Skoðun

Magnea Marinós­dóttir á brýnt erindi í borgar­stjórn

Hörður Filippusson skrifar

Það er ekki algengt að frambjóðendur til opinberra embætta hafi jafn mikið til þess brunns að bera og Magnea Marinósdóttir, sem býður sig fram til setu í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Því ber að fagna.

Ferilskrá Magneu er merkilegt plagg og ber vitni um mikilvægan námsferil, fjölbreytt störf innan lands og alþjóðlega og frumkvæði á ýmsum sviðum. Magnea er stjórnmálafræðingur að mennt með BA-próf frá Háskóla Íslands og meistarapróf alþjóðastjórn- og öryggismálum frá Georgetown University, Washington DC. Auk formlegs náms hefur hún sótt námskeið í opinberri stjórnsýslu, jafnréttismálum og sáttamiðlun svo fátt eitt sé talið. Hún hefur hlotið náms- og rannsóknarstyrki, m.a. frá Nord-Plus, Fulbright og UN Women.

Starfsreynsla Magneu er mjög fjölbreytt og hefur hún meðal annars starfað fyrir UN Women í Kósóvó og Bosníu-Hersegóvínu og á vegum sænskra kvenréttindasamtaka í Austur-Jerúsalem. Hér heima hefur hún starfað á vegum Alþingis og sveitarfélaga, sem sérfræðingur hjá ráðuneytum, háskólum og félagasamtökum og er þá fátt upp talið.

Auk formlegra starfa hefur Magnea verið ötull þátttakndi í margvíslegu félagsstarfi innan lands og alþjóðlega.

Í öllum sínum störfum hefur Magnea haft mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi sem sannur jafnaðarmaður. Hún hefur verið félagi í Samfylkingunni - Jafnaðarflokki Íslands frá stofnun, er nú í stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og hefur lagt drjúgt af mörkum í starfi félagsins og flokksins. Á þeim vettvangi er hún yfirveguð og rökföst og eftir því tekið sem hún hefur fram að færa.

Ég er sannfærður um að menntun, reynsla og hugmyndir Magneu muni koma að góðu gagni í borgarstjórn þar sem hún sækist eftir 2-4 sæti á lista Samfylkingarinnar. Ég mæli sannarlega með því að hún hljóti góða kosningu.

Höfundur er jafnaðarmaður, félagi í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík og formaður 60+ í Reykjavík




Skoðun

Skoðun

Byggjum fyrir fólk

Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar

Sjá meira


×