Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar 19. desember 2025 20:00 Hvað eigum við eiginlega að gera við afa og ömmu þegar þau geta ekki lengur séð um sig sjálf? Auðvitað er svarið einfalt: við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja afa og ömmu gott, öruggt og innihaldsríkt líf þau ár sem þau eiga eftir. Okkur þykir vænt um gamla fólkið okkar og viljum því vel. Samt er eins og málaflokkur aldraðra hafi verið skilinn eftir í jaðrinum hjá yfirvöldum undanfarin ár. Það er til fólk sem hefur helgað líf sitt umönnun eldri borgara, fólksins sem byggði upp samfélagið okkar og lagði grunninn að þeim réttindum og lífsgæðum sem við njótum í dag. Án þeirra værum við ekki þar sem við erum. Til að sinna þessu fólki af þeirri virðingu sem það á skilið þarf hins vegar meira en falleg orð. Það þarf raunverulegar breytingar. Vissulega er verið að byggja fleiri hjúkrunarheimili, sem er jákvætt, en það eitt og sér dugar ekki. Það vantar fleiri raunhæf og fjölbreytt úrræði í öldrunarþjónustu, bæði innan heimilis og utan. Undirrituð starfar hjá Heimþjónustunni í Reykjavík og upplifir daglega vanmátt gagnvart því að geta ekki sinnt fólki með miklar þjónustuþarfir eins vel og það á skilið. Það er sárt að fara frá fólki eftir vitjanir, vitandi að ekkert fullnægjandi úrræði bíður þeirra. Margir eru óöruggir heima, jafnvel hræddir, en hlutverk heimaþjónustunnar er oft bundið við ákveðin verk: koma inn, sinna þeim og fara aftur út. Aðstæður þjónustuþega eru mjög mismunandi og sumar þeirra hreint út sagt slæmar. Sem dæmi má nefna: ·98 ára kona, býr ein, er óáttuð, nærist illa og getur hvorki kveikt á sjónvarpi né útvarpi án aðstoðar. Lítið bakland. Hún fær synjun á færni- og heilsumati. ·94 ára kona, býr ein og er með töluverða heilabilun. Hún er óörugg, grætur mikið og líður illa ein heima. Hún hefur fengið samþykkt færni- og heilsumat en beðið mánuðum saman eftir hjúkrunarheimili. ·76 ára kona með lungnateppu, þarf að vera með súrefniskút allan sólarhringinn. Hún er skýr en algjörlega ósjálfbjarga heima. Hún hefur fengið samþykkt færni- og heilsumat en beðið í nærri ár eftir hjúkrunarheimili. ·95 ára karlmaður, býr einn, með mikla heilabilun og er mjög óstöðugur til gangs. Dóttir hans sinnir honum eins og hún getur en ræður ekki lengur við aðstæður. ·78 ára karlmaður, býr einn, þarf mikla stýringu vegna heilabilunar. Dóttir, sem er eini nákomni aðstandandinn, er kominn í veikindaleyfi frá vinnu vegna álags. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum. Kerfið bregst þessu fólki. Áherslan á að fólk búi heima hefur orðið of mikil. Fyrir marga er það einfaldlega ekki raunhæfur kostur. Sumir treysta sér ekki til að vera einir, eru hræddir við að deyja einir án þess að nokkur sé hjá þeim. Aðrir eru félagslega einangraðir og hitta kannski aðeins heimaþjónustustarfsmann einu sinni eða tvisvar í viku. Dagþjálfun er gott úrræði fyrir suma, en alls ekki alla. Við þurfum fjölbreyttari lausnir og heimaþjónustan þarf að hafa svigrúm til að sinna félagslegum stuðningi mun betur en nú er gert. Í umræðunni í fjölmiðlum heyrist oft að heimaþjónustan eigi að leysa þessi mál. Við sem störfum innan kerfisins upplifum að þeir sem halda því fram hafi ekki raunverulega kynnt sér hvernig þjónustan er skipulögð eða hversu takmarkað svigrúm starfsfólk hefur. Ég starfa í heimaþjónustunni vegna þess að mig langar að gera vel, en núverandi kerfi leyfir það ekki. Það þarf breytingar, raunverulegar breytingar, svo hægt sé að veita gamla fólkinu okkar þá umönnun, virðingu og öryggi sem það á skilið. Það er ekki boðlegt að vita af þessu fólki heima, oft í óöryggi og einangrun, án þess að geta gert meira. Við verðum að forgangsraða betur og tryggja að þeir sem virkilega þurfa á þjónustu að halda fái hana. Gamla fólkið okkar á betra skilið. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, í þeirri von að reynsla mín og sjónarhorn úr heimaþjónustunni sem og öðrum störfum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar geti stuðlað að raunverulegum breytingum. Höfundur er iðjuþjálfi, teymisstjóri heilabilunarteymis Reykjavíkurborgar og teymisstjóri hjá heimastuðningi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Eldri borgarar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað eigum við eiginlega að gera við afa og ömmu þegar þau geta ekki lengur séð um sig sjálf? Auðvitað er svarið einfalt: við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja afa og ömmu gott, öruggt og innihaldsríkt líf þau ár sem þau eiga eftir. Okkur þykir vænt um gamla fólkið okkar og viljum því vel. Samt er eins og málaflokkur aldraðra hafi verið skilinn eftir í jaðrinum hjá yfirvöldum undanfarin ár. Það er til fólk sem hefur helgað líf sitt umönnun eldri borgara, fólksins sem byggði upp samfélagið okkar og lagði grunninn að þeim réttindum og lífsgæðum sem við njótum í dag. Án þeirra værum við ekki þar sem við erum. Til að sinna þessu fólki af þeirri virðingu sem það á skilið þarf hins vegar meira en falleg orð. Það þarf raunverulegar breytingar. Vissulega er verið að byggja fleiri hjúkrunarheimili, sem er jákvætt, en það eitt og sér dugar ekki. Það vantar fleiri raunhæf og fjölbreytt úrræði í öldrunarþjónustu, bæði innan heimilis og utan. Undirrituð starfar hjá Heimþjónustunni í Reykjavík og upplifir daglega vanmátt gagnvart því að geta ekki sinnt fólki með miklar þjónustuþarfir eins vel og það á skilið. Það er sárt að fara frá fólki eftir vitjanir, vitandi að ekkert fullnægjandi úrræði bíður þeirra. Margir eru óöruggir heima, jafnvel hræddir, en hlutverk heimaþjónustunnar er oft bundið við ákveðin verk: koma inn, sinna þeim og fara aftur út. Aðstæður þjónustuþega eru mjög mismunandi og sumar þeirra hreint út sagt slæmar. Sem dæmi má nefna: ·98 ára kona, býr ein, er óáttuð, nærist illa og getur hvorki kveikt á sjónvarpi né útvarpi án aðstoðar. Lítið bakland. Hún fær synjun á færni- og heilsumati. ·94 ára kona, býr ein og er með töluverða heilabilun. Hún er óörugg, grætur mikið og líður illa ein heima. Hún hefur fengið samþykkt færni- og heilsumat en beðið mánuðum saman eftir hjúkrunarheimili. ·76 ára kona með lungnateppu, þarf að vera með súrefniskút allan sólarhringinn. Hún er skýr en algjörlega ósjálfbjarga heima. Hún hefur fengið samþykkt færni- og heilsumat en beðið í nærri ár eftir hjúkrunarheimili. ·95 ára karlmaður, býr einn, með mikla heilabilun og er mjög óstöðugur til gangs. Dóttir hans sinnir honum eins og hún getur en ræður ekki lengur við aðstæður. ·78 ára karlmaður, býr einn, þarf mikla stýringu vegna heilabilunar. Dóttir, sem er eini nákomni aðstandandinn, er kominn í veikindaleyfi frá vinnu vegna álags. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum. Kerfið bregst þessu fólki. Áherslan á að fólk búi heima hefur orðið of mikil. Fyrir marga er það einfaldlega ekki raunhæfur kostur. Sumir treysta sér ekki til að vera einir, eru hræddir við að deyja einir án þess að nokkur sé hjá þeim. Aðrir eru félagslega einangraðir og hitta kannski aðeins heimaþjónustustarfsmann einu sinni eða tvisvar í viku. Dagþjálfun er gott úrræði fyrir suma, en alls ekki alla. Við þurfum fjölbreyttari lausnir og heimaþjónustan þarf að hafa svigrúm til að sinna félagslegum stuðningi mun betur en nú er gert. Í umræðunni í fjölmiðlum heyrist oft að heimaþjónustan eigi að leysa þessi mál. Við sem störfum innan kerfisins upplifum að þeir sem halda því fram hafi ekki raunverulega kynnt sér hvernig þjónustan er skipulögð eða hversu takmarkað svigrúm starfsfólk hefur. Ég starfa í heimaþjónustunni vegna þess að mig langar að gera vel, en núverandi kerfi leyfir það ekki. Það þarf breytingar, raunverulegar breytingar, svo hægt sé að veita gamla fólkinu okkar þá umönnun, virðingu og öryggi sem það á skilið. Það er ekki boðlegt að vita af þessu fólki heima, oft í óöryggi og einangrun, án þess að geta gert meira. Við verðum að forgangsraða betur og tryggja að þeir sem virkilega þurfa á þjónustu að halda fái hana. Gamla fólkið okkar á betra skilið. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, í þeirri von að reynsla mín og sjónarhorn úr heimaþjónustunni sem og öðrum störfum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar geti stuðlað að raunverulegum breytingum. Höfundur er iðjuþjálfi, teymisstjóri heilabilunarteymis Reykjavíkurborgar og teymisstjóri hjá heimastuðningi í Reykjavík.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun