Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Agnar Már Másson skrifar 7. janúar 2026 17:06 Konan hefur sætt einangrun á Hólmsheiði frá því í desember. Vísir/Vilhelm Ung kona sem sætt hefur einangrun nær óslitið frá því í september hefur meðal annars verið ákærð fyrir að ráðast á níu lögreglumenn og sjúkraflutningamann. Hún er einnig sögð hafa rispað bíl lögreglumanns. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur konunni vegna meintra brota gegn valdstjórninni, eignaspjalla og brota á vopnalögum hennar sem ná yfir tímabilið 17. júní til 2. september 2025. Íslandsdeild Amnesty lýsti í desember áhyggjum af umfjöllun um að ung kona hefði sætt einangrun á Hólmsheiði í þrjá mánuði og gerði Amnesty auk þess kröfu um úrbætur í fangelsum. Tilefnið var umfjöllun Rúv í nóvember um konuna, sem hafði að sögn miðilsins verið í einangrun vegna sjálfsskaða svo vikum skiptir. Meint brot hennar gegn valdstjórninni varða þrjú atvik. Hún mun hinn 21. ágúst, í sjúkrabifreið á leið frá heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hafa sparkað í mjöðm sjúkraflutningamanns og klipið í hægri hönd lögreglumanns. Þegar komið var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hún sögð hafa sparkað í fótlegg eins lögreglumanns, svo sparkað í innanvert vinstra læri annars lögreglumanns, og síðan stappað á fót, aftur sparkað í læri og sköflung þeirra. Eftir það er henni meint að hafa sparkað í sköflung fjórða lögreglumannsins og að lokum sparkað í hné fimmta lögreglumannsins. Annar ákæruliðurinn undir broti gegn valdstjórninni kemur fram að hún hafi í kjölfar handtöku utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum fimmtudaginn 28. ágúst sparkað í hné lögreglumanns við skyldustörf og með svo skömmu síðar, í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hringbraut 130, Reykjanesbæ, sparkað í læri sama lögreglumanns. Aðfaranótt þriðjudagsins 2. september, við handtöku að Heiðarenda í Reykjanesbæ, mun hún svo hafa sparkað í læri eins lögreglumanns og svo annars. Skömmu síðar, er verið var að færa ákærðu inn í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ, hafi hún svo aftur sparkað í hné annars lögreglumanns, svo í hægri sköflung lögreglumanns og síðan, með því að hafa um morguninn þegar verið var að framkvæma leit í bifreið ákærðu í bílageymslu lögreglustöðvarinnar hafi hún sparkað í hægri og vinstri sköflung lögreglumanns. Hún mun því alls hafa ráðist á níu lögreglumenn. Allir lögreglumenn voru við skyldustörf, samkvæmt ákærunni. Auk þess er hún ákærð fyrir eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 26. ágúst kastað þremur eggjum í bifreið í eigu lögreglumanns, þar sem hún stóð kyrrstæð við götu í Reykjanesbæ, með þeim afleiðingum að grunnar rispur hafi orðið á vélarhlíf bílsins. Síðan hafi hún hinn 30. ágúst rispað ökumannshurð bíls í eigu sama lögreglumanns með lykli með þeim afleiðingum að skemmdir hafi orðið. Síðan hafi hún lýst því 2. september í samskiptum við 1717 að hún væri á leiðinni til Keflavíkur að rústa bifreið í eigu annars lögreglumanns og brjóta rúður í bifreið hans með rúðubrjóti. Þá hafi hún ekið að Heiðarenda í Reykjanesbæ í því skyni að vinna skemmdir á bifreið lögreglumannsins þar sem hún var handtekin af lögreglu við Heiðarenda með rúðubrjót meðferðis. Auk þess er hún grunuð um brot gegn vopnalögum með því að hafa í vörslum sínum fjaðrahníf sem lögregla fann við húsleit á heimili konunnar í Garði, en ekki liggur í ákæru fyrir hvers vegna ráðist var í húsleit þennan dag. Þá hafi hún hinn 27. ágúst borið kokkahníf með 16 cm blaðlengd á almannafæri utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum. Fangelsismál Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur konunni vegna meintra brota gegn valdstjórninni, eignaspjalla og brota á vopnalögum hennar sem ná yfir tímabilið 17. júní til 2. september 2025. Íslandsdeild Amnesty lýsti í desember áhyggjum af umfjöllun um að ung kona hefði sætt einangrun á Hólmsheiði í þrjá mánuði og gerði Amnesty auk þess kröfu um úrbætur í fangelsum. Tilefnið var umfjöllun Rúv í nóvember um konuna, sem hafði að sögn miðilsins verið í einangrun vegna sjálfsskaða svo vikum skiptir. Meint brot hennar gegn valdstjórninni varða þrjú atvik. Hún mun hinn 21. ágúst, í sjúkrabifreið á leið frá heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hafa sparkað í mjöðm sjúkraflutningamanns og klipið í hægri hönd lögreglumanns. Þegar komið var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hún sögð hafa sparkað í fótlegg eins lögreglumanns, svo sparkað í innanvert vinstra læri annars lögreglumanns, og síðan stappað á fót, aftur sparkað í læri og sköflung þeirra. Eftir það er henni meint að hafa sparkað í sköflung fjórða lögreglumannsins og að lokum sparkað í hné fimmta lögreglumannsins. Annar ákæruliðurinn undir broti gegn valdstjórninni kemur fram að hún hafi í kjölfar handtöku utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum fimmtudaginn 28. ágúst sparkað í hné lögreglumanns við skyldustörf og með svo skömmu síðar, í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hringbraut 130, Reykjanesbæ, sparkað í læri sama lögreglumanns. Aðfaranótt þriðjudagsins 2. september, við handtöku að Heiðarenda í Reykjanesbæ, mun hún svo hafa sparkað í læri eins lögreglumanns og svo annars. Skömmu síðar, er verið var að færa ákærðu inn í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ, hafi hún svo aftur sparkað í hné annars lögreglumanns, svo í hægri sköflung lögreglumanns og síðan, með því að hafa um morguninn þegar verið var að framkvæma leit í bifreið ákærðu í bílageymslu lögreglustöðvarinnar hafi hún sparkað í hægri og vinstri sköflung lögreglumanns. Hún mun því alls hafa ráðist á níu lögreglumenn. Allir lögreglumenn voru við skyldustörf, samkvæmt ákærunni. Auk þess er hún ákærð fyrir eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 26. ágúst kastað þremur eggjum í bifreið í eigu lögreglumanns, þar sem hún stóð kyrrstæð við götu í Reykjanesbæ, með þeim afleiðingum að grunnar rispur hafi orðið á vélarhlíf bílsins. Síðan hafi hún hinn 30. ágúst rispað ökumannshurð bíls í eigu sama lögreglumanns með lykli með þeim afleiðingum að skemmdir hafi orðið. Síðan hafi hún lýst því 2. september í samskiptum við 1717 að hún væri á leiðinni til Keflavíkur að rústa bifreið í eigu annars lögreglumanns og brjóta rúður í bifreið hans með rúðubrjóti. Þá hafi hún ekið að Heiðarenda í Reykjanesbæ í því skyni að vinna skemmdir á bifreið lögreglumannsins þar sem hún var handtekin af lögreglu við Heiðarenda með rúðubrjót meðferðis. Auk þess er hún grunuð um brot gegn vopnalögum með því að hafa í vörslum sínum fjaðrahníf sem lögregla fann við húsleit á heimili konunnar í Garði, en ekki liggur í ákæru fyrir hvers vegna ráðist var í húsleit þennan dag. Þá hafi hún hinn 27. ágúst borið kokkahníf með 16 cm blaðlengd á almannafæri utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum.
Fangelsismál Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira