Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Aron Guðmundsson skrifar 17. desember 2025 07:02 Freyr Alexandersson hefur verið að gera flotta hluti með lið Brann á sínu fyrsta tímabili með liðið. Getty/Craig Foy Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, hefur orðið var við áhuga annarra liða á sínum kröftum. Hann segir öðruvísi lið en áður hafa sóst í sig en hefur sjálfur tekið fyrir allar slíkar tilraunir og líður vel hjá Brann. Freyr er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Brann. Undir hans stjórn endaði liðið í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar og er í harðri baráttu í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Norskir fjölmiðlar fjölluðu um það á dögunum að Freyr væri eftirsóttur af liði í MLS deildinni í Bandaríkjunum en hann segist sjálfur hafa hafnað öllum fyrirspurnum sem borist hafa frá öðrum félögum. Freyr bjargaði bæði Lyngby í Danmörku og Kortrijk í Belgíu frá falli á sínum tíma og hefur oft verið kallaður kraftaverkamaðurinn. „Ég hef fundið fyrir töluverðum áhuga á mínum störfum. Síðan að ég fór frá Lyngby hefur þetta verið töluvert. Þannig ég er þannig séð orðinn vanur því. Fótboltinn er bara svo breytilegur, maður veit aldrei hvað gerist.“ Freyr er óneitanlega einn á báti þegar kemur að íslenskum þjálfurum hjá félagsliði erlendis svona ofarlega á gæðastigi fótboltans. Hjá Brann er stefnan ávallt sett á að berjast á toppnum og hefur spilamennska liðsins í Evrópudeildinni á yfirstandandi tímabili vakið athygli. Liðið valtaði þar meðal annars yfir skoska stórliðið Rangers. „Núna spilum við eftirtektarverðan fótbolta, leikmennirnir eru í jákvæðri þróun og tölfræði skoðun gagnvart þjálfurum er líka sífellt að aukast. Það eru því aðeins öðruvísi félög sem hafa áhuga á að tala við mig núna heldur en var raunin eftir tíma minn með Lyngby sem og eftir tímann hjá Kortrijk. Þá var mikill áhugi á því að fá mig til þess að koma inn hjá félögum og bjarga hlutunum.“ Áhugi mismunandi félaga fer ekki fram hjá Frey. „Ég finn alveg fyrir honum en umboðsmenn mínir sjá um þetta. Þeir vita hvar ég stend. Ég er rosalega ánægður í Brann, hef mikinn metnað fyrir því að þróa verkefnið lengra. Ég segi alveg satt þegar að ég segi að ég hef ekki talað við neitt félag sem hefur áhuga á mínum kröftum, ég hef neitað öllum samskiptum við önnur lið á þessum tímapunkti.“ Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Freyr er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Brann. Undir hans stjórn endaði liðið í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar og er í harðri baráttu í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Norskir fjölmiðlar fjölluðu um það á dögunum að Freyr væri eftirsóttur af liði í MLS deildinni í Bandaríkjunum en hann segist sjálfur hafa hafnað öllum fyrirspurnum sem borist hafa frá öðrum félögum. Freyr bjargaði bæði Lyngby í Danmörku og Kortrijk í Belgíu frá falli á sínum tíma og hefur oft verið kallaður kraftaverkamaðurinn. „Ég hef fundið fyrir töluverðum áhuga á mínum störfum. Síðan að ég fór frá Lyngby hefur þetta verið töluvert. Þannig ég er þannig séð orðinn vanur því. Fótboltinn er bara svo breytilegur, maður veit aldrei hvað gerist.“ Freyr er óneitanlega einn á báti þegar kemur að íslenskum þjálfurum hjá félagsliði erlendis svona ofarlega á gæðastigi fótboltans. Hjá Brann er stefnan ávallt sett á að berjast á toppnum og hefur spilamennska liðsins í Evrópudeildinni á yfirstandandi tímabili vakið athygli. Liðið valtaði þar meðal annars yfir skoska stórliðið Rangers. „Núna spilum við eftirtektarverðan fótbolta, leikmennirnir eru í jákvæðri þróun og tölfræði skoðun gagnvart þjálfurum er líka sífellt að aukast. Það eru því aðeins öðruvísi félög sem hafa áhuga á að tala við mig núna heldur en var raunin eftir tíma minn með Lyngby sem og eftir tímann hjá Kortrijk. Þá var mikill áhugi á því að fá mig til þess að koma inn hjá félögum og bjarga hlutunum.“ Áhugi mismunandi félaga fer ekki fram hjá Frey. „Ég finn alveg fyrir honum en umboðsmenn mínir sjá um þetta. Þeir vita hvar ég stend. Ég er rosalega ánægður í Brann, hef mikinn metnað fyrir því að þróa verkefnið lengra. Ég segi alveg satt þegar að ég segi að ég hef ekki talað við neitt félag sem hefur áhuga á mínum kröftum, ég hef neitað öllum samskiptum við önnur lið á þessum tímapunkti.“
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira