Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar 26. desember 2025 09:32 Í skugga tveggja heimsstyrjalda trúðu því kannski ekki margir að svarnar óvinaþjóðir í Evrópu myndu taka höndum saman og stofna Kol-og stálbandalagið (ECSC) árið 1951 og með því deila fullveldi sínu með það að markmiði að koma á varanlegum friði í álfunni. Seinna eða árið 1957 var Rómarsáttmálinn (EEC) samþykktur sem lagði grunninn að efnahagssamvinnu stofnþjóðanna sex sem segja má að hafi verið hinn helmingurinn af verkefninu sem fólst í að samþætta ríkin efnahagslega til að tryggja frið, ferli sem endar með stofnun Evrópusambandsins (EU). Það hefur ekki farið mikið fyrir þeirri umræðu hér á landi að bæði Bandaríkin og Bretland áttu stóran þátt í að koma Evrópusambandinu á laggirnar og færa má rök fyrir því að án þeirra stuðnings og atbeina hefði þetta stærsta friðar- og efnahagsverkefni sem hleypt hefur verið af stokkunum fyrr eða síðar ekki orðið að veruleika (Colomer, 2009). Í sinni frægu ræðu í 19. september í Zurich 1946 sagði Winston Churchill: „Við verðum að byggja upp eitthvað sem kalla má Bandaríki Evrópu ...“ og lagði þar með hugmyndafræðilegan hornstein að því sem koma skyldi (Dinan, 2004). Hinum megin við Atlantshafið nokkrum mánuðum seinna ávarpaði Harry Truman báðar deildir þingsins þar sem hann undirstrikaði mikilvægi þess að styðja við Evrópu fjárhagslega en lýsti einnig yfir stuðningi við hið pólitíska og hugmyndafræðilega ferli sem þyrfti að fara í gang til að tryggja frið (Hovey, 1955). Þessi stuðningur var síðan raungerður í júní árið 1947 í Harvard háskóla þar sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Marshall tilkynnti Marshall áætlunina sem fól í sér gríðarlega fjárhagsaðstoð og skýran vilja Bandaríkjanna til samþættingar Evrópu (Carolan, 2008). Í framhaldinu varð samkomulag um að setja á stofn framkvæmdaaðila Marshalláætlunarinar og í París þetta sama ár var Evrópsku efnahagssamvinnu stofnuninni (OEEC) komið á laggirnar sem síðar varð (OECD) sem varð fyrsti vísirinn að nýju stofnanakerfi Evrópu. Þróunin varð ekki stöðvuð og á sérstöku evrópuþingi sem haldið var í Haag árið 1948 komu saman stjórnmálaleiðtogar, fræðafólk, fulltrúar verkalýðshreyfinga og atvinnurekenda víðs vegar úr álfunni til samráðs og ráðagerðar um nýja hugmyndafræði og stefnu fyrir álfuna (Dedman, 2010). Niðurstaða þingsins var tvíþætt, annars vegar pólitísk og hugmyndafræðileg skuldbinding um samþættingu Evrópu (Dinan, 2014) og hins vegar sameiginleg yfirlýsing um að varanlegur friður, efnahagsleg endurreisn og vernd lýðræðislegra gilda í Evrópu yrði ekki tryggð nema með formlegu og stofnanabundnu samstarfi ríkjanna. Þingið kallaði sérstaklega eftir evrópskum stofnunum sem byggðu á gildum um sameiginleg mannréttindi, réttarríki og lýðræði, sem endurspeglaði lærdóminn af mistökum millistríðsáranna (Judt, 2005). Meðal þekktustu þátttakenda voru Winston Churchill, sem flutti setningarræðu þingsins, Léon Blum forseti Frakklands og formaður franska sósíalistaflokksins, Konrad Adenauer fyrsti kanslari Þýskalands, Paul-Henri Spaak, einn af aðalhöfundum Rómarsáttmálans og Alcide De Gasperi forsætisráðherra Ítalíu. Þegar litið er vestur um haf þessa daganna þá er ljóst að stefna og stefnumótun Trumps í alþjóðamálum og alþjóðaviðskiptum er að þróast með þeim hætti að stór gjá er að myndast milli gamalla bandamanna. Í nýrri öryggisstefnu Trump er hugmyndafræði og tilvist 27 aðildarríkja Evrópusambandsins talin meiri ógn við Bandaríkin en kommúnismi Kína, alræðishyggja Pútíns eða öfgafullur Íslamismi (Appelblaum, 2025). Evrópa stendur á svipuðum tímamótum nú og eftir seinni heimsstyrjöldina þó áskoranirnar séu annars eðlis og komi úr fleiri áttum hefur sjaldan verið mikilvægara að Evrópusambandið standi fast á sínum gildum sem hafa verið undirstaða friðar og velferðar í Evrópu. Höfundur er aðjúnkt og doktor í Strategíu við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í skugga tveggja heimsstyrjalda trúðu því kannski ekki margir að svarnar óvinaþjóðir í Evrópu myndu taka höndum saman og stofna Kol-og stálbandalagið (ECSC) árið 1951 og með því deila fullveldi sínu með það að markmiði að koma á varanlegum friði í álfunni. Seinna eða árið 1957 var Rómarsáttmálinn (EEC) samþykktur sem lagði grunninn að efnahagssamvinnu stofnþjóðanna sex sem segja má að hafi verið hinn helmingurinn af verkefninu sem fólst í að samþætta ríkin efnahagslega til að tryggja frið, ferli sem endar með stofnun Evrópusambandsins (EU). Það hefur ekki farið mikið fyrir þeirri umræðu hér á landi að bæði Bandaríkin og Bretland áttu stóran þátt í að koma Evrópusambandinu á laggirnar og færa má rök fyrir því að án þeirra stuðnings og atbeina hefði þetta stærsta friðar- og efnahagsverkefni sem hleypt hefur verið af stokkunum fyrr eða síðar ekki orðið að veruleika (Colomer, 2009). Í sinni frægu ræðu í 19. september í Zurich 1946 sagði Winston Churchill: „Við verðum að byggja upp eitthvað sem kalla má Bandaríki Evrópu ...“ og lagði þar með hugmyndafræðilegan hornstein að því sem koma skyldi (Dinan, 2004). Hinum megin við Atlantshafið nokkrum mánuðum seinna ávarpaði Harry Truman báðar deildir þingsins þar sem hann undirstrikaði mikilvægi þess að styðja við Evrópu fjárhagslega en lýsti einnig yfir stuðningi við hið pólitíska og hugmyndafræðilega ferli sem þyrfti að fara í gang til að tryggja frið (Hovey, 1955). Þessi stuðningur var síðan raungerður í júní árið 1947 í Harvard háskóla þar sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Marshall tilkynnti Marshall áætlunina sem fól í sér gríðarlega fjárhagsaðstoð og skýran vilja Bandaríkjanna til samþættingar Evrópu (Carolan, 2008). Í framhaldinu varð samkomulag um að setja á stofn framkvæmdaaðila Marshalláætlunarinar og í París þetta sama ár var Evrópsku efnahagssamvinnu stofnuninni (OEEC) komið á laggirnar sem síðar varð (OECD) sem varð fyrsti vísirinn að nýju stofnanakerfi Evrópu. Þróunin varð ekki stöðvuð og á sérstöku evrópuþingi sem haldið var í Haag árið 1948 komu saman stjórnmálaleiðtogar, fræðafólk, fulltrúar verkalýðshreyfinga og atvinnurekenda víðs vegar úr álfunni til samráðs og ráðagerðar um nýja hugmyndafræði og stefnu fyrir álfuna (Dedman, 2010). Niðurstaða þingsins var tvíþætt, annars vegar pólitísk og hugmyndafræðileg skuldbinding um samþættingu Evrópu (Dinan, 2014) og hins vegar sameiginleg yfirlýsing um að varanlegur friður, efnahagsleg endurreisn og vernd lýðræðislegra gilda í Evrópu yrði ekki tryggð nema með formlegu og stofnanabundnu samstarfi ríkjanna. Þingið kallaði sérstaklega eftir evrópskum stofnunum sem byggðu á gildum um sameiginleg mannréttindi, réttarríki og lýðræði, sem endurspeglaði lærdóminn af mistökum millistríðsáranna (Judt, 2005). Meðal þekktustu þátttakenda voru Winston Churchill, sem flutti setningarræðu þingsins, Léon Blum forseti Frakklands og formaður franska sósíalistaflokksins, Konrad Adenauer fyrsti kanslari Þýskalands, Paul-Henri Spaak, einn af aðalhöfundum Rómarsáttmálans og Alcide De Gasperi forsætisráðherra Ítalíu. Þegar litið er vestur um haf þessa daganna þá er ljóst að stefna og stefnumótun Trumps í alþjóðamálum og alþjóðaviðskiptum er að þróast með þeim hætti að stór gjá er að myndast milli gamalla bandamanna. Í nýrri öryggisstefnu Trump er hugmyndafræði og tilvist 27 aðildarríkja Evrópusambandsins talin meiri ógn við Bandaríkin en kommúnismi Kína, alræðishyggja Pútíns eða öfgafullur Íslamismi (Appelblaum, 2025). Evrópa stendur á svipuðum tímamótum nú og eftir seinni heimsstyrjöldina þó áskoranirnar séu annars eðlis og komi úr fleiri áttum hefur sjaldan verið mikilvægara að Evrópusambandið standi fast á sínum gildum sem hafa verið undirstaða friðar og velferðar í Evrópu. Höfundur er aðjúnkt og doktor í Strategíu við Háskólann í Reykjavík.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun