Handbolti

Fæddi barn í septem­ber og gæti mætt Ís­landi á HM í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Annika ætlaði sér að vera með á fyrsta HM færeyska liðsins og það tókst.
Annika ætlaði sér að vera með á fyrsta HM færeyska liðsins og það tókst. Skjáskot/kvf.fo

Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Annika Fríðheim Petersen spilar á HM í handbolta í Þýskalandi þrátt fyrir að vera með tæplega tveggja og hálfs mánaðar gamalt barn á brjósti.

Annika, sem gæti því mætt Íslandi í lokaleik stelpnanna okkar á mótinu í kvöld, hafði snemma sett sér það markmið að spila á HM enda um að ræða fyrsta heimsmeistaramót færeyska kvennalandsliðsins.

Hún var meðvituð um að vissulega þyrfti allt að ganga upp en það gekk eftir og hún mætti með dóttur sína og mann á mótið.

„Það er öðruvísi. Ég hef vanist því með landsliðinu að geta einbeitt mér algjörlega að verkefninu og geta gert það sem ég vildi. Mætt á fundi án þess að þurfa að spá í næstu brjóstagjöf,“ sagði Annika hress við Kringvarpið í Færeyjum fyrir viku.

Annika segir það vissulega sérstakt að þurfa að huga að brjóstagjöf eftir leiki á HM.Skjáskot/kvf.fo

Hún hefur spilað þrjá leiki af fimm til þessa á HM og varið 15 af 51 skotum, samkvæmt tölfræði IHF, sem gerir 29% markvörslu. Hún þarf hins vegar hvíld á milli leikja og óvíst að hún spili gegn Íslandi í kvöld, klukkan 19:30.

„Ég var meðvituð um það á meðgöngunni að gera styrktaræfingar. Þannig gekk það hraðar að komast aftur í líkamlegt form. Svo hef ég beint áhuganum í þetta og einbeitt mér að markmiðinu, að stefna að HM strax eftir fæðingu. Það hljómar kannski fjarstæðukennt en um leið og ég var búin að ná mér fór ég aftur að æfa

Ég er kannski ekki komin í mitt besta form, ég hef minna úthald og líkaminn er ekki alveg eins og hann var. Stundum virkar líkaminn ekki í takt við hugann og því þarf ég að vera enn klókari á vellinum,“ sagði Annika.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×