Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2026 14:40 Ein af flugferðunum sem þúsundir fylgdust með í dag. Flightradar24 Flugferðir sem tengjast aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafi í dag og flugferðir milli Bretlands og Íslands hafa verið mikið milli tannanna, ef svo má segja, á fólki á internetinu í dag. Mögulegt er að Bandaríkjamenn séu að flytja hergögn og hermenn frá Bretlandi aftur til Bandaríkjanna eftir aðgerðirnar. Þegar þetta er skrifað, um klukkan hálf þrjú, eru flestar af tíu mest vöktuðu flugferðunum á vefnum Flightradar, þar sem hægt er að fylgjast með flestum flugferðum heimsins, flugferðir sem snúa að Íslandi og/eða aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafinu í dag. Nokkuð flökt hefur verið á vinsældum flugferðanna en þrjár af flugvélunum tíu eru sérstakar eftirlitsflugvélar sem eru mikið notaðar af bandarískum sérsveitum. Flugvélar þessar eru af gerðinni Pilatus U-28A Draco og er verið að fljúga þeim frá Wick í Bretlandi til Keflavíkur og verður þeim væntanlega flogið áfram til Bandaríkjanna. Einnig er um að ræða herflugvélar og einkaþotur í eigu herafla Bandaríkjanna og hefur mikið verið fylgst með þeim á vef Flightradar í dag. Um síðustu helgi og á mánudaginn fylgdust áhugamenn og sérfræðingar með flugferðum yfir Atlantshafið þar sem verið var að fljúga frá herstöð fyrir sérsveitarmenn í Bandaríkjunum til Bretlands. Þessum flutningum fylgdu þyrlur og eftirlitsflugvélar og þótti það strax benda til þess að Bandaríkjamenn ætluðu sér að gera áhlaup um borð í skuggaskipið Marinera, sem kallaðist áður Bella 1. Til stóð að stöðva skipið undan ströndum Venesúela í síðasta mánuði en það hefur verið beitt refsiaðgerðum vegna brota á viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gagnvart Íran og Rússlandi. Bandarískir hermenn gerðu svo áhlaup um borð í skipið suður af Íslandi, innan íslenskrar efnahagslögsögu, í dag. Mikill áhugi hefur verið á þessum aðgerðum í dag. Yfirmaður varnarmálaumfjöllunar hjá Economist lýsti eltingaleiknum við skuggaskipið í morgun sem „OJ Simpson eltingaleik Norður-Atlantshafsins. The OJ Simpson chase of the North Atlantic. https://t.co/UaRWzEDDgk— Shashank Joshi (@shashj) January 7, 2026 Bandaríkin Hernaður Rússland Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Þegar þetta er skrifað, um klukkan hálf þrjú, eru flestar af tíu mest vöktuðu flugferðunum á vefnum Flightradar, þar sem hægt er að fylgjast með flestum flugferðum heimsins, flugferðir sem snúa að Íslandi og/eða aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafinu í dag. Nokkuð flökt hefur verið á vinsældum flugferðanna en þrjár af flugvélunum tíu eru sérstakar eftirlitsflugvélar sem eru mikið notaðar af bandarískum sérsveitum. Flugvélar þessar eru af gerðinni Pilatus U-28A Draco og er verið að fljúga þeim frá Wick í Bretlandi til Keflavíkur og verður þeim væntanlega flogið áfram til Bandaríkjanna. Einnig er um að ræða herflugvélar og einkaþotur í eigu herafla Bandaríkjanna og hefur mikið verið fylgst með þeim á vef Flightradar í dag. Um síðustu helgi og á mánudaginn fylgdust áhugamenn og sérfræðingar með flugferðum yfir Atlantshafið þar sem verið var að fljúga frá herstöð fyrir sérsveitarmenn í Bandaríkjunum til Bretlands. Þessum flutningum fylgdu þyrlur og eftirlitsflugvélar og þótti það strax benda til þess að Bandaríkjamenn ætluðu sér að gera áhlaup um borð í skuggaskipið Marinera, sem kallaðist áður Bella 1. Til stóð að stöðva skipið undan ströndum Venesúela í síðasta mánuði en það hefur verið beitt refsiaðgerðum vegna brota á viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gagnvart Íran og Rússlandi. Bandarískir hermenn gerðu svo áhlaup um borð í skipið suður af Íslandi, innan íslenskrar efnahagslögsögu, í dag. Mikill áhugi hefur verið á þessum aðgerðum í dag. Yfirmaður varnarmálaumfjöllunar hjá Economist lýsti eltingaleiknum við skuggaskipið í morgun sem „OJ Simpson eltingaleik Norður-Atlantshafsins. The OJ Simpson chase of the North Atlantic. https://t.co/UaRWzEDDgk— Shashank Joshi (@shashj) January 7, 2026
Bandaríkin Hernaður Rússland Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira