Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2025 21:03 Caroline Garcia var um tíma í 4. sæti heimslistans í tennis og á tvenn gullverðlaun af risamótum. Getty/robert Prange Franska tenniskonan Caroline Garcia segist hafa hafnað tilboði upp á 270.000 dollara, eða um 34 milljónir króna, því hún vildi ekki auglýsa veðmálafyrirtæki. Hún segir allt íþróttafólk þekkja viðbjóðslegu skilaboðin og jafnvel líflátshótanirnar sem því berist vegna veðmála sem ekki ganga upp. Garcia lagði spaðann á hilluna á þessu ári og sinnir nú hlaðvarpinu Tennis Insider Club sem hún bjó til ásamt eiginmanni sínum, Borja Duran. Hún náði best 4. sæti á heimslista kvenna og vann tvisvar sinnum gullverðlaun á risamótum, í tvíliðaleik á Opna franska mótinu árið 2016 og 2022. Garcia segir það að sjálfsögðu hafa freistað að fá háa upphæð fyrir auglýsingu en á endanum hafi það ekki komið til greina að auglýsa veðmálafyrirtæki. „Þetta er umtalsverð upphæð, sérstaklega fyrir sjálfstætt starfandi hlaðvarp og fyrir mig sem er nýlega hætt í atvinnumennsku. En hér er ástæða þess að við höfnuðum þessu. Í viðtölum síðustu tvö ár, við íþróttafólk, þjálfara, umboðsmenn og foreldra, kemur sífellt upp sama þema: veðmál eru orðin aðalástæða fyrir pressu, níði og hatri í nútímaíþróttum,“ skrifaði Garcia á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Caroline Garcia (@carogarcia) „Allir keppendur, frá topp tíu stjörnunum til þeirra sem berjast um sæti á ITF, eiga sínar sögur: Innhólfið fullt af móðgunum eftir leik… Fólk að krefjast peninga því það tapaði veðmáli… Jafnvel líflátshótanir. Ekki út af íþróttum, heldur út af veðmálum,“ skrifaði Garcia og útskýrði betur ákvörðun sína: „Ég vil ekki að Tennis Insider Club, jafnvel óbeint, styðji kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf, og gerir íþróttafólk að skotmarki á hverjum degi.“ Hún kvaðst með þessu ekki vera að dæma fólk fyrir að veðja öðru hvoru. Eða íþróttafólk fyrir að vera með styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki. „Við erum einfaldlega að velja hvað við viljum standa fyrir og hvað við viljum ýta undir,“ skrifaði Garcia. Tennis Fjárhættuspil Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Sjá meira
Garcia lagði spaðann á hilluna á þessu ári og sinnir nú hlaðvarpinu Tennis Insider Club sem hún bjó til ásamt eiginmanni sínum, Borja Duran. Hún náði best 4. sæti á heimslista kvenna og vann tvisvar sinnum gullverðlaun á risamótum, í tvíliðaleik á Opna franska mótinu árið 2016 og 2022. Garcia segir það að sjálfsögðu hafa freistað að fá háa upphæð fyrir auglýsingu en á endanum hafi það ekki komið til greina að auglýsa veðmálafyrirtæki. „Þetta er umtalsverð upphæð, sérstaklega fyrir sjálfstætt starfandi hlaðvarp og fyrir mig sem er nýlega hætt í atvinnumennsku. En hér er ástæða þess að við höfnuðum þessu. Í viðtölum síðustu tvö ár, við íþróttafólk, þjálfara, umboðsmenn og foreldra, kemur sífellt upp sama þema: veðmál eru orðin aðalástæða fyrir pressu, níði og hatri í nútímaíþróttum,“ skrifaði Garcia á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Caroline Garcia (@carogarcia) „Allir keppendur, frá topp tíu stjörnunum til þeirra sem berjast um sæti á ITF, eiga sínar sögur: Innhólfið fullt af móðgunum eftir leik… Fólk að krefjast peninga því það tapaði veðmáli… Jafnvel líflátshótanir. Ekki út af íþróttum, heldur út af veðmálum,“ skrifaði Garcia og útskýrði betur ákvörðun sína: „Ég vil ekki að Tennis Insider Club, jafnvel óbeint, styðji kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf, og gerir íþróttafólk að skotmarki á hverjum degi.“ Hún kvaðst með þessu ekki vera að dæma fólk fyrir að veðja öðru hvoru. Eða íþróttafólk fyrir að vera með styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki. „Við erum einfaldlega að velja hvað við viljum standa fyrir og hvað við viljum ýta undir,“ skrifaði Garcia.
Tennis Fjárhættuspil Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Sjá meira