Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2025 17:24 Menntaskólinn á Egilsstöðum vann verðlaun sem Stofnun ársins árið 2022 í flokki stofnana með 40-89 starfsmenn. Sameyki Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. Ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að auglýsa starf skólastjóra Borgarholtsskóla hefur verið á milli tannanna á fólki í vikunni. Ráðherra hefur sagt tilviljun eina hafa ráðið því að skólastjóri í Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röðinni vegna þess að skipunartími hans verður sá fyrsti til að renna út eftir ákvörðun um skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. Árni Ólason er skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum til rúmlega níu ára. Skipunartími hans rennur út næsta sumar og því líður að sex mánaða fyrirvara til að auglýsa starf hans. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra segir að sama fyrirkomulag verði í tilfelli hans. „Það verður skoðað með nákvæmlega sama hætti. Við munum ekki breyta neinu þar,“ segir Guðmundur Ingi. Þannig verði það þvert á línuna, að auglýsa störf skólameistara. „Já, eins og staðan er. Á meðan við erum að vinna að þessum svæðisskrifstofum þá verður það línan sem gildir.“ Árni var að ljúka annasömum degi á skólaskrifstofunni þegar hann ræddi við Vísi. „Þetta er eins og hvert annað leikrit sem verður að ganga sinn enda,“ segir Árni. „Ég fékk að heyra hjá ráðherra í útvarpinu að það ætti eftir að taka einn enn fyrir. Ég vissi að það væri ég. Ef það ætti að fara í þetta leikrit á annað borð þá þýðir ekki að gera a og svo ekki b. Þetta kom mér ekkert á óvart,“ segir Árni. Þetta sé eitthvað sem menntamálaráðuneytið verði að halda áfram með. Hann hafi fengið símtal eftir hádegið frá ráðuneytisstjóranum í Menntamálaráðuneytinu sem hafi beðið hann afsökunar á að hafa þurft að heyra þetta í útvarpsfréttum. „Þetta er frekar dapurt,“ segir Árni en ætlar ekki að leyfa sér að staldra við þetta. „Það er nóg að gera í skólanum. Það kemur næsti dagur. Ég nenni ekki að vera stúrinn yfir þessu,“ segir Árni. Umræðan sé leiðinleg fyrir skólann, nemendur og kennara, valdi fjaðrafoki og hafi slæm áhrif á skólastarf. „Þetta er ekki góð sprauta fyrir starfið.“ Í samtölum við kollega í stjórn Skólameistarafélags Íslands hafi hann skilið það þannig fyrir tveimur dögum að ekki stæði til að auglýsa öll skólastjórastörf. Hann segist eiga von á bréfi eða boði á Teams-fund eftir helgi þar sem þetta verði rætt nánar. „Maður bíður spenntur eftir næsta þætti í leikritinu.“ Ársæll Guðmundsson skólastjóri í Borgarholtsskóla hafði viðrað sínar efasemdir um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólakerfinu. Árni telur að hver einasti skólameistari sé með nokkurn veginn svipaða skoðun og Ársæll hefur lýst. „Ég hef verið skólameistari í bráðum tíu ár og starfað rúmlega 35 ár í þessu kerfi. Menn vita auðvitað kannski hvað virkar og hvað virkar ekki. Menn hefðu gjarnan viljað hafa meira samráð með þetta og vera til gagns. En þetta gengur sinn gang.“ Ráðherra hefur verið skýr með að skólameistararnir geti að sjálfsögðu sótt um stöðuna eins og aðrir. Árni segist ekki útiloka að sækja um. „Það er aldrei að vita. Ég þarf að hafa eitthvað að gera,“ segir Árni léttur. „Ég er ekkert farinn að gráta yfir þessu. Maður hefur engin tök á að hafa áhrif á þetta. Maður þarf bara að vinna þessa vinnu sem manni er treyst fyrir.“ Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að auglýsa starf skólastjóra Borgarholtsskóla hefur verið á milli tannanna á fólki í vikunni. Ráðherra hefur sagt tilviljun eina hafa ráðið því að skólastjóri í Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röðinni vegna þess að skipunartími hans verður sá fyrsti til að renna út eftir ákvörðun um skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. Árni Ólason er skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum til rúmlega níu ára. Skipunartími hans rennur út næsta sumar og því líður að sex mánaða fyrirvara til að auglýsa starf hans. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra segir að sama fyrirkomulag verði í tilfelli hans. „Það verður skoðað með nákvæmlega sama hætti. Við munum ekki breyta neinu þar,“ segir Guðmundur Ingi. Þannig verði það þvert á línuna, að auglýsa störf skólameistara. „Já, eins og staðan er. Á meðan við erum að vinna að þessum svæðisskrifstofum þá verður það línan sem gildir.“ Árni var að ljúka annasömum degi á skólaskrifstofunni þegar hann ræddi við Vísi. „Þetta er eins og hvert annað leikrit sem verður að ganga sinn enda,“ segir Árni. „Ég fékk að heyra hjá ráðherra í útvarpinu að það ætti eftir að taka einn enn fyrir. Ég vissi að það væri ég. Ef það ætti að fara í þetta leikrit á annað borð þá þýðir ekki að gera a og svo ekki b. Þetta kom mér ekkert á óvart,“ segir Árni. Þetta sé eitthvað sem menntamálaráðuneytið verði að halda áfram með. Hann hafi fengið símtal eftir hádegið frá ráðuneytisstjóranum í Menntamálaráðuneytinu sem hafi beðið hann afsökunar á að hafa þurft að heyra þetta í útvarpsfréttum. „Þetta er frekar dapurt,“ segir Árni en ætlar ekki að leyfa sér að staldra við þetta. „Það er nóg að gera í skólanum. Það kemur næsti dagur. Ég nenni ekki að vera stúrinn yfir þessu,“ segir Árni. Umræðan sé leiðinleg fyrir skólann, nemendur og kennara, valdi fjaðrafoki og hafi slæm áhrif á skólastarf. „Þetta er ekki góð sprauta fyrir starfið.“ Í samtölum við kollega í stjórn Skólameistarafélags Íslands hafi hann skilið það þannig fyrir tveimur dögum að ekki stæði til að auglýsa öll skólastjórastörf. Hann segist eiga von á bréfi eða boði á Teams-fund eftir helgi þar sem þetta verði rætt nánar. „Maður bíður spenntur eftir næsta þætti í leikritinu.“ Ársæll Guðmundsson skólastjóri í Borgarholtsskóla hafði viðrað sínar efasemdir um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólakerfinu. Árni telur að hver einasti skólameistari sé með nokkurn veginn svipaða skoðun og Ársæll hefur lýst. „Ég hef verið skólameistari í bráðum tíu ár og starfað rúmlega 35 ár í þessu kerfi. Menn vita auðvitað kannski hvað virkar og hvað virkar ekki. Menn hefðu gjarnan viljað hafa meira samráð með þetta og vera til gagns. En þetta gengur sinn gang.“ Ráðherra hefur verið skýr með að skólameistararnir geti að sjálfsögðu sótt um stöðuna eins og aðrir. Árni segist ekki útiloka að sækja um. „Það er aldrei að vita. Ég þarf að hafa eitthvað að gera,“ segir Árni léttur. „Ég er ekkert farinn að gráta yfir þessu. Maður hefur engin tök á að hafa áhrif á þetta. Maður þarf bara að vinna þessa vinnu sem manni er treyst fyrir.“
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira