Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. desember 2025 23:13 Skjótt skipast veður á hæsta tindi Íslands. Vísir/RAX Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans. Hann hafði bókað ferðina „Hvannadalshnjúkur – Iceland’s highest summit“ hjá ónefndu ferðaþjónustufyrirtæki í júní 2024 og greitt fyrir hana 400 evrur. Ferðinni var svo aflýst degi fyrir brottför vegna veðurs. Honum var þá endurgreitt andvirði ferðarinnar og fékk hann sömuleiðis inneignarmiða. Hann nýtti þann miða til að bóka nýja ferð í maí 2025. Seinagangur og hvíldarpásur Ferðin sem hann bókaði þá fór fram samkvæmt áætlun en henni fann ferðamaðurinn ýmislegt til foráttu. Hann vísaði til þess að í lýsingu ferðarinnar hefði verið tiltekinn brottfarartími en svo hafði ekki verið lagt af stað fyrr en klukkutíma seinna. Maðurinn taldi þessa óþörfu töf hafa leitt til þess að sá tímarammi sem hópurinn hafði til að ná á topp Hvannadalshnjúks hefði minnkað verulega. Sömuleiðis sagði hann nokkra þátttakendur í ferðinni ekki hafa haft neina reynslu af fjallaklifri sem hafði að hans sögn neikvæð áhrif á framgang ferðarinnar og öryggi annarra þátttakenda. Sökum tíðra hvíldarpása á leiðinni hafi ferðin gengið verulega hægt og sömuleiðis hafi þátttakendum ekki verið veittar nægjanlegar upplýsingar um það hve krefjandi ferð væri um að ræða. Kornið sem fyllti svo mælinn, að sögn ferðamannsins, var ákvörðun leiðsögumannsins um að hverfa frá því að fara á toppinn og snúa við þegar stutt var eftir á áfangastað. Skýringar leiðsögumannsins hafi sömuleiðis verið misvísandi og aðrir gönguhópar sem lögðu af stað fyrr hafi komist á tindinn farsællega. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þjónustu fyrirtækisins og krafðist þess að hann bætti tjón sitt í formi útlagðs kostnaðar vegna ferðalaga sinna hingað til lands vegna ferðarinnar. Alls krafðist hann 2.805 evra vegna kaupa á flugferðum, gistingu, leigu á bíl og eldsneytis. Mátti vita að veður væri ófyrirsjáanlegt Ferðaþjónustufyrirtækið mótmælti kröfunni og benti á að leiðsögumenn hefðu heimild til að breyta ferðaáætlun eða snúa við hvenær sem öryggi krefðist þess og að ferðin hefði verið kynnt sem mjög krefjandi. Á meðan ferðinni stóð hafi veður- og slóðaskilyrði breyst skyndilega og því hafi það verið mat leiðsögumanna að ekki væri öruggt að klífa tindinn í það sinn. Til að tryggja öryggi þátttakenda hafi verið ákveðið að snúa við. Þá sagði ferðaþjónustufyrirtækið jafnframt að hvorugur hópanna tveggja sem lagði af stað á sama tíma hefðu komist alla leið upp á topp. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að ekki hafi verið sýnt fram á vanefnd af hálfu fyrirtækisins. Nefndin benti á að ferðamaðurinn hefði þegar fengið fulla endurgreiðslu þegar fyrri ferð var aflýst og að honum hefði verið gert það ljóst við endurbókun að aðstæður gætu verið ófyrirsjáanlegar. „Mátti sóknaraðila vera kunnugt við samningsgerðina að ferðin gæti breyst eða verið aflýst vegna veðuraðstæðna. Er því ekki unnt að fallast á það með sóknaraðila að varnaraðila beri að greiða honum skaðabætur “ segir í úrskurðinum. Kærunefndin hafnaði því kröfu ferðamannsins um skaðabætur. Tengd skjöl ÚrskurðurÚRSKURÐURÞJÓNUSTUKAUPASækja skjal Ferðaþjónusta Úrskurðar- og kærunefndir Fjallamennska Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Hann hafði bókað ferðina „Hvannadalshnjúkur – Iceland’s highest summit“ hjá ónefndu ferðaþjónustufyrirtæki í júní 2024 og greitt fyrir hana 400 evrur. Ferðinni var svo aflýst degi fyrir brottför vegna veðurs. Honum var þá endurgreitt andvirði ferðarinnar og fékk hann sömuleiðis inneignarmiða. Hann nýtti þann miða til að bóka nýja ferð í maí 2025. Seinagangur og hvíldarpásur Ferðin sem hann bókaði þá fór fram samkvæmt áætlun en henni fann ferðamaðurinn ýmislegt til foráttu. Hann vísaði til þess að í lýsingu ferðarinnar hefði verið tiltekinn brottfarartími en svo hafði ekki verið lagt af stað fyrr en klukkutíma seinna. Maðurinn taldi þessa óþörfu töf hafa leitt til þess að sá tímarammi sem hópurinn hafði til að ná á topp Hvannadalshnjúks hefði minnkað verulega. Sömuleiðis sagði hann nokkra þátttakendur í ferðinni ekki hafa haft neina reynslu af fjallaklifri sem hafði að hans sögn neikvæð áhrif á framgang ferðarinnar og öryggi annarra þátttakenda. Sökum tíðra hvíldarpása á leiðinni hafi ferðin gengið verulega hægt og sömuleiðis hafi þátttakendum ekki verið veittar nægjanlegar upplýsingar um það hve krefjandi ferð væri um að ræða. Kornið sem fyllti svo mælinn, að sögn ferðamannsins, var ákvörðun leiðsögumannsins um að hverfa frá því að fara á toppinn og snúa við þegar stutt var eftir á áfangastað. Skýringar leiðsögumannsins hafi sömuleiðis verið misvísandi og aðrir gönguhópar sem lögðu af stað fyrr hafi komist á tindinn farsællega. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þjónustu fyrirtækisins og krafðist þess að hann bætti tjón sitt í formi útlagðs kostnaðar vegna ferðalaga sinna hingað til lands vegna ferðarinnar. Alls krafðist hann 2.805 evra vegna kaupa á flugferðum, gistingu, leigu á bíl og eldsneytis. Mátti vita að veður væri ófyrirsjáanlegt Ferðaþjónustufyrirtækið mótmælti kröfunni og benti á að leiðsögumenn hefðu heimild til að breyta ferðaáætlun eða snúa við hvenær sem öryggi krefðist þess og að ferðin hefði verið kynnt sem mjög krefjandi. Á meðan ferðinni stóð hafi veður- og slóðaskilyrði breyst skyndilega og því hafi það verið mat leiðsögumanna að ekki væri öruggt að klífa tindinn í það sinn. Til að tryggja öryggi þátttakenda hafi verið ákveðið að snúa við. Þá sagði ferðaþjónustufyrirtækið jafnframt að hvorugur hópanna tveggja sem lagði af stað á sama tíma hefðu komist alla leið upp á topp. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að ekki hafi verið sýnt fram á vanefnd af hálfu fyrirtækisins. Nefndin benti á að ferðamaðurinn hefði þegar fengið fulla endurgreiðslu þegar fyrri ferð var aflýst og að honum hefði verið gert það ljóst við endurbókun að aðstæður gætu verið ófyrirsjáanlegar. „Mátti sóknaraðila vera kunnugt við samningsgerðina að ferðin gæti breyst eða verið aflýst vegna veðuraðstæðna. Er því ekki unnt að fallast á það með sóknaraðila að varnaraðila beri að greiða honum skaðabætur “ segir í úrskurðinum. Kærunefndin hafnaði því kröfu ferðamannsins um skaðabætur. Tengd skjöl ÚrskurðurÚRSKURÐURÞJÓNUSTUKAUPASækja skjal
Ferðaþjónusta Úrskurðar- og kærunefndir Fjallamennska Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira