Menning

Sí­gildar myndir og heims­fræg leik­kona á franskri kvik­mynda­há­tíð

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Fjöldi góðra franskra mynda verður sýndur næstu vikuna á franskri kvikmyndahátíð.
Fjöldi góðra franskra mynda verður sýndur næstu vikuna á franskri kvikmyndahátíð.

Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í 26. sinn í Bíó Paradís frá 23. janúar til 1. febrúar. Á dagskrá eru tíu franskar kvikmyndir, nýjar í bland við samtímaklassík. Franska leikkonan Isabelle Huppert verður meðal gesta.

Hátíðin er haldin af franska sendiráðinu á Íslandi, Alliance Française í Reykjavík og Bíó Paradís. Meðal sígildra mynda sem verða til sýningar eru glæpamyndin La Haine (1995) og gamanmyndin Amélie (2001) og auk þess verður boðið upp á fjölbreytta viðburði.

Kvikmyndirnar tíu sem verða sýndar eru Útlendingurinn (L’Étranger), Ríkasta kona í heimi (La femme la plus riche du monde), Örkin mikla (L’inconnu de la Grande Arche) Stéphane Demoustier, Litla systirin (La petite dernière), Clèves, Saga Souleymanes (L’Histoire de Souleymane), La Haine, Amélie, Píanóslysið (L’Accident de piano) og Maya, gef mér titil (Maya, donne-moi un titre).

Franskir heiðursgestir hátíðarinnar verða leikkonan Isabelle Huppert, rithöfundurinn Marie Darrieussecq og leikstjórinn Rodolphe Tissot.

Fyrir utan myndirnar allar verða ýmsir skemmtilegir viðburðir, Í kvöld klukkan 18:15 verður „Kvöldstund með Isabelle Huppert“ þar sem Ríkasta kona í heimi verður sýnd í viðurvist leikkonunnnar Isabelle Huppert. 

Auk þess verður boðið upp á bíókviss með Nilla annað kvöld, sýningu á Útlendingnum á sunnudag með vínsmökkun frá Port 9 eftir sýningu, „Kvöldstund með Marie Darrieussecq og Rodolphe Tissot“ þann 31. janúar með sýningu á Clèves, upplestur úr samnefndri bók og vínsmökkun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.