Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar 1. janúar 2026 12:30 Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla. Stuðningur við íþróttastarf er með því mesta sem gerist í alþjóðlegum samanburði, sundlaugar borgarinnar laða að sér heimamenn og erlenda ferðamenn í tugþúsundatali í hverri viku og eru nú komnar á skrá UNESCO yfir merkar menningarminjar. Borgin býður lengsta opnunartíma sundlauga á landinu og það er til dæmis opið í dag – sund á nýársdag er frábær byrjun á árinu! Mikil ánægja Borgin hefur tekið stakkaskiptum til hins betra á undanförnum áratugum og breyst úr grámyglulegri bílaborg í kraumandi menningarborg sem t.d. býður barnafjölskyldum betri þjónustu varðandi leikskóla, frístundastuðning, almenningsíþróttir og velferðarþjónustu en víða þekkist í öðrum löndum. Ánægja foreldra með starfið á leikskóla barna sinna mælist ítrekað yfir 90% og langflestir foreldrar fá leikskólapláss í sínu hverfi. Á þessu hausti var byrjað að taka á móti börnum frá 16 mánaða aldri og mikil uppbygging er framundan á allra næstu árum þegar nýjum plássum munu fjölga um nærri 1800 eða rúmlega 30%. Á næstu vikum kynnum við nýjar tillögur um bætt starfsumhverfi leikskóla þar sem við ætlum að bæta daglegt líf barnmargra fjölskyldna samhliða því að styðja betur við bakið á leikskólastjórnendum m.a. í tengslum við húsnæðis- og viðhaldsmál. Frístundastyrkurinn hefur hækkað um helming á kjörtímabilinu og er nú nýting hans meiri en nokkru sinni fyrr eða um 82%. Framlög til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku hafa margfaldast og ný fjölmenningarstefna leggur grunn að enn frekari umbótum í þeim málaflokki. Húsnæðisuppbygging og betri almenningssamgöngur Mikill kraftur er í húsnæðisuppbygging borgarinnar og eftir því sem þéttingarverkefni klárast eykst áherslan á uppbyggingu á nýjum svæðum, s.s. í Höllunum við Úlfarsárdal, Ártúnshöfða, Keldnalandi og víðar þar sem við leggjum sérstaka áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, efnaminna fólk og blandaða byggð. Almenningssamgöngur eru að verða ákjósanlegri valkostur fyrir fleiri með bættri þjónustu Strætó, styttri biðtíma og fjölgun ferða. Bílastæðum fjölgar með nýjum bílastæðahúsum sem síður gera kröfur um að nýta dýrmætt borgarland ofanjarðar. Við höfum tækifæri til að ná meiri sátt í flugvallarmálinu með því að verja innanlands- og sjúkraflug en draga úr óþarfa flugumferð á sama tíma og hægt er að hefja löngu tímabæra uppbyggingu húsnæðis fyrir ungt fólk í hjarta borgarinnar. Ég er stoltur af öllu því öfluga starfsfólki borgarinnar sem sinnir störfum sínum af fagmennsku og dugnaði alla daga ársins. Metum það sem vel er gert um leið og við höldum áfram að bæta það sem betur má fara. Áfram Reykjavík – gleðilegt ár! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla. Stuðningur við íþróttastarf er með því mesta sem gerist í alþjóðlegum samanburði, sundlaugar borgarinnar laða að sér heimamenn og erlenda ferðamenn í tugþúsundatali í hverri viku og eru nú komnar á skrá UNESCO yfir merkar menningarminjar. Borgin býður lengsta opnunartíma sundlauga á landinu og það er til dæmis opið í dag – sund á nýársdag er frábær byrjun á árinu! Mikil ánægja Borgin hefur tekið stakkaskiptum til hins betra á undanförnum áratugum og breyst úr grámyglulegri bílaborg í kraumandi menningarborg sem t.d. býður barnafjölskyldum betri þjónustu varðandi leikskóla, frístundastuðning, almenningsíþróttir og velferðarþjónustu en víða þekkist í öðrum löndum. Ánægja foreldra með starfið á leikskóla barna sinna mælist ítrekað yfir 90% og langflestir foreldrar fá leikskólapláss í sínu hverfi. Á þessu hausti var byrjað að taka á móti börnum frá 16 mánaða aldri og mikil uppbygging er framundan á allra næstu árum þegar nýjum plássum munu fjölga um nærri 1800 eða rúmlega 30%. Á næstu vikum kynnum við nýjar tillögur um bætt starfsumhverfi leikskóla þar sem við ætlum að bæta daglegt líf barnmargra fjölskyldna samhliða því að styðja betur við bakið á leikskólastjórnendum m.a. í tengslum við húsnæðis- og viðhaldsmál. Frístundastyrkurinn hefur hækkað um helming á kjörtímabilinu og er nú nýting hans meiri en nokkru sinni fyrr eða um 82%. Framlög til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku hafa margfaldast og ný fjölmenningarstefna leggur grunn að enn frekari umbótum í þeim málaflokki. Húsnæðisuppbygging og betri almenningssamgöngur Mikill kraftur er í húsnæðisuppbygging borgarinnar og eftir því sem þéttingarverkefni klárast eykst áherslan á uppbyggingu á nýjum svæðum, s.s. í Höllunum við Úlfarsárdal, Ártúnshöfða, Keldnalandi og víðar þar sem við leggjum sérstaka áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, efnaminna fólk og blandaða byggð. Almenningssamgöngur eru að verða ákjósanlegri valkostur fyrir fleiri með bættri þjónustu Strætó, styttri biðtíma og fjölgun ferða. Bílastæðum fjölgar með nýjum bílastæðahúsum sem síður gera kröfur um að nýta dýrmætt borgarland ofanjarðar. Við höfum tækifæri til að ná meiri sátt í flugvallarmálinu með því að verja innanlands- og sjúkraflug en draga úr óþarfa flugumferð á sama tíma og hægt er að hefja löngu tímabæra uppbyggingu húsnæðis fyrir ungt fólk í hjarta borgarinnar. Ég er stoltur af öllu því öfluga starfsfólki borgarinnar sem sinnir störfum sínum af fagmennsku og dugnaði alla daga ársins. Metum það sem vel er gert um leið og við höldum áfram að bæta það sem betur má fara. Áfram Reykjavík – gleðilegt ár! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun