Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 1. janúar 2026 11:00 Í fyrsta sinn í tólf ár er gæði loftsins vöktuð í Breiðholti. Það er gott að vita til þess að núna geta íbúar, foreldra, forsvarsfólk íþróttafélaga og skólastofna í Breiðholti fylgjast með gæðum andrúmsloftsins í rauntíma með sérstaklega þegar ef loftgæðin fara úr grænu á rautt. Og um leið metið hvort eigi að halda börnum inni í leikskólanum, hvort þurfi að fella niður æfingu eða hvort það er ráðlagt að fara út að hreyfa sig. Íbúaráð Breiðholts tók málin í sínar hendur Að mæla gæði loftsins í fjölmennasta hverfi borgarinnar hefur verið í vinnslu hjá mér og íbúaráði Breiðholts frá því að íþróttamannvirki ÍR risu sameinuðust á einum stað í Mjóddinni. Ráðið samþykkti einróma tillögu fyrir rúmu ári síðan að koma fyrir loftgæðamæli í hverfinu til að vakta hverfið eftir langt hlé. Mjóddin er umvafinn þungum stofnbrautum, ný byggð hefur bæst við Mjóddina, umferð hefur aukist og íbúum mun halda áfram að fjölga. Íbúaráðið vann í þágu hverfis og hagsmuna íbúa. Það er dýrmætt fyrir fólk í stjórnmálum að gera gagn. Áhrif svifryks á líkamann Svifryk er ekki bara heilsuspillandi fyrir lungu, hjarta og æðar heldur ferðast agnirnar í gegnum blóðrásina, út um allan líkamann. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir svifryki getur valdið bólgum í höfði, leitt til sjúkdóma eins og Alzheimer og elliglapa, efnin berast í gegnum fylgju til fósturs og geta haft áhrif á þroska barna og valdið öndunarfærasjúkdómum. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir svifryki og eru útsettari en fullorðnir, en 2-4 sinnum meira magn agna finnast í öndunarfærum barna miðað við fullorðna. Okkur ber rík skylda til að vernda heilsu barna, svifryksmengun getur hamlað þroska þeirra og haft ýmsar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Samræmd söfnun gagna skiptir miklu máli en samhliða er mikilvægt að halda utan um fjölda skipta sem stjórnendur í leik- og grunnskólum, frístund og jafnvel hjá íþróttafélögum taka ákvörðun um að halda börnum inni eða fella niður æfingar. Loftgæði = lífsgæði Hreint loft eru lífsgæði, en því miður alls ekki sjálfsagður hlutur. Það er mikilvægt að varðveita þau gæði til næstu kynslóða. Þannig að börnin okkar og komandi kynslóðir búi og lifi við sömu og helst betri lífsgæði og mín kynslóð. Til þess þarf pólitískt hugrekki. Við verðum að standa með umhverfinu, með viðkvæmum hópum, með komandi kynslóðum. Með aukinni umferð og fleiri bílum verður að vakta loftgæðin í eystri byggðum borgarinnar, sérstaklega þar sem íþróttasvæði og fjölmenn byggð eru nálægt þungum stofnbrautum. En ekki síður leita leiða til að draga úr umferð, minnka notkun nagladekkja og greiða fyrir almenningssamgöngum. Hvet öll áhugasöm að fylgjast með loftgæðamælinum í Breiðholti í vetur. Mikilvægur áfangi og ég er stolt af því að hafa ásamt öðru fulltrúum í íbúaráðinu komið þeim á. En það þarf að gera betur. Það skiptir máli fyrir hverfið að hafa sterka rödd í borgarstjórn, tryggja Breiðhylting í borgarstjórn. Og það skiptir líka máli fyrir hin hverfin í borginni. Breiðholt getur líka verið fyrirmynd. Höfundur er varaborgarfulltrúi, fv. formaður íbúaráðs Breiðholts, íbúi í Breiðholti og sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 24.janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Loftgæði Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn í tólf ár er gæði loftsins vöktuð í Breiðholti. Það er gott að vita til þess að núna geta íbúar, foreldra, forsvarsfólk íþróttafélaga og skólastofna í Breiðholti fylgjast með gæðum andrúmsloftsins í rauntíma með sérstaklega þegar ef loftgæðin fara úr grænu á rautt. Og um leið metið hvort eigi að halda börnum inni í leikskólanum, hvort þurfi að fella niður æfingu eða hvort það er ráðlagt að fara út að hreyfa sig. Íbúaráð Breiðholts tók málin í sínar hendur Að mæla gæði loftsins í fjölmennasta hverfi borgarinnar hefur verið í vinnslu hjá mér og íbúaráði Breiðholts frá því að íþróttamannvirki ÍR risu sameinuðust á einum stað í Mjóddinni. Ráðið samþykkti einróma tillögu fyrir rúmu ári síðan að koma fyrir loftgæðamæli í hverfinu til að vakta hverfið eftir langt hlé. Mjóddin er umvafinn þungum stofnbrautum, ný byggð hefur bæst við Mjóddina, umferð hefur aukist og íbúum mun halda áfram að fjölga. Íbúaráðið vann í þágu hverfis og hagsmuna íbúa. Það er dýrmætt fyrir fólk í stjórnmálum að gera gagn. Áhrif svifryks á líkamann Svifryk er ekki bara heilsuspillandi fyrir lungu, hjarta og æðar heldur ferðast agnirnar í gegnum blóðrásina, út um allan líkamann. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir svifryki getur valdið bólgum í höfði, leitt til sjúkdóma eins og Alzheimer og elliglapa, efnin berast í gegnum fylgju til fósturs og geta haft áhrif á þroska barna og valdið öndunarfærasjúkdómum. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir svifryki og eru útsettari en fullorðnir, en 2-4 sinnum meira magn agna finnast í öndunarfærum barna miðað við fullorðna. Okkur ber rík skylda til að vernda heilsu barna, svifryksmengun getur hamlað þroska þeirra og haft ýmsar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Samræmd söfnun gagna skiptir miklu máli en samhliða er mikilvægt að halda utan um fjölda skipta sem stjórnendur í leik- og grunnskólum, frístund og jafnvel hjá íþróttafélögum taka ákvörðun um að halda börnum inni eða fella niður æfingar. Loftgæði = lífsgæði Hreint loft eru lífsgæði, en því miður alls ekki sjálfsagður hlutur. Það er mikilvægt að varðveita þau gæði til næstu kynslóða. Þannig að börnin okkar og komandi kynslóðir búi og lifi við sömu og helst betri lífsgæði og mín kynslóð. Til þess þarf pólitískt hugrekki. Við verðum að standa með umhverfinu, með viðkvæmum hópum, með komandi kynslóðum. Með aukinni umferð og fleiri bílum verður að vakta loftgæðin í eystri byggðum borgarinnar, sérstaklega þar sem íþróttasvæði og fjölmenn byggð eru nálægt þungum stofnbrautum. En ekki síður leita leiða til að draga úr umferð, minnka notkun nagladekkja og greiða fyrir almenningssamgöngum. Hvet öll áhugasöm að fylgjast með loftgæðamælinum í Breiðholti í vetur. Mikilvægur áfangi og ég er stolt af því að hafa ásamt öðru fulltrúum í íbúaráðinu komið þeim á. En það þarf að gera betur. Það skiptir máli fyrir hverfið að hafa sterka rödd í borgarstjórn, tryggja Breiðhylting í borgarstjórn. Og það skiptir líka máli fyrir hin hverfin í borginni. Breiðholt getur líka verið fyrirmynd. Höfundur er varaborgarfulltrúi, fv. formaður íbúaráðs Breiðholts, íbúi í Breiðholti og sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 24.janúar næstkomandi.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun