Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2025 07:57 Jódís Skúladóttir sat á þingi frá 2021 til 2024. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur tjáð sig um sæðisgjafamálið sem greint var frá í gær og segist meðal annars velta því fyrir sér hvort börnin hennar eigi tugi systkina á Íslandi sem geta ekki rakið uppruna sinn. Greint var frá því í gær að að minnsta kosti 197 börn hefðu verið getin með sæði manns með alvarlegan erfðagalla, þar af fjögur á Íslandi. Nokkur fjöldi barnanna hefur síðan verið greindur með krabbamein og einhver eru dáin. Gjafinn gaf sæði til dansks sæðisbanka, sem seldi sæðið til fjórtán landa. Það var í umferð í um sautján ár og var í einhverjum tilvikum notað oftar en reglur kveða á um. „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum þegar fyrstu fréttir bárust af þessu hörmulega máli. Ég hringdi strax í Livio og óskaði ráðgjafar þar sem við nýttum þjónustu Art Medica á sínum tíma og það fyrirtæki er ekki lengur til. Stuttu seinna fékk ég símtal frá rannsóknarstofu sem fletti upp okkar númerum og staðfesti að við hefðum aldrei nýtt þennan gjafa,“ segir Jódís á Facebook. Hún segir að sem hinsegin kona og síðar sem einhleyp kona hafi hún farið í fleiri frjósemismeðferðir en hún geti talið og það í þremur löndum. Meðferðirnar hafi kostað milljónir. Jódís segist telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að frjósemismeðferðum og ráðast þurfi í rannsókn á lagalegri stöðu og framkvæmd frjósemisaðgerða á Íslandi. „Fólk sem sækir þjónustuna er í örvæntingu og stendur mjög höllum fæti gagnvart slíkum fyrirtækjum. Fólk á allt undir þeim og hefur auk þess margt nýtt allt sitt sparifé í meðferðina. Það veldur því að fólk er hrætt við að gagnrýna eða spyrja spurninga,“ segir Jódís. Hún setur meðal annars spurningamerki við kostnaðinn, við lakan árangur og það hvers vegna gjafar geta enn verið nafnlausir á meðan réttur barna til að þekkja uppruna sinn hafi verið festur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Hvernig getur þetta verið svona? Jú þetta er í fyrsta lagi einkarekin heilbrigðisþjónusta sem starfar eins og önnur fyrirtæki eftir arðsemiskröfu en ekki þjónustuþörf og verðleggur þjónustuna eftir sínu höfði. Eftirliti, eins og við þekkjum vel frá annari einkarekinni heilbrigðisþjónustu, er verulega ábótavant. Ítrekað hefur komið í ljós erlendis að ákveðnir gjafar hafa verið notaðir allt of oft. Þessi ákveðni gjafi sennilega mörghundruð sinnum. Ég spyr mig á litla Íslandi, eiga mín börn tugi systkina hér á landi þar sem engin þeirra getur rakið uppruna sinn? Er það í lagi?“ spyr Jódís. Frjósemi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Greint var frá því í gær að að minnsta kosti 197 börn hefðu verið getin með sæði manns með alvarlegan erfðagalla, þar af fjögur á Íslandi. Nokkur fjöldi barnanna hefur síðan verið greindur með krabbamein og einhver eru dáin. Gjafinn gaf sæði til dansks sæðisbanka, sem seldi sæðið til fjórtán landa. Það var í umferð í um sautján ár og var í einhverjum tilvikum notað oftar en reglur kveða á um. „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum þegar fyrstu fréttir bárust af þessu hörmulega máli. Ég hringdi strax í Livio og óskaði ráðgjafar þar sem við nýttum þjónustu Art Medica á sínum tíma og það fyrirtæki er ekki lengur til. Stuttu seinna fékk ég símtal frá rannsóknarstofu sem fletti upp okkar númerum og staðfesti að við hefðum aldrei nýtt þennan gjafa,“ segir Jódís á Facebook. Hún segir að sem hinsegin kona og síðar sem einhleyp kona hafi hún farið í fleiri frjósemismeðferðir en hún geti talið og það í þremur löndum. Meðferðirnar hafi kostað milljónir. Jódís segist telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að frjósemismeðferðum og ráðast þurfi í rannsókn á lagalegri stöðu og framkvæmd frjósemisaðgerða á Íslandi. „Fólk sem sækir þjónustuna er í örvæntingu og stendur mjög höllum fæti gagnvart slíkum fyrirtækjum. Fólk á allt undir þeim og hefur auk þess margt nýtt allt sitt sparifé í meðferðina. Það veldur því að fólk er hrætt við að gagnrýna eða spyrja spurninga,“ segir Jódís. Hún setur meðal annars spurningamerki við kostnaðinn, við lakan árangur og það hvers vegna gjafar geta enn verið nafnlausir á meðan réttur barna til að þekkja uppruna sinn hafi verið festur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Hvernig getur þetta verið svona? Jú þetta er í fyrsta lagi einkarekin heilbrigðisþjónusta sem starfar eins og önnur fyrirtæki eftir arðsemiskröfu en ekki þjónustuþörf og verðleggur þjónustuna eftir sínu höfði. Eftirliti, eins og við þekkjum vel frá annari einkarekinni heilbrigðisþjónustu, er verulega ábótavant. Ítrekað hefur komið í ljós erlendis að ákveðnir gjafar hafa verið notaðir allt of oft. Þessi ákveðni gjafi sennilega mörghundruð sinnum. Ég spyr mig á litla Íslandi, eiga mín börn tugi systkina hér á landi þar sem engin þeirra getur rakið uppruna sinn? Er það í lagi?“ spyr Jódís.
Frjósemi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira