lögum samkvæmt. Enginn vafi um ábyrgð á fjármögnun Lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr og ótvíræð um það hver ber ábyrgð á að fjármagna kostnað samkvæmt þeim. Í 5. gr. laganna, sem ber heitið „Ábyrgð og samvinna sveitarfélaga“, kemur fram að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og kostnaði vegna þjónustu samkvæmt lögunum nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Í 38. gr. laganna, sem ber heitið „Fjármögnun“, segir síðan orðrétt: „Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum.“ Þessari fjárhagslegu ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var ekki smyglað inn bakdyramegin eða lögfest án samráðs – eins og halda mætti miðað við málflutning margra fulltrúa sveitarfélaganna – heldur var samið um þessa ábyrgð milli ríkis og sveitarfélaga og þeir samningar lagðir til grundvallar við setningu laga nr. 38/2018 eins og nánar er farið yfir í fyrri grein höfundar. Sveitarfélögin eru því þegar búin að semja um fjárhagslega ábyrgð sína á málaflokknum og hafa fengið til sín tekjustofna vegna þess. Ábyrgð þeirra á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er þannig algjörlega skýr og ótvíræð. Mannréttindi fatlaðs fólks ekki háð geðþótta valdhafa Kjarni mannréttinda er vernd gegn geðþótta valdhafa. Alþingi hefur, í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú hefur verið lögfestur, kveðið með lögum á um rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Þessa aðstoð hefur Alþingi falið sveitarfélögum að veita og fjármagna. Lögbundnar skyldur sveitarfélaga í þessum efnum eru ekki valkvæðar eða háðar pólitískri afstöðu meirihluta sveitarstjórnar hverju sinni. Þetta eru lagaskyldur og mannréttindi sem hafa ekkert með pólitík að gera. Pólitísk ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að fjármagna ekki þá NPA-samninga sem þegar hafa verið samþykktir er að mati ÖBÍ réttindasamtaka ólögleg og felur í sér skýrt brot gegn mannréttindum hlutaðeigandi einstaklinga. Hið sama gildir um sambærilegar ákvarðanir í öðrum sveitarfélögum. Ljóst er að ÖBÍ réttindasamtök munu ekki sitja aðgerðalaus hjá meðan brotin eru mannréttindi á fötluðum einstaklingum með þessum hætti. Neiti sveitarfélög að virða lögbundin réttindi fatlaðs fólks munu samtökin leita viðeigandi leiða til að knýja þau fram. Hvað ætlar ráðherra að gera? Félags- og húsnæðisráðherra hefur lögbundið eftirlit með því að sveitarfélögin standi við skyldur sínar gagnvart fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 38/2018. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherra bréf þar sem óskað er upplýsinga um viðbrögð ráðuneytisins við áformum Reykjavíkurborgar um þau brot gegn réttindum fatlaðs fólks sem nú hafa raungerst. Í bréfinu er athygli ráðherra vakin á því að ef nýafstaðin lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna ætti að vera annað en orðin tóm yrði að gera þá kröfu að ráðherra rækti lögbundið eftirlitshlutverk sitt gagnvart sveitarfélögunum með virkum hætti. Þessu bréfi ekki verið svarað og engin viðbrögð hafa komið frá ráðherra við fréttum undanfarinna daga af alvarlegum brotum sveitarfélaganna gegn mannréttindum hóps fatlaðs fólks. ÖBÍ réttindasamtök bíða nú svara ráðherra með eftirvæntingu. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun