Handbolti

„Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar Örn mun láta í sér heyra úr stúkunni í dag.
Elvar Örn mun láta í sér heyra úr stúkunni í dag. sýn skjáskot

„Því miður er alveg útilokað að ég spili. Ég væri svo til í að spila þennan leik,“ segir Elvar Örn Jónsson sem lauk keppni á EM eftir riðlakeppnina er bein í handarbakinu brotnaði.

Elvar fór í aðgerð á Íslandi og ákvað svo að koma aftur út til móts við liðið og hjálpa til eins og hann gæti.

Klippa: Elvari finnst erfitt að vera í stúkunni

„Það er miklu erfiðara að sitja upp í stúku en inn á vellinum. Maður hefur enga stjórn á neinu upp í stúku. Ég reyni að öskra og hvetja. Það er mjög erfitt að sitja í stúkunni,“ segir Selfyssingurinn svekktur.

„Á hótelinu er maður að reyna að vera hluti af hópnum og reyna að koma með góða stemningu. Ef ég sé eitthvað þá koma með punkta.“

Það segir sig sjálft að íslenska liðið var ekki ánægt með varnarleikinn í gær þar sem liðið fékk á sig 38 mörk.

„Við vitum allir hvað fór úrskeiðis. Ætlum að laga það í dag. Slóvenar eru feiknasterkt lið og munu hlaupa mikið og við með þeim. Svo þurfum við eitthvað sérstakt. Við fengum gríðarlega líflínu í gær. Mikið tækifæri. Við erum staðráðnir í að nýta það og vinna leikinn. Það er mikill hugur og allir gíraðir í leikinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×