Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 14:54 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi. Í frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda ber tíunda greinin titilinn Heimsóknir og fjölmiðlaviðtöl. Þar var tekið fram að fjölmiðlum væri heimilt að taka viðtal við vistamann með samþykki hans og að gefnu leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var einnig tekið fram að viðeigandi stofnanir og aðilar gætu heimsótt húsakynni brottfararstöðvarinnar að fengnu leyfi. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember var búið að fjarlægja greinina. „Fjölmiðlar, mannúðarsamtök og viðeigandi stofnanir, bæði landsbundnar og alþjóðlegar, munu áfram hafa aðgang að brottfararstöð og geta sinnt hlutverki sínu með skýrum og gagnsæjum hætti. Tilgangur þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu var ekki að takmarka aðgang fjölmiðla eða annarra viðeigandi aðila að brottfararstöð meira en gert var ráð fyrir í upphaflegum drögum að frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt voru í samráðsgátt,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Frumvarpinu var því breytt svo í staðinn fyrir að mæla sérstaklega fyrir um heimsóknir, en ekki önnur réttindi einstaklinga, var ákveðið að gefa frekar heimild til að takmarka réttindi vistmanna. „Með þessu er tryggt að lagaramminn sé heildstæður og taki til fleiri réttinda en aðeins heimsókna.“ Því er áttunda greinin í nýrri útgáfunni um réttindi og skyldur vistmanna en sú níunda um takmarkanir á þeim réttindum. Starfsfólki brottfararstöðvarinnar verður heimilt að takmarka og skilyrða réttindi vistmanna þegar það er nauðsynlegt til að viðhalda ró, góðri reglu og öryggi á brottfararstöð eða til að koma í veg fyrir refsiverðan verknað. Reglugerð í höndum ráðherra Í tuttugustu grein frumvarpsins er einnig gert skýrt að ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laganna og takmarkanir á réttindum vistmanna. Þá eigi reglugerðin einnig að setja skýrar reglur um hverjir geti heimsótt vistmenn og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. „Í athugasemdum við ákvæðið er sérstaklega tekið fram að reglugerðin skuli útfæra heimsóknarreglur, þar á meðal um hverjir geti heimsótt vistmenn, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og um heimild til að skilyrða heimsóknir við tiltekin heimsóknarrými eða annan afmarkaðan stað á brottfararstöð,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fær sömuleiðis heimild til að setja reglur um brottfararstöðina en óheimilt er að birta reglurnar opinberlega. Brottfararstöð fyrir útlendinga Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Í frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda ber tíunda greinin titilinn Heimsóknir og fjölmiðlaviðtöl. Þar var tekið fram að fjölmiðlum væri heimilt að taka viðtal við vistamann með samþykki hans og að gefnu leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var einnig tekið fram að viðeigandi stofnanir og aðilar gætu heimsótt húsakynni brottfararstöðvarinnar að fengnu leyfi. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember var búið að fjarlægja greinina. „Fjölmiðlar, mannúðarsamtök og viðeigandi stofnanir, bæði landsbundnar og alþjóðlegar, munu áfram hafa aðgang að brottfararstöð og geta sinnt hlutverki sínu með skýrum og gagnsæjum hætti. Tilgangur þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu var ekki að takmarka aðgang fjölmiðla eða annarra viðeigandi aðila að brottfararstöð meira en gert var ráð fyrir í upphaflegum drögum að frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt voru í samráðsgátt,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Frumvarpinu var því breytt svo í staðinn fyrir að mæla sérstaklega fyrir um heimsóknir, en ekki önnur réttindi einstaklinga, var ákveðið að gefa frekar heimild til að takmarka réttindi vistmanna. „Með þessu er tryggt að lagaramminn sé heildstæður og taki til fleiri réttinda en aðeins heimsókna.“ Því er áttunda greinin í nýrri útgáfunni um réttindi og skyldur vistmanna en sú níunda um takmarkanir á þeim réttindum. Starfsfólki brottfararstöðvarinnar verður heimilt að takmarka og skilyrða réttindi vistmanna þegar það er nauðsynlegt til að viðhalda ró, góðri reglu og öryggi á brottfararstöð eða til að koma í veg fyrir refsiverðan verknað. Reglugerð í höndum ráðherra Í tuttugustu grein frumvarpsins er einnig gert skýrt að ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laganna og takmarkanir á réttindum vistmanna. Þá eigi reglugerðin einnig að setja skýrar reglur um hverjir geti heimsótt vistmenn og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. „Í athugasemdum við ákvæðið er sérstaklega tekið fram að reglugerðin skuli útfæra heimsóknarreglur, þar á meðal um hverjir geti heimsótt vistmenn, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og um heimild til að skilyrða heimsóknir við tiltekin heimsóknarrými eða annan afmarkaðan stað á brottfararstöð,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fær sömuleiðis heimild til að setja reglur um brottfararstöðina en óheimilt er að birta reglurnar opinberlega.
Brottfararstöð fyrir útlendinga Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira