„Töluvert minni hækkun“ veiðigjalda á stóru félögin en greinendur bjuggust við
Sumir greinendur hafa hækkað nokkuð verðmöt sín á stóru sjávarútvegsfélögin í Kauphöllinni eftir að veiðigjöld næsta árs voru í birt í gær. Útlit er fyrir að aukning gjaldanna á næsta ári verði „töluvert minni“ en áður var ráðgert.
Tengdar fréttir
Mæla með sölu í SVN og hækka áhættuálag vegna pólitískrar óvissu
Þrátt fyrir traustan rekstur og sterka framlegð í síðasta uppgjöri hafa greinendur IFS lækkað virðismat sitt á Síldarvinnslunni, verðmætasta sjávarútvegsfélagið í Kauphöllinni, og mæla nú með því að fjárfestar minnki við stöðu sína í fyrirtækinu. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er meðal annars nefnt að greinendur þess hafi ákveðið að hækka áhættuálag á félög í sjávarútvegi um heila 150 punkta vegna „sérstakrar óvissu“ sem umlykur greinina, meðal annars vegna boðaðrar hækkunar á veiðigjöldum.
Ásókn í ufsa og minni tegundir dragist verulega saman með hærri veiðigjöldum
Ekki er ósennilegt að ásókn útgerðarfyrirtækja í að veiða ufsa og aðrar minni fisktegundir, sem skila fremur lítilli framlegð, muni dragast „umtalsvert“ saman í kjölfar fyrirhugaðrar hækkunar á veiðigjöldum. Í nýjum greiningum á Brim og Síldarvinnslunni, verðmætustu sjávarútvegsfélögunum í Kauphöllinni, er verðmat þeirra lækkað frá fyrra mati og virði þeirra talið vera nokkuð undir núverandi markaðsgengi.