Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 21. janúar 2026 12:00 Umræðan um bílastæði í Reykjavík fer oft í öfgar. Annaðhvort á að tryggja tvö stæði á hverja íbúð, eða halda áfram að byggja með færri stæðum og vona að allt reddist. Báðar leiðir missa þó af kjarnanum. Bílastæðavandinn í Reykjavík er ekki siðferðisleg spurningum hvort fólk eigi að nota bara strætó eða eiga alla bílana. Þetta er rýmis vandamál og lausnin liggur í einfaldri stærðfræði. Einkabíll tekur pláss allan sólarhringinn. Hann er notaður í stuttan tíma á dag, en hann þarf bílastæði 24/7 heima og í vinnu í 8 klukkutíma og líka ca 2 tíma á dag við við verslanir, líkamsrækt og aðra þjónustu. Bíll í einkaeigu tekur því agalega mikið pláss í borgarlandinu og er notaður mjög lítinn tíma sólarhringsins. Þegar borgir þétta byggð og halda samt í sama fjölda einkabíla á heimili, þá skapast togstreita við leit að stæðum. Stundum myndast líka árekstrar milli íbúa sem eiga til dæmis 1,25 stæði á hverjar íbúð því enginn leggur 25% af bílnum sínum þar sem allir bílarnir vilja jú gista heima hjá sér á nóttunni. Það er fyrirsjáanlegt, því það er einfaldlega ekki til pláss fyrir alla bílana. Það sem borgin Bremen í Þýskalandi gerði var ekki að berjast við bílaeigendur, heldur að breyta kerfinu þannig að færri þurfa að eiga bíl til að hafa aðgang að bíl. Þar var deilibílum (car sharing) komið inn sem grunn innviðum í borgarumhverfi, hleðslu aðstöðu og sérmerktum stæðum, líka á götum þar sem bílastæðaskortur var mestur. Rannsókn á áhrifum deilibíla í Bremen sýnir að hver deilibíll geti komið í stað allt að 16 einkabíla, eða komið í veg fyrir kaup á þeim. Áhrifin eru gríðarleg. Í best practice samantekt um Bremen kemur fram að árið 2024 hafi áhrif deilibíla þar jafngilt því að um 10.000 bílar séu teknir úr götunum, og að til að ná sömu “pláss losun” með bílastæðahúsum þyrfti fjárfestingu upp á um 200 milljónir evra. Það er 29 milljarðar íslenskra króna. Má bjóða okkur Reykvíkingum að spara það á næstu árum og fjárfesta í skólakerfinu okkar en ekki bílakjöllurum? Saga Bremen er nákvæmlega það sem það sem Reykjavík þarf að hafa hugrekki til að fara í. Það er ódýrara, fljótlegra og friðsamlegra að minnka bíla fjöldann sem þarf bílastæði, en að reyna að steypa sig út úr vandanum. Nú þegar er hægt að fá 107 deilibíla sem flæða um borgina og hver sem er getur náð í hvenær sem er. Þetta er ekki draumsýn, þetta er það sem Bremen hefur gert með markvissum hætti í áratugi, með pólitískum stuðningi og skipulagi sem gerir deilibílum kleift að virka þar sem þrengslin eru mest. Reykjavík á því ekki að spyrja bara hversu mörg stæði vanti. Borgin á að spyrja hvernig hún fækki bílum sem þurfa stæði allan sólarhringinn en á sama tíma boðið upp á glæsilega rafmagnsbíla sem þjónustar íbúana jafn vel og einkabíllinn. Deilibílar eru einfaldasta leiðin til þess. Þetta er nefnilega stærðfræði en ekki trúarbrögð. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Umræðan um bílastæði í Reykjavík fer oft í öfgar. Annaðhvort á að tryggja tvö stæði á hverja íbúð, eða halda áfram að byggja með færri stæðum og vona að allt reddist. Báðar leiðir missa þó af kjarnanum. Bílastæðavandinn í Reykjavík er ekki siðferðisleg spurningum hvort fólk eigi að nota bara strætó eða eiga alla bílana. Þetta er rýmis vandamál og lausnin liggur í einfaldri stærðfræði. Einkabíll tekur pláss allan sólarhringinn. Hann er notaður í stuttan tíma á dag, en hann þarf bílastæði 24/7 heima og í vinnu í 8 klukkutíma og líka ca 2 tíma á dag við við verslanir, líkamsrækt og aðra þjónustu. Bíll í einkaeigu tekur því agalega mikið pláss í borgarlandinu og er notaður mjög lítinn tíma sólarhringsins. Þegar borgir þétta byggð og halda samt í sama fjölda einkabíla á heimili, þá skapast togstreita við leit að stæðum. Stundum myndast líka árekstrar milli íbúa sem eiga til dæmis 1,25 stæði á hverjar íbúð því enginn leggur 25% af bílnum sínum þar sem allir bílarnir vilja jú gista heima hjá sér á nóttunni. Það er fyrirsjáanlegt, því það er einfaldlega ekki til pláss fyrir alla bílana. Það sem borgin Bremen í Þýskalandi gerði var ekki að berjast við bílaeigendur, heldur að breyta kerfinu þannig að færri þurfa að eiga bíl til að hafa aðgang að bíl. Þar var deilibílum (car sharing) komið inn sem grunn innviðum í borgarumhverfi, hleðslu aðstöðu og sérmerktum stæðum, líka á götum þar sem bílastæðaskortur var mestur. Rannsókn á áhrifum deilibíla í Bremen sýnir að hver deilibíll geti komið í stað allt að 16 einkabíla, eða komið í veg fyrir kaup á þeim. Áhrifin eru gríðarleg. Í best practice samantekt um Bremen kemur fram að árið 2024 hafi áhrif deilibíla þar jafngilt því að um 10.000 bílar séu teknir úr götunum, og að til að ná sömu “pláss losun” með bílastæðahúsum þyrfti fjárfestingu upp á um 200 milljónir evra. Það er 29 milljarðar íslenskra króna. Má bjóða okkur Reykvíkingum að spara það á næstu árum og fjárfesta í skólakerfinu okkar en ekki bílakjöllurum? Saga Bremen er nákvæmlega það sem það sem Reykjavík þarf að hafa hugrekki til að fara í. Það er ódýrara, fljótlegra og friðsamlegra að minnka bíla fjöldann sem þarf bílastæði, en að reyna að steypa sig út úr vandanum. Nú þegar er hægt að fá 107 deilibíla sem flæða um borgina og hver sem er getur náð í hvenær sem er. Þetta er ekki draumsýn, þetta er það sem Bremen hefur gert með markvissum hætti í áratugi, með pólitískum stuðningi og skipulagi sem gerir deilibílum kleift að virka þar sem þrengslin eru mest. Reykjavík á því ekki að spyrja bara hversu mörg stæði vanti. Borgin á að spyrja hvernig hún fækki bílum sem þurfa stæði allan sólarhringinn en á sama tíma boðið upp á glæsilega rafmagnsbíla sem þjónustar íbúana jafn vel og einkabíllinn. Deilibílar eru einfaldasta leiðin til þess. Þetta er nefnilega stærðfræði en ekki trúarbrögð. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun