Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar 20. janúar 2026 11:32 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, birti í dag góða og hvetjandi grein þar sem hún kallar eftir „stríðsástandsnálgun“ á stóru áskoranir í heilbrigðismálum og vísar til hugmyndafræði Mariönu Mazzucato um „mission-oriented“ stjórnun. Ég fagna þessu innleggi sérstaklega. Það er nefnilega engin mótsögn fólgin í því að vilja öflugt opinbert heilbrigðiskerfi að norrænni fyrirmynd og að vilja samtímis innleiða þá dýnamísku, markmiðadrifnu nýsköpun sem Steinunn kallar eftir. Þvert á móti: Norræna módelið er líklega besti mögulegi jarðvegurinn fyrir einmitt þessa nálgun. Einnig er það mín einlæga skoðun er traustið eigi að efla í allar áttir, einnig traust stjórnvalda til heilbrigðisstarfsfólks að finna leysa áskoranir Hvernig fara „Mission-Economy“ og norræna velferðarkerfið saman? Kjarninn í málflutningi Mazzucato er að ríkið eigi ekki bara að „lagfæra markaðsbresti“ (e. fixing market failures) heldur „móta markaðinn“ (e. shaping markets). Ríkið setur stóru markmiðin – líkt og að lenda á tunglinu eða útrýma biðlistum – en lausnirnar verða til í samstarfi ólíkra aðila. Hér tvinnast þræðirnir saman við þá sýn sem ég hef talað fyrir: Stóra markmiðið (The Mission): Í okkar tilviki er markmiðið skýrt og byggir á grunngildum norræna módelsins: Að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, jafnt fyrir alla landsmenn, óháð efnahag og búseti. Þetta er „tunglskotið“ okkar. Framkvæmdin (Bottom-up): Eins og Steinunn bendir réttilega á, þá gerist töfrarnir ekki í fundarherbergjum ráðuneyta eða stofanna heldur á gólfinu. Í COVID-19 tókst okkur vel til vegna þess að stjórnvöld settu markmiðið (verndum líf og heilsu) en treystu fagfólkinu fyrir útfærslunni. Traust er eldsneyti nýsköpunar Steinunn spyr hvort ekki megi gefa fagfólki lausari tauminn til nýsköpunar. Svarið er jú, tvímælalaust. Í því felst hið raunverulega traust sem ég hef fjallað um. Til að „mission-oriented“ nálgun virki í opinberu kerfi þarf ríkið að vera bakhjarl sem þorir að taka áhættu með fagfólkinu. Það þýðir að við þurfum að færa okkur úr því að stýra með nákvæmum fyrirmælum og eftirliti yfir í að stýra með sameiginlegri sýn. Ef við erum sammála um áfangastaðinn (jöfnuð og gæði), þá eigum við að treysta læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki til að velja leiðina þangað innan þess fjárhagsramma sem til skiptanna er. Sameiginleg áskorun Ég tek heils hugar undir áskorun formanns Læknafélagsins. Nýtum kraftinn, þekkinguna og viljann sem býr í fagstéttunum. Við stjórnvöld eigum að setja stóru markmiðin – að útrýma biðlistum, bæta þjónustu við aldraða og tryggja mönnun. En við eigum að gera það með því að bjóða fagfélögum og rekstrareiningum að borðinu sem samverkamönnum í lausnaleit, ekki bara framkvæmdaraðilum. Sú nálgun, þar sem ríkið tryggir öryggisnetið og fjármögnunina (algildisstefnan) en fagfólkið drífur áfram þróunina (nýsköpunin), er uppskriftin að heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða. Látum verkin tala, byggð á trausti og sameiginlegum metnaði. Höfundur er læknir og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, birti í dag góða og hvetjandi grein þar sem hún kallar eftir „stríðsástandsnálgun“ á stóru áskoranir í heilbrigðismálum og vísar til hugmyndafræði Mariönu Mazzucato um „mission-oriented“ stjórnun. Ég fagna þessu innleggi sérstaklega. Það er nefnilega engin mótsögn fólgin í því að vilja öflugt opinbert heilbrigðiskerfi að norrænni fyrirmynd og að vilja samtímis innleiða þá dýnamísku, markmiðadrifnu nýsköpun sem Steinunn kallar eftir. Þvert á móti: Norræna módelið er líklega besti mögulegi jarðvegurinn fyrir einmitt þessa nálgun. Einnig er það mín einlæga skoðun er traustið eigi að efla í allar áttir, einnig traust stjórnvalda til heilbrigðisstarfsfólks að finna leysa áskoranir Hvernig fara „Mission-Economy“ og norræna velferðarkerfið saman? Kjarninn í málflutningi Mazzucato er að ríkið eigi ekki bara að „lagfæra markaðsbresti“ (e. fixing market failures) heldur „móta markaðinn“ (e. shaping markets). Ríkið setur stóru markmiðin – líkt og að lenda á tunglinu eða útrýma biðlistum – en lausnirnar verða til í samstarfi ólíkra aðila. Hér tvinnast þræðirnir saman við þá sýn sem ég hef talað fyrir: Stóra markmiðið (The Mission): Í okkar tilviki er markmiðið skýrt og byggir á grunngildum norræna módelsins: Að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, jafnt fyrir alla landsmenn, óháð efnahag og búseti. Þetta er „tunglskotið“ okkar. Framkvæmdin (Bottom-up): Eins og Steinunn bendir réttilega á, þá gerist töfrarnir ekki í fundarherbergjum ráðuneyta eða stofanna heldur á gólfinu. Í COVID-19 tókst okkur vel til vegna þess að stjórnvöld settu markmiðið (verndum líf og heilsu) en treystu fagfólkinu fyrir útfærslunni. Traust er eldsneyti nýsköpunar Steinunn spyr hvort ekki megi gefa fagfólki lausari tauminn til nýsköpunar. Svarið er jú, tvímælalaust. Í því felst hið raunverulega traust sem ég hef fjallað um. Til að „mission-oriented“ nálgun virki í opinberu kerfi þarf ríkið að vera bakhjarl sem þorir að taka áhættu með fagfólkinu. Það þýðir að við þurfum að færa okkur úr því að stýra með nákvæmum fyrirmælum og eftirliti yfir í að stýra með sameiginlegri sýn. Ef við erum sammála um áfangastaðinn (jöfnuð og gæði), þá eigum við að treysta læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki til að velja leiðina þangað innan þess fjárhagsramma sem til skiptanna er. Sameiginleg áskorun Ég tek heils hugar undir áskorun formanns Læknafélagsins. Nýtum kraftinn, þekkinguna og viljann sem býr í fagstéttunum. Við stjórnvöld eigum að setja stóru markmiðin – að útrýma biðlistum, bæta þjónustu við aldraða og tryggja mönnun. En við eigum að gera það með því að bjóða fagfélögum og rekstrareiningum að borðinu sem samverkamönnum í lausnaleit, ekki bara framkvæmdaraðilum. Sú nálgun, þar sem ríkið tryggir öryggisnetið og fjármögnunina (algildisstefnan) en fagfólkið drífur áfram þróunina (nýsköpunin), er uppskriftin að heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða. Látum verkin tala, byggð á trausti og sameiginlegum metnaði. Höfundur er læknir og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun