Tíska og hönnun

Ástin blómstrar í appel­sínu­gulu leðri

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ástin blómstrar hjá Timothée Chalamet og Kylie Jenner sem klæddu sig í stíl fyrir forsýningu Marty Supreme.
Ástin blómstrar hjá Timothée Chalamet og Kylie Jenner sem klæddu sig í stíl fyrir forsýningu Marty Supreme. Savion Washington/FilmMagic

Stjörnuparið Timothée Chalamet leikari og Kylie Jenner raunveruleikastjarna stálu senunni á frumsýningu kvikmyndarinnar Marty Supreme í gærkvöldi. Það eru stöðugar sögusagnir um sambandsslit en parið afsannaði þær í gærkvöldi og klæddu sig meira að segja í stíl. 

Chalamet leikur aðalhlutverkið í Marty Supreme á móti Gwyneth Paltrow og hefur mikil eftirvænting ríkt eftir þessari líklegu stórmynd. 

Hér má sjá stiklu úr myndinni: 

Jenner er auðvitað ein vinsælasta raunveruleikastjarna í heimi úr hinum sívinsælu Kardashian þáttum, athafnakona mikil og áhrifavaldur með hundruð milljóna fylgjenda á samfélagsmiðlum. 

Hjúin hafa verið að slá sér upp síðastliðin tæpu þrjú árin og eru mikið á milli tannanna á fólki enda gríðarlega fræg. 

Þau komu, sáu og sigruðu dregilinn í gær í sérsniðnum fatnaði í appelsínugulu leðri og klæðaburðurinn, sem var frá Los Angeles tískurisanum Chrome Hearts, var alveg ótrúlega ferskur og skemmtilegur. 

Það er líka eitthvað svo smart þegar pör leika sér að því að klæða sig í stíl. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.