Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2025 18:36 Samtökin FairSquare eru allt annað en sátt við það hvernig Gianni Infantino hagað störfum sínum upp á síðkastið Vísir/Getty Formleg kvörtun hefur verið send til siðanefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) og þar fullyrt að forseti sambandsins, Gianni Infantino, hafi ítrekað brotið á hlutleysisskyldu sinni þegar kemur að stjórnmálum. Er þess enn fremur krafist að rannsókn fari fram á ferlinu sem leiddi til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hlaut fyrstu friðarverðlaun FIFA. Kvörtunin barst frá hagsmunasamtökunum FairSquare sem einblína jafnan á alþjóðleg réttindi flóttafólks, aðgerðir gegn pólitískri kúgun sem og íþróttum. The Athletic hefur undir höndunum átta blaðsíðna kvörtun sem FairSquare sendi inn á borð siðanefndar FIFA en aðalhlutverk hennar er að kanna möguleg brot á þeim siðareglum sem sambandið starfar eftir. Í kvörtun FairSquare varpa samtökin ljósi á fjögur meint brot Infantino á hlutleysisskyldu sem hvílir á hans herðum sem forseti FIFA. Öll snúa þau að opinberum stuðningsyfirlýsingum Infantino við Donald Trump, Bandaríkjaforseta í mismunandi málum en í siðareglum FIFA segir að sambandið eigi að gæta hlutleysis þegar kemur að stjórnmálum og trúmálum. Þess er krafist af öllum þeim sem gegna störfum fyrir sambandið að þeir gæti hlutleysis þegar við kemur samskiptum við fulltrúa og stofnanir ríkja. Heimsmeistaramót karla í fótbotla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári og undanfarið ár hefur Infantino ítrekað heimsótt Trump í Hvíta Húsið. Trump og Infantino á dögunum þegar dregið var í riðla fyrir komandi heimsmeistaramót og Trump fékk fyrstu friðarverðlaun FIFAVísir/Getty Áður en að dregið var í riðla mótsins í síðustu viku var það kunngjört að sérstök friðarverðlaun FIFA yrðu veitt í fyrsta skipti þegar dregið yrði í riðla. Vissu flestir á þeim tímapunkti að Donald Trump myndi hljóta friðarverðlaunin en hann hafði sjálfur kallað eftir því að fá friðarverðlaun Nóbels fyrr á árinu en fékk ekki. Ferlið sem leiddi að þeirri niðurstöðu að hann varð fyrir valinu hjá FIFA liggur ekki alveg ljóst fyrir og vilja FairSquare að farið verði í rannsókn á því ferli. FIFA Donald Trump HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Kvörtunin barst frá hagsmunasamtökunum FairSquare sem einblína jafnan á alþjóðleg réttindi flóttafólks, aðgerðir gegn pólitískri kúgun sem og íþróttum. The Athletic hefur undir höndunum átta blaðsíðna kvörtun sem FairSquare sendi inn á borð siðanefndar FIFA en aðalhlutverk hennar er að kanna möguleg brot á þeim siðareglum sem sambandið starfar eftir. Í kvörtun FairSquare varpa samtökin ljósi á fjögur meint brot Infantino á hlutleysisskyldu sem hvílir á hans herðum sem forseti FIFA. Öll snúa þau að opinberum stuðningsyfirlýsingum Infantino við Donald Trump, Bandaríkjaforseta í mismunandi málum en í siðareglum FIFA segir að sambandið eigi að gæta hlutleysis þegar kemur að stjórnmálum og trúmálum. Þess er krafist af öllum þeim sem gegna störfum fyrir sambandið að þeir gæti hlutleysis þegar við kemur samskiptum við fulltrúa og stofnanir ríkja. Heimsmeistaramót karla í fótbotla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári og undanfarið ár hefur Infantino ítrekað heimsótt Trump í Hvíta Húsið. Trump og Infantino á dögunum þegar dregið var í riðla fyrir komandi heimsmeistaramót og Trump fékk fyrstu friðarverðlaun FIFAVísir/Getty Áður en að dregið var í riðla mótsins í síðustu viku var það kunngjört að sérstök friðarverðlaun FIFA yrðu veitt í fyrsta skipti þegar dregið yrði í riðla. Vissu flestir á þeim tímapunkti að Donald Trump myndi hljóta friðarverðlaunin en hann hafði sjálfur kallað eftir því að fá friðarverðlaun Nóbels fyrr á árinu en fékk ekki. Ferlið sem leiddi að þeirri niðurstöðu að hann varð fyrir valinu hjá FIFA liggur ekki alveg ljóst fyrir og vilja FairSquare að farið verði í rannsókn á því ferli.
FIFA Donald Trump HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira