Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar 31. desember 2025 13:02 Ég þekki Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra ekki persónulega. Hef aldrei hitt hana og þekki ekki til bakgrunns hennar né hæfileika umfram það sem blasir við mér sem almennum borgara. Hún kemur mér engu að síður fyrir sjónir sem trúverðugasti og sterkasti pólitíski leiðtogi sem komið hefur fram hér á landi um langt árabil. Þegar litið er yfir stjórnmálasviðið síðustu áratugi er ljóst að það er langt í frá sjálfgefið að stjórnmálaflokkar hafi sterka leiðtoga. Fremur mætti halda því fram að eitt helsta vandamál íslenskra stjórnmála hafi einmitt verið skortur á slíkri forystu. Stjórnmálaflokkar lifa og deyja. Flestir lifa þó af sveiflur í fylgi, endurskoða stefnur og setja fram ný slagorð, en mistekst samt að höfða til fjöldans. Samfylkingin var í þeirri stöðu. Þangað til skyndilega, nánast eins og hendi væri veifað, fram á sviðið kom ung kona sem virtist fullmótuð til þess að leiða jafnaðarmenn á Íslandi. Upp úr hvaða jarðvegi spretta leiðtogar eins og Kristrún? Það er áhugaverð spurning sem gott væri að hafa svar við. Ég geri mér grein fyrir að henni er vandsvarað, enda flókið samspil margra þátta: uppeldis, persónuleika, hæfileika, eðlisgreindar og aðstæðna. Án þess að geta greint þessa þætti blasir þó eitt við öllum: Kristrún skapar traust. Hún er yfirveguð og geislar af sjálfstrausti. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er að hún kemur ekki upp úr ungliðahreyfingu flokksins. Hún er ekki alin upp í hefðbundnu flokksstarfi og ber ekki með sér bagga fortíðar frá þeim tíma þegar innri átök og sameining flokka skildu eftir sig djúp og erfið sár í árdögum Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún tók við formennsku í flokknum var líkt og hún kæmi að verkefninu sem fullmótuð fagmanneskja, með reynslu úr heimi greiningar, fjármála og stofnana. Í opinberri framkomu eru yfirvegun og skýrleiki einkennandi sem er fremur sjaldgæft í íslenskri pólitík. Hún talar hægt, af festu, hófsemi og trúverðugleika. Hún talar eins og stjórnmálamaður sem skilur samfélagsgerðina og kerfin sem hún vill hafa áhrif á og breyta. Það er nánast nýtt í eyrum margra okkar. Í því ljósi held ég því fram að Kristrún Frostadóttir hafi á liðnu ári orðið tákn fyrir eitthvað sem hefur verið af skornum skammti í íslenskum stjórnmálum allt of lengi: tilfinningu fyrir stjórnmálaleiðtoga sem fólk er tilbúið að treysta, jafnvel án þess að þekkja hana persónulega og án þess að hafa kosið flokk hennar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Samfylkingin Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég þekki Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra ekki persónulega. Hef aldrei hitt hana og þekki ekki til bakgrunns hennar né hæfileika umfram það sem blasir við mér sem almennum borgara. Hún kemur mér engu að síður fyrir sjónir sem trúverðugasti og sterkasti pólitíski leiðtogi sem komið hefur fram hér á landi um langt árabil. Þegar litið er yfir stjórnmálasviðið síðustu áratugi er ljóst að það er langt í frá sjálfgefið að stjórnmálaflokkar hafi sterka leiðtoga. Fremur mætti halda því fram að eitt helsta vandamál íslenskra stjórnmála hafi einmitt verið skortur á slíkri forystu. Stjórnmálaflokkar lifa og deyja. Flestir lifa þó af sveiflur í fylgi, endurskoða stefnur og setja fram ný slagorð, en mistekst samt að höfða til fjöldans. Samfylkingin var í þeirri stöðu. Þangað til skyndilega, nánast eins og hendi væri veifað, fram á sviðið kom ung kona sem virtist fullmótuð til þess að leiða jafnaðarmenn á Íslandi. Upp úr hvaða jarðvegi spretta leiðtogar eins og Kristrún? Það er áhugaverð spurning sem gott væri að hafa svar við. Ég geri mér grein fyrir að henni er vandsvarað, enda flókið samspil margra þátta: uppeldis, persónuleika, hæfileika, eðlisgreindar og aðstæðna. Án þess að geta greint þessa þætti blasir þó eitt við öllum: Kristrún skapar traust. Hún er yfirveguð og geislar af sjálfstrausti. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er að hún kemur ekki upp úr ungliðahreyfingu flokksins. Hún er ekki alin upp í hefðbundnu flokksstarfi og ber ekki með sér bagga fortíðar frá þeim tíma þegar innri átök og sameining flokka skildu eftir sig djúp og erfið sár í árdögum Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún tók við formennsku í flokknum var líkt og hún kæmi að verkefninu sem fullmótuð fagmanneskja, með reynslu úr heimi greiningar, fjármála og stofnana. Í opinberri framkomu eru yfirvegun og skýrleiki einkennandi sem er fremur sjaldgæft í íslenskri pólitík. Hún talar hægt, af festu, hófsemi og trúverðugleika. Hún talar eins og stjórnmálamaður sem skilur samfélagsgerðina og kerfin sem hún vill hafa áhrif á og breyta. Það er nánast nýtt í eyrum margra okkar. Í því ljósi held ég því fram að Kristrún Frostadóttir hafi á liðnu ári orðið tákn fyrir eitthvað sem hefur verið af skornum skammti í íslenskum stjórnmálum allt of lengi: tilfinningu fyrir stjórnmálaleiðtoga sem fólk er tilbúið að treysta, jafnvel án þess að þekkja hana persónulega og án þess að hafa kosið flokk hennar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar