„Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2026 22:47 Íslensku leikmennirnir syngja með þeim stóra hópi stuðningsmanna Íslands sem fylgdu liðinu til Svíþjóðar. vísir/vilhelm Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að hugarfar Íslendinga í stórsigrinum á Svíum á EM hafi verið til fyrirmyndar. Hann hrósaði nálgun þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Ísland vann Svíþjóð, 35-27, í öðrum leik sínum í milliriðli II í gær. Íslendingar svöruðu þar með fyrir tapið fyrir Króötum, 29-30, á föstudaginn. Ísland er á toppi milliriðils II með fjögur stig, líkt og Svíþjóð, Slóvenía og Króatía. Jóhann Ingi hefur mikla reynslu af þjálfun, var meðal annars landsliðsþjálfari á árunum 1978-80, og þá hefur hann um langt árabil verið einn fremsti íþróttasálfræðingur landsins. Hann var að vonum ánægður með það sem hann sá til íslenska liðsins í leiknum gegn Svíþjóð í gær. „Á skalanum einn til tíu var þetta ansi langt á milli níu og tíu. Þótt það sé ekki til neitt sem heitir fullkominn leikur en þetta var alveg frábær frammistaða og satt best að segja, þó það sé erfitt auðvitað að bera leiki saman milli móta og svoleiðis, þá er þetta einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi,“ sagði Jóhann Ingi í Reykjavík síðdegis. „Þá á nánast öllum mælikvörðum, í handboltanum, það er að segja varnarleikurinn, markvarsla, sóknarleikur vel útfærður, liðsheildin nýtt, sem hefur kannski stundum vantað upp á, og svo náttúrulega þessi baráttugleði, þessi baráttuandi sem einkennir íslenska liðið og það er það sem við verðum alltaf að ná fram ef við ætlum að ná langt. Og ég sagði nú fyrir þetta mót, ef ekki núna með þessa frábæru leikmenn og góða þjálfarateymi, hvenær þá?“ Föstudagur og laugardagur upp á hvern einasta dag Jóhann Ingi var spurður hvort hægt væri að forrita íslenska liðið til að spila eins og það gerði gegn Svíum í öllum leikjum. „Ég reyni í dag að horfa á þetta pínulítið sem hegðun eða venjur. Venjur ganga út á það að endurtaka sig, því um leið og maður hættir að endurtaka venju eins og að bursta tennur, þá verður það ekki lengur venja,“ sagði Jóhann Ingi. „Mjög mörg lið nálgast þetta orðið þannig að, til dæmis hjá Magdeburg, þá veit ég að þeir tala dálítið um það að gera það að venju að fara í leik og ná fram ákveðnum stöðugleika, ákveðnum standard, og endurtaka það aftur og aftur. Og það hefur þeim tekist bara mjög vel. Þessi bestu lið eru líka með þessa sömu ákefð á æfingunum. Það er ekkert leyfi fyrir að vera með einhverja mánudaga. Það er bara föstudagur og laugardagur upp á hvern einasta dag.“ Vita af áhlaupinu Íslendingar voru með sex marka forystu í hálfleik gegn Svíum, 18-12. Heimamenn komu hins vegar sterkir til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvígang í eitt mark. En nær komust þeir ekki. Jóhann Ingi segir að Íslendingar hafi sýnt mikinn styrk á meðan áhlaupi Svía stóð. „Að einhverju leyti má líkja þessu við körfubolta. Það koma svona áhlaup. Það fylgir þessu og leikmenn vita af því. Þið vitið hvað við kölluðum þetta í gamla daga. Þetta er slæmi kaflinn og eitthvað svoleiðis. Þetta eru svona alls konar heiti. En nú er bara gert ráð fyrir þessu og þá er eiginlega alltaf þessi spurning hvernig næ ég að bregðast við? Og það sem mér fannst ráða úrslitum í gær, að bara frá fyrstu mínútu, sá maður hugarfar íslensku leikmannanna á meðan Svíarnir, sem voru búnir að ná fram góðum úrslitum, héldu að þetta kæmi svolítið að sjálfu sér,“ sagði Jóhann Ingi. Andlegur sigur „Nú síðan áttuðu þeir sig á því í hálfleik og ætluðu auðvitað að reyna að snúa þessu við og það er tekinn einhver hárblástur eða ég veit ekki hvað. Og vissulega voru þeir komnir til baka en þá var bara innri styrkur liðsins til staðar. Ég myndi segja að þetta hafi verið andlegur sigur, ekki hvað síst. Það er oft þannig að það fer mikil orka í að vinna upp forskot. Svo í lokin þegar þeir sáu að það var ekki hægt er eins og að það sé bara allt loft úr liðinu. Þetta gerist mjög oft í svona keppnisíþróttum, satt best að segja.“ Jóhann Ingi hrósaði liðsheild íslenska liðsins og sagði Snorri hefði dreift álaginu betur en hann hefur gert. „Snorri og co. eru farnir að nýta liðið og það má alveg segja að það hafi verið alveg réttmæt gagnrýni á að halda sig of mikið við þessa frábæru leikmenn sem eru margir frá Magdeburg. Þar eru þeir auðvitað að spila svona kannski svolítið stóran hluta af leikjunum. Allavega Gísli [Þorgeir Kristjánsson] spilar við alla leikina og Ómar [Ingi Magnússon] spilar nú meira en sá sænski sem var nú í sænska liðinu,“ sagði Jóhann Ingi og vísaði til sænsku skyttunnar, Albins Lagergren. Menn verða að fá ákveðið hlutverk „Mér fannst það svolítið ráða úrslitum í gær að það er verið að nýta mannskapinn og þegar við erum komin á landsliðsmælikvarða eigum við að geta spilað öllum leikmönnum og það er einhvern veginn líka skilaboð inn að við séum liðsheild og við skiptum öll máli,“ sagði Jóhann Ingi. „Auðvitað er kannski mismikið hvað menn spila. Það er ekkert einhvern veginn skipt eftir fimmtán mínútur þótt það sé kannski sums staðar. Ef menn ætla að finna til sín og vera hluti af þessu verða menn að fá ákveðið hlutverk. Og það fannst mér bara takast rosalega vel í gær.“ Ísland mætir Sviss í næstsíðasta leik sínum í milliriðli II klukkan 14:30 á morgun. Hlusta má á allt viðtalið við Jóhann Inga í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið á Evrópumótinu í handbolta. Þeirra á meðal er Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins. 26. janúar 2026 20:52 EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu EM í dag er tekið upp innandyra á hóteli starfsmanna Sýnar í Malmö enda er enn verið að glíma við veikindi í hópnum. 26. janúar 2026 17:47 „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ „Maður lagðist glaður á koddann í gær með tvö stig og frábæran leik,“ segir varnarjaxlinn Ýmir Örn Gíslason afar sáttur með leikinn gegn Svíum í gær. 26. janúar 2026 16:47 Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Drazen Pinevic, blaðamaður króatíska miðilsins Sportske Novotski, ritar pistil í dag þar sem hann er ansi harðorður í garð sænska landsliðsins eftir átta marka tap liðsins gegn Íslandi á EM í handbolta í gær. 26. janúar 2026 14:36 Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Viggó Kristjánsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í mögnuðum sigri Íslands gegn Svíþjóð í gær, á EM í handbolta, og af því tilefni hefur verið rifjað upp að á sínum tíma var Viggó ekki í handbolta heldur fótboltamaður hjá einu besta liði Íslands. 26. janúar 2026 14:00 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það „Éttu þetta Andreas Stockenberg,“ skrifar Alma Möller heilbrigðisráðherra á Facebook og deilir í leiðinni grein Handkastsins þar sem farið er yfir það þegar sænski þjálfarinn Stockenberg fór yfir dapran leikstíl íslenska landsliðsins á X-inu, að hans mati. 26. janúar 2026 12:30 Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Felix Claar er ein helsta stjarna sænska landsliðsins í handbolta en hann náði bara að skora eitt mark gegn Íslandi í gær og var sjálfsgagnrýninn eftir átta marka tapið. 26. janúar 2026 10:31 Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sérfræðingar Besta sætisins héldu vart vatni yfir frammistöðu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í átta marka sigri Íslands á Svíþjóð á EM í handbolta í gær. Menn tóku hatt sinn ofan, átu sokk, en umfram allt dáðust að Gísla Þorgeiri og því hvernig hann hefur tekið af skarið sem leiðtogi innan vallar. 26. janúar 2026 10:00 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Sænski handboltaþjálfarinn Andreas Stockenberg hefur átt í vök að verjast á samfélagsmiðlum eftir að hann hraunaði yfir íslenska landsliðið sem svo valtaði yfir það sænska á EM í gær. 26. janúar 2026 07:32 „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Viggó Kristjánsson var öðrum fremur maður leiksins í stórsigrinum á Svíum á EM í handbolta í gærkvöldi og með magnaðri innkomu hans kviknaði heldur betur á hægri vængnum hjá íslenska landsliðinu. Örvhentu leikmennirnir í Besta sætinu voru líka ánægðir með þessa innkomu Viggós og líka hvaða áhrif það hafði á Ómar Inga Magnússon. 26. janúar 2026 07:03 Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Svíarnir voru á heimavelli og höfðu unnið alla leiki sína á Evrópumótinu til þessa en þeir áttu ekki möguleika á móti huguðu og hungruðu íslensku landsliði á EM í handbolta í gær. 26. janúar 2026 06:20 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Haukur Þrastarson átti góða innkomu í íslensku vörnina í stórsigrinum á Svíum í kvöld og hann fékk líka mikið hrós frá sérfræðingunum í Besta sætinu. 25. janúar 2026 23:03 Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Vá. Þetta var leikur í lagi. Það er eiginlega ótrúlegt að skrifa það en Ísland vann átta marka sigur á Svíum í kvöld. Það á þeirra heimavelli, og spilandi þeirra leik. 25. janúar 2026 22:30 „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ „Mér líður ábælavelbala“ svaraði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson skælbrosandi þegar hann var spurður út í tilfinningu sem fylgir því að vinna Svíþjóð. 25. janúar 2026 19:34 EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Íslenska þjóðin leggst kát á koddann í kvöld eftir stórkostlegan leik strákanna okkar gegn Svíum á EM. 25. janúar 2026 21:22 Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði sér lítið fyrir og vann átta marka sigur á Svíþjóð, 35-27, í Malmö í milliriðli II á Evrópumótinu í kvöld. Frammistaða íslenska liðsins var ein sú besta sem það hefur sýnt á stórmóti. 25. janúar 2026 19:29 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Einn fremsti handboltamaðurinn í sögu Svía var allt en ánægður með frammistöðu sænska landsliðsins í skellinum á móti strákunum okkar í kvöld. 25. janúar 2026 20:11 „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Ísland gjörsigraði Svíþjóð í Malmö Arena í kvöld og sænsku miðlarnir leituðu skýringa hjá leikmönnum sænska liðsins sem höfðu unnið fjóra fyrstu leiki sína á Evrópumótinu. 25. janúar 2026 19:40 „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Viggó Kristjánsson var maður leiksins er Ísland vann frækinn átta marka sigur gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:34 Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann stórkostlegan átta marka sigur á Svíþjóð, 35-27, í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta 2026. Tölfræði strákanna var líka glæsileg. 25. janúar 2026 19:16 „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ „Geggjuð orka, bæði í stúkunni og hjá okkur. Allt sem vantaði í síðasta leik fannst mér vera til staðar í dag“ sagði landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson eftir 27-35 sigur gegn Svíþjóð á EM í handbolta. 25. janúar 2026 19:13 „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Mér líður vel, allavega betur en eftir síðasta leik,“ sagði nokkuð hógvær Snorri Steinn Guðjónsson eftir magnaðan átta marka sigur Íslands gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:16 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Berglind Björg ólétt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Sjá meira
Ísland vann Svíþjóð, 35-27, í öðrum leik sínum í milliriðli II í gær. Íslendingar svöruðu þar með fyrir tapið fyrir Króötum, 29-30, á föstudaginn. Ísland er á toppi milliriðils II með fjögur stig, líkt og Svíþjóð, Slóvenía og Króatía. Jóhann Ingi hefur mikla reynslu af þjálfun, var meðal annars landsliðsþjálfari á árunum 1978-80, og þá hefur hann um langt árabil verið einn fremsti íþróttasálfræðingur landsins. Hann var að vonum ánægður með það sem hann sá til íslenska liðsins í leiknum gegn Svíþjóð í gær. „Á skalanum einn til tíu var þetta ansi langt á milli níu og tíu. Þótt það sé ekki til neitt sem heitir fullkominn leikur en þetta var alveg frábær frammistaða og satt best að segja, þó það sé erfitt auðvitað að bera leiki saman milli móta og svoleiðis, þá er þetta einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi,“ sagði Jóhann Ingi í Reykjavík síðdegis. „Þá á nánast öllum mælikvörðum, í handboltanum, það er að segja varnarleikurinn, markvarsla, sóknarleikur vel útfærður, liðsheildin nýtt, sem hefur kannski stundum vantað upp á, og svo náttúrulega þessi baráttugleði, þessi baráttuandi sem einkennir íslenska liðið og það er það sem við verðum alltaf að ná fram ef við ætlum að ná langt. Og ég sagði nú fyrir þetta mót, ef ekki núna með þessa frábæru leikmenn og góða þjálfarateymi, hvenær þá?“ Föstudagur og laugardagur upp á hvern einasta dag Jóhann Ingi var spurður hvort hægt væri að forrita íslenska liðið til að spila eins og það gerði gegn Svíum í öllum leikjum. „Ég reyni í dag að horfa á þetta pínulítið sem hegðun eða venjur. Venjur ganga út á það að endurtaka sig, því um leið og maður hættir að endurtaka venju eins og að bursta tennur, þá verður það ekki lengur venja,“ sagði Jóhann Ingi. „Mjög mörg lið nálgast þetta orðið þannig að, til dæmis hjá Magdeburg, þá veit ég að þeir tala dálítið um það að gera það að venju að fara í leik og ná fram ákveðnum stöðugleika, ákveðnum standard, og endurtaka það aftur og aftur. Og það hefur þeim tekist bara mjög vel. Þessi bestu lið eru líka með þessa sömu ákefð á æfingunum. Það er ekkert leyfi fyrir að vera með einhverja mánudaga. Það er bara föstudagur og laugardagur upp á hvern einasta dag.“ Vita af áhlaupinu Íslendingar voru með sex marka forystu í hálfleik gegn Svíum, 18-12. Heimamenn komu hins vegar sterkir til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvígang í eitt mark. En nær komust þeir ekki. Jóhann Ingi segir að Íslendingar hafi sýnt mikinn styrk á meðan áhlaupi Svía stóð. „Að einhverju leyti má líkja þessu við körfubolta. Það koma svona áhlaup. Það fylgir þessu og leikmenn vita af því. Þið vitið hvað við kölluðum þetta í gamla daga. Þetta er slæmi kaflinn og eitthvað svoleiðis. Þetta eru svona alls konar heiti. En nú er bara gert ráð fyrir þessu og þá er eiginlega alltaf þessi spurning hvernig næ ég að bregðast við? Og það sem mér fannst ráða úrslitum í gær, að bara frá fyrstu mínútu, sá maður hugarfar íslensku leikmannanna á meðan Svíarnir, sem voru búnir að ná fram góðum úrslitum, héldu að þetta kæmi svolítið að sjálfu sér,“ sagði Jóhann Ingi. Andlegur sigur „Nú síðan áttuðu þeir sig á því í hálfleik og ætluðu auðvitað að reyna að snúa þessu við og það er tekinn einhver hárblástur eða ég veit ekki hvað. Og vissulega voru þeir komnir til baka en þá var bara innri styrkur liðsins til staðar. Ég myndi segja að þetta hafi verið andlegur sigur, ekki hvað síst. Það er oft þannig að það fer mikil orka í að vinna upp forskot. Svo í lokin þegar þeir sáu að það var ekki hægt er eins og að það sé bara allt loft úr liðinu. Þetta gerist mjög oft í svona keppnisíþróttum, satt best að segja.“ Jóhann Ingi hrósaði liðsheild íslenska liðsins og sagði Snorri hefði dreift álaginu betur en hann hefur gert. „Snorri og co. eru farnir að nýta liðið og það má alveg segja að það hafi verið alveg réttmæt gagnrýni á að halda sig of mikið við þessa frábæru leikmenn sem eru margir frá Magdeburg. Þar eru þeir auðvitað að spila svona kannski svolítið stóran hluta af leikjunum. Allavega Gísli [Þorgeir Kristjánsson] spilar við alla leikina og Ómar [Ingi Magnússon] spilar nú meira en sá sænski sem var nú í sænska liðinu,“ sagði Jóhann Ingi og vísaði til sænsku skyttunnar, Albins Lagergren. Menn verða að fá ákveðið hlutverk „Mér fannst það svolítið ráða úrslitum í gær að það er verið að nýta mannskapinn og þegar við erum komin á landsliðsmælikvarða eigum við að geta spilað öllum leikmönnum og það er einhvern veginn líka skilaboð inn að við séum liðsheild og við skiptum öll máli,“ sagði Jóhann Ingi. „Auðvitað er kannski mismikið hvað menn spila. Það er ekkert einhvern veginn skipt eftir fimmtán mínútur þótt það sé kannski sums staðar. Ef menn ætla að finna til sín og vera hluti af þessu verða menn að fá ákveðið hlutverk. Og það fannst mér bara takast rosalega vel í gær.“ Ísland mætir Sviss í næstsíðasta leik sínum í milliriðli II klukkan 14:30 á morgun. Hlusta má á allt viðtalið við Jóhann Inga í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið á Evrópumótinu í handbolta. Þeirra á meðal er Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins. 26. janúar 2026 20:52 EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu EM í dag er tekið upp innandyra á hóteli starfsmanna Sýnar í Malmö enda er enn verið að glíma við veikindi í hópnum. 26. janúar 2026 17:47 „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ „Maður lagðist glaður á koddann í gær með tvö stig og frábæran leik,“ segir varnarjaxlinn Ýmir Örn Gíslason afar sáttur með leikinn gegn Svíum í gær. 26. janúar 2026 16:47 Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Drazen Pinevic, blaðamaður króatíska miðilsins Sportske Novotski, ritar pistil í dag þar sem hann er ansi harðorður í garð sænska landsliðsins eftir átta marka tap liðsins gegn Íslandi á EM í handbolta í gær. 26. janúar 2026 14:36 Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Viggó Kristjánsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í mögnuðum sigri Íslands gegn Svíþjóð í gær, á EM í handbolta, og af því tilefni hefur verið rifjað upp að á sínum tíma var Viggó ekki í handbolta heldur fótboltamaður hjá einu besta liði Íslands. 26. janúar 2026 14:00 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það „Éttu þetta Andreas Stockenberg,“ skrifar Alma Möller heilbrigðisráðherra á Facebook og deilir í leiðinni grein Handkastsins þar sem farið er yfir það þegar sænski þjálfarinn Stockenberg fór yfir dapran leikstíl íslenska landsliðsins á X-inu, að hans mati. 26. janúar 2026 12:30 Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Felix Claar er ein helsta stjarna sænska landsliðsins í handbolta en hann náði bara að skora eitt mark gegn Íslandi í gær og var sjálfsgagnrýninn eftir átta marka tapið. 26. janúar 2026 10:31 Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sérfræðingar Besta sætisins héldu vart vatni yfir frammistöðu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í átta marka sigri Íslands á Svíþjóð á EM í handbolta í gær. Menn tóku hatt sinn ofan, átu sokk, en umfram allt dáðust að Gísla Þorgeiri og því hvernig hann hefur tekið af skarið sem leiðtogi innan vallar. 26. janúar 2026 10:00 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Sænski handboltaþjálfarinn Andreas Stockenberg hefur átt í vök að verjast á samfélagsmiðlum eftir að hann hraunaði yfir íslenska landsliðið sem svo valtaði yfir það sænska á EM í gær. 26. janúar 2026 07:32 „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Viggó Kristjánsson var öðrum fremur maður leiksins í stórsigrinum á Svíum á EM í handbolta í gærkvöldi og með magnaðri innkomu hans kviknaði heldur betur á hægri vængnum hjá íslenska landsliðinu. Örvhentu leikmennirnir í Besta sætinu voru líka ánægðir með þessa innkomu Viggós og líka hvaða áhrif það hafði á Ómar Inga Magnússon. 26. janúar 2026 07:03 Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Svíarnir voru á heimavelli og höfðu unnið alla leiki sína á Evrópumótinu til þessa en þeir áttu ekki möguleika á móti huguðu og hungruðu íslensku landsliði á EM í handbolta í gær. 26. janúar 2026 06:20 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Haukur Þrastarson átti góða innkomu í íslensku vörnina í stórsigrinum á Svíum í kvöld og hann fékk líka mikið hrós frá sérfræðingunum í Besta sætinu. 25. janúar 2026 23:03 Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Vá. Þetta var leikur í lagi. Það er eiginlega ótrúlegt að skrifa það en Ísland vann átta marka sigur á Svíum í kvöld. Það á þeirra heimavelli, og spilandi þeirra leik. 25. janúar 2026 22:30 „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ „Mér líður ábælavelbala“ svaraði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson skælbrosandi þegar hann var spurður út í tilfinningu sem fylgir því að vinna Svíþjóð. 25. janúar 2026 19:34 EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Íslenska þjóðin leggst kát á koddann í kvöld eftir stórkostlegan leik strákanna okkar gegn Svíum á EM. 25. janúar 2026 21:22 Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði sér lítið fyrir og vann átta marka sigur á Svíþjóð, 35-27, í Malmö í milliriðli II á Evrópumótinu í kvöld. Frammistaða íslenska liðsins var ein sú besta sem það hefur sýnt á stórmóti. 25. janúar 2026 19:29 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Einn fremsti handboltamaðurinn í sögu Svía var allt en ánægður með frammistöðu sænska landsliðsins í skellinum á móti strákunum okkar í kvöld. 25. janúar 2026 20:11 „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Ísland gjörsigraði Svíþjóð í Malmö Arena í kvöld og sænsku miðlarnir leituðu skýringa hjá leikmönnum sænska liðsins sem höfðu unnið fjóra fyrstu leiki sína á Evrópumótinu. 25. janúar 2026 19:40 „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Viggó Kristjánsson var maður leiksins er Ísland vann frækinn átta marka sigur gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:34 Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann stórkostlegan átta marka sigur á Svíþjóð, 35-27, í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta 2026. Tölfræði strákanna var líka glæsileg. 25. janúar 2026 19:16 „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ „Geggjuð orka, bæði í stúkunni og hjá okkur. Allt sem vantaði í síðasta leik fannst mér vera til staðar í dag“ sagði landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson eftir 27-35 sigur gegn Svíþjóð á EM í handbolta. 25. janúar 2026 19:13 „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Mér líður vel, allavega betur en eftir síðasta leik,“ sagði nokkuð hógvær Snorri Steinn Guðjónsson eftir magnaðan átta marka sigur Íslands gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:16 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Berglind Björg ólétt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Sjá meira
Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið á Evrópumótinu í handbolta. Þeirra á meðal er Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins. 26. janúar 2026 20:52
EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu EM í dag er tekið upp innandyra á hóteli starfsmanna Sýnar í Malmö enda er enn verið að glíma við veikindi í hópnum. 26. janúar 2026 17:47
„Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ „Maður lagðist glaður á koddann í gær með tvö stig og frábæran leik,“ segir varnarjaxlinn Ýmir Örn Gíslason afar sáttur með leikinn gegn Svíum í gær. 26. janúar 2026 16:47
Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Drazen Pinevic, blaðamaður króatíska miðilsins Sportske Novotski, ritar pistil í dag þar sem hann er ansi harðorður í garð sænska landsliðsins eftir átta marka tap liðsins gegn Íslandi á EM í handbolta í gær. 26. janúar 2026 14:36
Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Viggó Kristjánsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í mögnuðum sigri Íslands gegn Svíþjóð í gær, á EM í handbolta, og af því tilefni hefur verið rifjað upp að á sínum tíma var Viggó ekki í handbolta heldur fótboltamaður hjá einu besta liði Íslands. 26. janúar 2026 14:00
Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það „Éttu þetta Andreas Stockenberg,“ skrifar Alma Möller heilbrigðisráðherra á Facebook og deilir í leiðinni grein Handkastsins þar sem farið er yfir það þegar sænski þjálfarinn Stockenberg fór yfir dapran leikstíl íslenska landsliðsins á X-inu, að hans mati. 26. janúar 2026 12:30
Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Felix Claar er ein helsta stjarna sænska landsliðsins í handbolta en hann náði bara að skora eitt mark gegn Íslandi í gær og var sjálfsgagnrýninn eftir átta marka tapið. 26. janúar 2026 10:31
Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sérfræðingar Besta sætisins héldu vart vatni yfir frammistöðu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í átta marka sigri Íslands á Svíþjóð á EM í handbolta í gær. Menn tóku hatt sinn ofan, átu sokk, en umfram allt dáðust að Gísla Þorgeiri og því hvernig hann hefur tekið af skarið sem leiðtogi innan vallar. 26. janúar 2026 10:00
Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Sænski handboltaþjálfarinn Andreas Stockenberg hefur átt í vök að verjast á samfélagsmiðlum eftir að hann hraunaði yfir íslenska landsliðið sem svo valtaði yfir það sænska á EM í gær. 26. janúar 2026 07:32
„Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Viggó Kristjánsson var öðrum fremur maður leiksins í stórsigrinum á Svíum á EM í handbolta í gærkvöldi og með magnaðri innkomu hans kviknaði heldur betur á hægri vængnum hjá íslenska landsliðinu. Örvhentu leikmennirnir í Besta sætinu voru líka ánægðir með þessa innkomu Viggós og líka hvaða áhrif það hafði á Ómar Inga Magnússon. 26. janúar 2026 07:03
Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Svíarnir voru á heimavelli og höfðu unnið alla leiki sína á Evrópumótinu til þessa en þeir áttu ekki möguleika á móti huguðu og hungruðu íslensku landsliði á EM í handbolta í gær. 26. janúar 2026 06:20
Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Haukur Þrastarson átti góða innkomu í íslensku vörnina í stórsigrinum á Svíum í kvöld og hann fékk líka mikið hrós frá sérfræðingunum í Besta sætinu. 25. janúar 2026 23:03
Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Vá. Þetta var leikur í lagi. Það er eiginlega ótrúlegt að skrifa það en Ísland vann átta marka sigur á Svíum í kvöld. Það á þeirra heimavelli, og spilandi þeirra leik. 25. janúar 2026 22:30
„Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ „Mér líður ábælavelbala“ svaraði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson skælbrosandi þegar hann var spurður út í tilfinningu sem fylgir því að vinna Svíþjóð. 25. janúar 2026 19:34
EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Íslenska þjóðin leggst kát á koddann í kvöld eftir stórkostlegan leik strákanna okkar gegn Svíum á EM. 25. janúar 2026 21:22
Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði sér lítið fyrir og vann átta marka sigur á Svíþjóð, 35-27, í Malmö í milliriðli II á Evrópumótinu í kvöld. Frammistaða íslenska liðsins var ein sú besta sem það hefur sýnt á stórmóti. 25. janúar 2026 19:29
Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Einn fremsti handboltamaðurinn í sögu Svía var allt en ánægður með frammistöðu sænska landsliðsins í skellinum á móti strákunum okkar í kvöld. 25. janúar 2026 20:11
„Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Ísland gjörsigraði Svíþjóð í Malmö Arena í kvöld og sænsku miðlarnir leituðu skýringa hjá leikmönnum sænska liðsins sem höfðu unnið fjóra fyrstu leiki sína á Evrópumótinu. 25. janúar 2026 19:40
„Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Viggó Kristjánsson var maður leiksins er Ísland vann frækinn átta marka sigur gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:34
Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann stórkostlegan átta marka sigur á Svíþjóð, 35-27, í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta 2026. Tölfræði strákanna var líka glæsileg. 25. janúar 2026 19:16
„Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ „Geggjuð orka, bæði í stúkunni og hjá okkur. Allt sem vantaði í síðasta leik fannst mér vera til staðar í dag“ sagði landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson eftir 27-35 sigur gegn Svíþjóð á EM í handbolta. 25. janúar 2026 19:13
„Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Mér líður vel, allavega betur en eftir síðasta leik,“ sagði nokkuð hógvær Snorri Steinn Guðjónsson eftir magnaðan átta marka sigur Íslands gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:16