Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar 14. desember 2025 22:02 Húsnæðisvandinn hefur fylgt okkur í áratugi. Hann birtist í síendurteknum sveiflum: skortur, verðþensla, hrun, stöðnun, síðan aftur skortur og svo framvegis. Afleiðingarnar eru alvarlegar fyrir tugi þúsunda fólks sem vantar viðráðanlegar íbúðir og efnahagslífið í heild. Hátt húsnæðisverð þrýstir á óraunhæfar launakröfur, þrýsta upp vöxtum, hækkar skatta til að niðurgreiða húsnæði og allt þetta leiðir af sér óstöðugt efnahagslíf. Langtímaþörf en samt skammtímahugsun Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áætlar að á næstu 10 árum þurfi að meðaltali um 4300 nýjar íbúðir á ári á landinu. Síðustu áratugi hefur eftirspurn og framleiðsla hins vegar sveiflast frá nokkur hundruð íbúðum á ári upp í um 5.000. Þegar eftirspurn hrynur dregur mjög úr byggingarframkvæmdum því byggingaraðilar hafa ekki aðgang að nægu fjármagni til að halda áfram að byggja. Byggingafyrirtæki stöðvast, fara jafnvel á hausinn, starfsfólk flytur úr landi, þekking tapast og þegar hagkerfið tekur við sér vantar íbúðir á markaðinn, og getur til að framleiða þær. Íbúðaverð ríkur upp langt umfram raunverulegan byggingarkostnað. Þetta er gamalkunnugt mynstur – og það er mörgum dýrt. Framleiðni byggingariðnaðarins Vegna þessara sveiflna er framleiðni í byggingariðnaði hér lág í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt rannsókn frá 2016 var framleiðni vinnuafls á byggingamarkaði hér um 48% lægri en í Noregi. Meginskýringin er ekki hæfni starfsfólks heldur miklar framleiðslusveiflur. Ef byggt væri jafnt og þétt samkvæmt langtímaþörf, óháð skammtímasveiflum, mætti auka framleiðni verulega og lækka meðalkostnaðarverð íbúða. Varlega áætlað gæti stöðug næg framleiðsla lækkað kostnaðarverð um 10–15%, jafnvel meira til lengri tíma litið. Lager í stað skorts Í stað þess að bregðast seint við þenslu með neyðarúrræðum ætti markmiðið að vera að hafa tilbúinn hóflegan lager af óseldum íbúðum þegar uppsveifla hefst. Í kreppum mætti safna upp lager sem síðan gengur út þegar eftirspurn vex á ný. Ef húsnæði væri framleitt óháð skammtímasveiflum væri hámarkslager lauslega áætlað um 5.000 íbúðir í lok nokkurra ára kreppu. Slík fjárbinding væri um 300 milljarðar króna miðað við 60 milljóna króna kostnaðarverð á íbúð. Hér er komið að lykilatriðinu. Lífeyrissjóðirnir – náttúrulegir langtímafjárfestar Lífeyrissjóðirnir ávaxta megin hluta almenns sparnaðar í landinu. Engir aðilar í íslensku hagkerfi eru betur til þess fallnir að fjármagna stöðuga byggingu íbúða, en lífeyrissjóðirnir og þeir færu létt með það. Þeir hafa: Langtímasjónarmið, stöðugt innstreymi fjármagns, burði til að fjárfesta þvert á hagsveiflur, og samfélagslegt hlutverk sem lítur að því að stuðla að velferð almennings út æfina. Við þurfum að fela lífeyrissjóðum að fjárfesta í uppbyggingu íbúðahúsnæðis með skipulögðum hætti til að jafna framboðið, lækka kostnaðarverð og draga úr verðþenslu. Það gætu þeir gert með því að taka þátt í eða stofna bygginga- og innviðafélög sem myndu byggja um 1/3 til ½ árlegrar þarfar og tengda innviði ef á þyrfti að halda. Að sjálfsögðu ætti að miða við að langtímaávöxtun væri viðunandi. Eðlilega þyrftu lífeyrissjóðir að hafa skilyrði og raunhæf viðmið fyrir þátttöku sinni í byggingarfélögum og þeim væri ætlað að selja íbúðir með hóflegri álagningu með sveiflujöfnun og hagkvæmni fyrir neytendur að leiðarljósi. Þátttaka lífeyrissjóða ætti ekki að breyta eðli húsnæðismarkaðarins yfir í leigumarkað, heldur ættu þeir að selja megin hluta þeirra íbúða sem þeir fjármagna framleiðslu á en ef til vill leigja álíka hátt hlutfall og almennt er við líði. Innviðir og heildarsýn Hröð uppbygging er fjárhagslega erfið sveitarfélögum. Byggingafélög lífeyrissjóða ættu að geta samið við sveitarfélög um fjármögnun og uppbygging innviða til dæmis skóla, leikskóla, íþróttamannvirkja, samgöngumannvirkja og almenningssamgangna. Slík heildarsýn myndi gera sveitarfélögum fært að auka lóðaframboð og flýta uppbyggingu. Sterk aðkoma lífeyrissjóða ætti að hafa skýra ramma. Varst þarf að fjárhagslegir yfirburðir þeirra kæfi aðra byggingaraðila. Aðkoma lífeyrissjóðanna ætti að miða við hæfilega marga byggingar sem næðu stærðarhagkvæmni og nægum styrkleika til að byggja stöðugt óháð sveiflum Ávinningurinn Með stöðugri uppbyggingu, betra skipulagi og minni framboðssveiflum mætti: lækka íbúðaverð um 5–30% til lengri tíma, draga úr verðbólguþrýstingi, lækka vexti og minnka hækkun verðtryggðra lána, styrkja byggingariðnaðinn, og bæta kjör heimilanna verulega til frambúðar. Þetta er ekki róttæk hugmynd heldur klassísk hagfræðileg lausn: jafnvægi, langtímahugsun og ábyrg nýting fjármagns. Lífeyrissjóðirnir starfa innan lagaramma. Eðlilega þarf að þróa þann ramma til að hann þjóni þörfum fólks sem best til langs tíma litið. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Lífeyrissjóðir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn hefur fylgt okkur í áratugi. Hann birtist í síendurteknum sveiflum: skortur, verðþensla, hrun, stöðnun, síðan aftur skortur og svo framvegis. Afleiðingarnar eru alvarlegar fyrir tugi þúsunda fólks sem vantar viðráðanlegar íbúðir og efnahagslífið í heild. Hátt húsnæðisverð þrýstir á óraunhæfar launakröfur, þrýsta upp vöxtum, hækkar skatta til að niðurgreiða húsnæði og allt þetta leiðir af sér óstöðugt efnahagslíf. Langtímaþörf en samt skammtímahugsun Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áætlar að á næstu 10 árum þurfi að meðaltali um 4300 nýjar íbúðir á ári á landinu. Síðustu áratugi hefur eftirspurn og framleiðsla hins vegar sveiflast frá nokkur hundruð íbúðum á ári upp í um 5.000. Þegar eftirspurn hrynur dregur mjög úr byggingarframkvæmdum því byggingaraðilar hafa ekki aðgang að nægu fjármagni til að halda áfram að byggja. Byggingafyrirtæki stöðvast, fara jafnvel á hausinn, starfsfólk flytur úr landi, þekking tapast og þegar hagkerfið tekur við sér vantar íbúðir á markaðinn, og getur til að framleiða þær. Íbúðaverð ríkur upp langt umfram raunverulegan byggingarkostnað. Þetta er gamalkunnugt mynstur – og það er mörgum dýrt. Framleiðni byggingariðnaðarins Vegna þessara sveiflna er framleiðni í byggingariðnaði hér lág í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt rannsókn frá 2016 var framleiðni vinnuafls á byggingamarkaði hér um 48% lægri en í Noregi. Meginskýringin er ekki hæfni starfsfólks heldur miklar framleiðslusveiflur. Ef byggt væri jafnt og þétt samkvæmt langtímaþörf, óháð skammtímasveiflum, mætti auka framleiðni verulega og lækka meðalkostnaðarverð íbúða. Varlega áætlað gæti stöðug næg framleiðsla lækkað kostnaðarverð um 10–15%, jafnvel meira til lengri tíma litið. Lager í stað skorts Í stað þess að bregðast seint við þenslu með neyðarúrræðum ætti markmiðið að vera að hafa tilbúinn hóflegan lager af óseldum íbúðum þegar uppsveifla hefst. Í kreppum mætti safna upp lager sem síðan gengur út þegar eftirspurn vex á ný. Ef húsnæði væri framleitt óháð skammtímasveiflum væri hámarkslager lauslega áætlað um 5.000 íbúðir í lok nokkurra ára kreppu. Slík fjárbinding væri um 300 milljarðar króna miðað við 60 milljóna króna kostnaðarverð á íbúð. Hér er komið að lykilatriðinu. Lífeyrissjóðirnir – náttúrulegir langtímafjárfestar Lífeyrissjóðirnir ávaxta megin hluta almenns sparnaðar í landinu. Engir aðilar í íslensku hagkerfi eru betur til þess fallnir að fjármagna stöðuga byggingu íbúða, en lífeyrissjóðirnir og þeir færu létt með það. Þeir hafa: Langtímasjónarmið, stöðugt innstreymi fjármagns, burði til að fjárfesta þvert á hagsveiflur, og samfélagslegt hlutverk sem lítur að því að stuðla að velferð almennings út æfina. Við þurfum að fela lífeyrissjóðum að fjárfesta í uppbyggingu íbúðahúsnæðis með skipulögðum hætti til að jafna framboðið, lækka kostnaðarverð og draga úr verðþenslu. Það gætu þeir gert með því að taka þátt í eða stofna bygginga- og innviðafélög sem myndu byggja um 1/3 til ½ árlegrar þarfar og tengda innviði ef á þyrfti að halda. Að sjálfsögðu ætti að miða við að langtímaávöxtun væri viðunandi. Eðlilega þyrftu lífeyrissjóðir að hafa skilyrði og raunhæf viðmið fyrir þátttöku sinni í byggingarfélögum og þeim væri ætlað að selja íbúðir með hóflegri álagningu með sveiflujöfnun og hagkvæmni fyrir neytendur að leiðarljósi. Þátttaka lífeyrissjóða ætti ekki að breyta eðli húsnæðismarkaðarins yfir í leigumarkað, heldur ættu þeir að selja megin hluta þeirra íbúða sem þeir fjármagna framleiðslu á en ef til vill leigja álíka hátt hlutfall og almennt er við líði. Innviðir og heildarsýn Hröð uppbygging er fjárhagslega erfið sveitarfélögum. Byggingafélög lífeyrissjóða ættu að geta samið við sveitarfélög um fjármögnun og uppbygging innviða til dæmis skóla, leikskóla, íþróttamannvirkja, samgöngumannvirkja og almenningssamgangna. Slík heildarsýn myndi gera sveitarfélögum fært að auka lóðaframboð og flýta uppbyggingu. Sterk aðkoma lífeyrissjóða ætti að hafa skýra ramma. Varst þarf að fjárhagslegir yfirburðir þeirra kæfi aðra byggingaraðila. Aðkoma lífeyrissjóðanna ætti að miða við hæfilega marga byggingar sem næðu stærðarhagkvæmni og nægum styrkleika til að byggja stöðugt óháð sveiflum Ávinningurinn Með stöðugri uppbyggingu, betra skipulagi og minni framboðssveiflum mætti: lækka íbúðaverð um 5–30% til lengri tíma, draga úr verðbólguþrýstingi, lækka vexti og minnka hækkun verðtryggðra lána, styrkja byggingariðnaðinn, og bæta kjör heimilanna verulega til frambúðar. Þetta er ekki róttæk hugmynd heldur klassísk hagfræðileg lausn: jafnvægi, langtímahugsun og ábyrg nýting fjármagns. Lífeyrissjóðirnir starfa innan lagaramma. Eðlilega þarf að þróa þann ramma til að hann þjóni þörfum fólks sem best til langs tíma litið. Höfundur er viðskiptafræðingur
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun