Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar 31. desember 2025 13:02 Ég þekki Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra ekki persónulega. Hef aldrei hitt hana og þekki ekki til bakgrunns hennar né hæfileika umfram það sem blasir við mér sem almennum borgara. Hún kemur mér engu að síður fyrir sjónir sem trúverðugasti og sterkasti pólitíski leiðtogi sem komið hefur fram hér á landi um langt árabil. Þegar litið er yfir stjórnmálasviðið síðustu áratugi er ljóst að það er langt í frá sjálfgefið að stjórnmálaflokkar hafi sterka leiðtoga. Fremur mætti halda því fram að eitt helsta vandamál íslenskra stjórnmála hafi einmitt verið skortur á slíkri forystu. Stjórnmálaflokkar lifa og deyja. Flestir lifa þó af sveiflur í fylgi, endurskoða stefnur og setja fram ný slagorð, en mistekst samt að höfða til fjöldans. Samfylkingin var í þeirri stöðu. Þangað til skyndilega, nánast eins og hendi væri veifað, fram á sviðið kom ung kona sem virtist fullmótuð til þess að leiða jafnaðarmenn á Íslandi. Upp úr hvaða jarðvegi spretta leiðtogar eins og Kristrún? Það er áhugaverð spurning sem gott væri að hafa svar við. Ég geri mér grein fyrir að henni er vandsvarað, enda flókið samspil margra þátta: uppeldis, persónuleika, hæfileika, eðlisgreindar og aðstæðna. Án þess að geta greint þessa þætti blasir þó eitt við öllum: Kristrún skapar traust. Hún er yfirveguð og geislar af sjálfstrausti. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er að hún kemur ekki upp úr ungliðahreyfingu flokksins. Hún er ekki alin upp í hefðbundnu flokksstarfi og ber ekki með sér bagga fortíðar frá þeim tíma þegar innri átök og sameining flokka skildu eftir sig djúp og erfið sár í árdögum Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún tók við formennsku í flokknum var líkt og hún kæmi að verkefninu sem fullmótuð fagmanneskja, með reynslu úr heimi greiningar, fjármála og stofnana. Í opinberri framkomu eru yfirvegun og skýrleiki einkennandi sem er fremur sjaldgæft í íslenskri pólitík. Hún talar hægt, af festu, hófsemi og trúverðugleika. Hún talar eins og stjórnmálamaður sem skilur samfélagsgerðina og kerfin sem hún vill hafa áhrif á og breyta. Það er nánast nýtt í eyrum margra okkar. Í því ljósi held ég því fram að Kristrún Frostadóttir hafi á liðnu ári orðið tákn fyrir eitthvað sem hefur verið af skornum skammti í íslenskum stjórnmálum allt of lengi: tilfinningu fyrir stjórnmálaleiðtoga sem fólk er tilbúið að treysta, jafnvel án þess að þekkja hana persónulega og án þess að hafa kosið flokk hennar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Samfylkingin Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Ég þekki Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra ekki persónulega. Hef aldrei hitt hana og þekki ekki til bakgrunns hennar né hæfileika umfram það sem blasir við mér sem almennum borgara. Hún kemur mér engu að síður fyrir sjónir sem trúverðugasti og sterkasti pólitíski leiðtogi sem komið hefur fram hér á landi um langt árabil. Þegar litið er yfir stjórnmálasviðið síðustu áratugi er ljóst að það er langt í frá sjálfgefið að stjórnmálaflokkar hafi sterka leiðtoga. Fremur mætti halda því fram að eitt helsta vandamál íslenskra stjórnmála hafi einmitt verið skortur á slíkri forystu. Stjórnmálaflokkar lifa og deyja. Flestir lifa þó af sveiflur í fylgi, endurskoða stefnur og setja fram ný slagorð, en mistekst samt að höfða til fjöldans. Samfylkingin var í þeirri stöðu. Þangað til skyndilega, nánast eins og hendi væri veifað, fram á sviðið kom ung kona sem virtist fullmótuð til þess að leiða jafnaðarmenn á Íslandi. Upp úr hvaða jarðvegi spretta leiðtogar eins og Kristrún? Það er áhugaverð spurning sem gott væri að hafa svar við. Ég geri mér grein fyrir að henni er vandsvarað, enda flókið samspil margra þátta: uppeldis, persónuleika, hæfileika, eðlisgreindar og aðstæðna. Án þess að geta greint þessa þætti blasir þó eitt við öllum: Kristrún skapar traust. Hún er yfirveguð og geislar af sjálfstrausti. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er að hún kemur ekki upp úr ungliðahreyfingu flokksins. Hún er ekki alin upp í hefðbundnu flokksstarfi og ber ekki með sér bagga fortíðar frá þeim tíma þegar innri átök og sameining flokka skildu eftir sig djúp og erfið sár í árdögum Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún tók við formennsku í flokknum var líkt og hún kæmi að verkefninu sem fullmótuð fagmanneskja, með reynslu úr heimi greiningar, fjármála og stofnana. Í opinberri framkomu eru yfirvegun og skýrleiki einkennandi sem er fremur sjaldgæft í íslenskri pólitík. Hún talar hægt, af festu, hófsemi og trúverðugleika. Hún talar eins og stjórnmálamaður sem skilur samfélagsgerðina og kerfin sem hún vill hafa áhrif á og breyta. Það er nánast nýtt í eyrum margra okkar. Í því ljósi held ég því fram að Kristrún Frostadóttir hafi á liðnu ári orðið tákn fyrir eitthvað sem hefur verið af skornum skammti í íslenskum stjórnmálum allt of lengi: tilfinningu fyrir stjórnmálaleiðtoga sem fólk er tilbúið að treysta, jafnvel án þess að þekkja hana persónulega og án þess að hafa kosið flokk hennar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar