„Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. janúar 2026 09:02 Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta. Vísir/Sigurður Már Björgvin Páll Gústavsson hefur leik á sínu 19. stórmóti í handbolta á morgun. Mikill munur er á þeim Björgvin sem mætti á sitt fyrsta mót 2008 og í dag en þrátt fyrir að fimmtugsaldurinn sígi á, er hann í fantaformi. „Mér líður mjög vel. Það er góð tilfinning að koma akkúrat hingað inn, þetta er sama fjölmiðlasvæði og við vorum á fyrir þremur árum síðan. Við vitum alveg hvað bíður okkar hérna; það er mikil stemning og hörkuleikir. Við erum peppaðir og gaman að koma á næsta EM, loksins,“ segir Björgvin Páll en loftbrú verður frá Íslandi til Kristianstad í dag. Tvö til þrjú þúsund Íslendingar munu taka yfir þennan 40 þúsund manna bæ, líkt og þeir gerðu á HM 2023. Mikil spenna er í bænum fyrir komu Íslendinganna og má búast við einstakri stemningu. Það ýtir undir spennu á meðal leikmanna og hefur líklega áhrif á það að Björgvin fái seint nóg af því að mæta með liðinu á stórmót. Þú færð ekkert nóg af þessu? „Nei, heldur betur ekki,“ segir Björgvin og brosir. „Ég held að þú sjáir það bara inni á vellinum að ég hef gaman að þessu, hef ástríðu fyrir þessu, og meðan hún lifir enn þá held ég áfram,“ segir Björgvin. Eitthvað mikið að ef hann hefur ekki þroskast Björgvin Páll fór á sitt fyrsta stórmót þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í Peking sumarið 2008. Hann hefur mætt á hvert einasta stórmót síðan og því það nítjánda sem hefst á morgun. En hver er mesti munurinn á Björgvini Páli árið 2008 og þeim sem mætir á mótið í dag? „Ætli það sé ekki búið að rífa úr honum alla töffarastælana og egóið og hrokann? Það er svona helst. Fyrsti landsleikurinn var 2003 þannig að þetta er tuttugasta og fjórða árið að byrja. Ef maður er ekki búinn að þroskast eitthvað á þeim tíma er eitthvað mikið að,“ segir Björgvin og hlær. Fimur á fimmtugsaldri Björgvin verður 41 árs í maí næskomandi og hefur sætt gagnrýni á undanförnum mótum. Einhverjir hafa kallað eftir yngri manni inn í hópinn í hans stað. Björgvin sýndi hins vegar í æfingaleik við Evrópumeistara Frakka um liðna helgi að hann er enn í hörkustandi. „Mér líður vel. Með fullri virðingu fyrir deildinni heima er gott að sjá að ég get skipt um gír frá þeirri deild að spila á móti þeim bestu í heimi nokkrum dögum seinna. Í janúar er það auðveldara, þegar þú ert með landsliðinu í tvær vikur fram að móti, að fá á þig fullt af skotum og æfa með bestu gaurum í heimi. Það er slatti af þeim í okkar liði. Það heldur mér á tánum og heldur mér ungum. Svo er ég ungur í anda svo það á að vera auðvelt verkefni,“ segir Björgvin Páll. Fleira kemur fram í viðtaæli við markvörðinn knáa sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Björgvin ræðir egóið, aldurinn og læti á æfingu Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Það er góð tilfinning að koma akkúrat hingað inn, þetta er sama fjölmiðlasvæði og við vorum á fyrir þremur árum síðan. Við vitum alveg hvað bíður okkar hérna; það er mikil stemning og hörkuleikir. Við erum peppaðir og gaman að koma á næsta EM, loksins,“ segir Björgvin Páll en loftbrú verður frá Íslandi til Kristianstad í dag. Tvö til þrjú þúsund Íslendingar munu taka yfir þennan 40 þúsund manna bæ, líkt og þeir gerðu á HM 2023. Mikil spenna er í bænum fyrir komu Íslendinganna og má búast við einstakri stemningu. Það ýtir undir spennu á meðal leikmanna og hefur líklega áhrif á það að Björgvin fái seint nóg af því að mæta með liðinu á stórmót. Þú færð ekkert nóg af þessu? „Nei, heldur betur ekki,“ segir Björgvin og brosir. „Ég held að þú sjáir það bara inni á vellinum að ég hef gaman að þessu, hef ástríðu fyrir þessu, og meðan hún lifir enn þá held ég áfram,“ segir Björgvin. Eitthvað mikið að ef hann hefur ekki þroskast Björgvin Páll fór á sitt fyrsta stórmót þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í Peking sumarið 2008. Hann hefur mætt á hvert einasta stórmót síðan og því það nítjánda sem hefst á morgun. En hver er mesti munurinn á Björgvini Páli árið 2008 og þeim sem mætir á mótið í dag? „Ætli það sé ekki búið að rífa úr honum alla töffarastælana og egóið og hrokann? Það er svona helst. Fyrsti landsleikurinn var 2003 þannig að þetta er tuttugasta og fjórða árið að byrja. Ef maður er ekki búinn að þroskast eitthvað á þeim tíma er eitthvað mikið að,“ segir Björgvin og hlær. Fimur á fimmtugsaldri Björgvin verður 41 árs í maí næskomandi og hefur sætt gagnrýni á undanförnum mótum. Einhverjir hafa kallað eftir yngri manni inn í hópinn í hans stað. Björgvin sýndi hins vegar í æfingaleik við Evrópumeistara Frakka um liðna helgi að hann er enn í hörkustandi. „Mér líður vel. Með fullri virðingu fyrir deildinni heima er gott að sjá að ég get skipt um gír frá þeirri deild að spila á móti þeim bestu í heimi nokkrum dögum seinna. Í janúar er það auðveldara, þegar þú ert með landsliðinu í tvær vikur fram að móti, að fá á þig fullt af skotum og æfa með bestu gaurum í heimi. Það er slatti af þeim í okkar liði. Það heldur mér á tánum og heldur mér ungum. Svo er ég ungur í anda svo það á að vera auðvelt verkefni,“ segir Björgvin Páll. Fleira kemur fram í viðtaæli við markvörðinn knáa sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Björgvin ræðir egóið, aldurinn og læti á æfingu
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti