Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 30. janúar 2026 07:45 Í marga mánuði höfum við heyrt að planið sé að virka. Við höfum heyrt að verðbólgan sé loksins á niðurleið og ríkisstjórnin hafi náð tökum á ríkisfjármálunum. Staðreyndirnar segja aðra sögu. Verðbólgan mælist 5,2 prósent í janúar. Hún eykst milli mánaða og fer langt fram úr svartsýnustu spám greiningaraðila. Þetta eru ekki góð tíðindi. En þau koma því miður ekki á óvart. Ástæða aukningarinnar er skýr. Hún liggur ekki í utanaðkomandi áföllum, markaðssveiflum eða ófyrirséðum atburðum. Hún liggur í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Ríkisstjórnin tók meðvitaða ákvörðun um að auka verðbólgu með gríðarlegum skattahækkunum og óafsakanlegri aukningu ríkisútgjalda. Um áramótin tóku gildi umfangsmiklar skatta- og gjaldahækkanir sem hafa bein áhrif á vísitölu neysluverðs. Þar má nefna kílómetragjald á allar tegundir ökutækja, breytingar á vörugjöldum á bíla, niðurfellingu rafbílastyrks og hækkun krónutölugjalda langt umfram verðbólgumarkmið. Þetta þarf ekki að vera svona Við Sjálfstæðismenn vöruðum ítrekað við þessari þróun. Sama gerðu fulltrúar atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Bent var á að málin væru illa unnin, útreikningar ófullnægjandi og áhrifin vanmetin. Með sínu alkunna yfirlæti hundsaði ríkisstjórnin þessar aðvaranir. Leyfið okkur að stýra landinu – við erum með stjórn á ástandinu, var sagt. Þetta þarf ekki að vera svona og það er pólitísk ákvörðun að stækka báknið. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól lögðum við Sjálfstæðismenn til hagræðingartillögur upp á um 40 milljarða króna og skattalækkunartillögur upp á 32 milljarða króna. Allt fellt af ríkisstjórninni, og nú sitjum við uppi með stöðu þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar sjálfrar eru orðnar helsti verðbólguvaldurinn. Þetta er grafalvarlegt. Ríkisstjórn sem lofaði að berja niður verðbólgu og vexti er sjálf farin að kynda undir þeim. Þegar stjórnvöld gera breytingar sem einar og sér bæta í verðbólguna er ekki hægt að tala um annað en stefnu sem hefur mistekist. Á sama tíma er ríkissjóður rekinn með fullkomnu aðhaldsleysi. Ríkisútgjöld jukust um 143 milljarða króna á milli ára. Það jafngildir um 9 prósenta aukningu í umhverfi þar sem verðbólga hefur verið á milli 4 og 5 prósent. Þetta er með öllu ósjálfbær þróun. Forsenda þess að ná niður verðbólgu er að draga úr ríkisútgjöldum. Ljóst er að þessi mikli útgjaldaauki ríkisins muni hvorki hjálpa til við að ná verðbólgunni niður né hallalausum fjárlögum. Tekið úr vasa heimilanna Ríkið aflar ekki eigin tekna. Allar tekjur þess koma frá fólki og fyrirtækjum. Þegar ríkisútgjöld eru aukin með þessum hætti er verið að taka meira fé úr vösum heimilanna. Ef það er ekki gert með beinum sköttum, þá er það gert með verðbólgu sem étur upp kaupmátt og heldur vöxtum háum. Afleiðingarnar eru þegar farnar að birtast. Heimilin finna fyrir hækkandi verðlagi, þyngri greiðslubyrði og aukinni óvissu. Atvinnuleysi er farið að aukast og nýlega var tilkynnt um hópuppsagnir hjá stórum fyrirtækjum. Heldur ríkisstjórnin virkilega að fólk sem hefur misst vinnuna hafi svigrúm til að bíða eftir því að planið fari einhvern tímann að virka? Ríkisstjórnin hefur jafnframt farið fram með blekkingum. Hún kallaði eftir hagræðingartillögum frá almenningi og fékk þúsundir ábendinga. Ekki er að sjá að ein einasta tillaga hafi ratað inn í fjárlögin. Ekki ein einasta. Ef einhversstaðar var hagrætt, var því jafnóðum eytt annars staðar. Útgjaldaaukningin í fjárlögum sýnir það svart á hvítu. Þetta er ekki raunveruleg tiltekt heldur frasapólitík og sýndarmennska. Það skiptir engu hversu oft ráðherrar endurtaka að planið sé að virka. Almenningur sér í gegnum það. Markaðurinn sér í gegnum það. Tölurnar segja sína sögu. Verðbólgan eykst vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Þetta er alfarið á ábyrgð hennar. Ríkisstjórn sem lofaði stöðugleika hefur skapað óstöðugleika. Ríkisstjórn sem lofaði að létta byrðar heimilanna hefur aukið þær. Það er ríkisstjórn sem ræður ekki við verkefnið. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í marga mánuði höfum við heyrt að planið sé að virka. Við höfum heyrt að verðbólgan sé loksins á niðurleið og ríkisstjórnin hafi náð tökum á ríkisfjármálunum. Staðreyndirnar segja aðra sögu. Verðbólgan mælist 5,2 prósent í janúar. Hún eykst milli mánaða og fer langt fram úr svartsýnustu spám greiningaraðila. Þetta eru ekki góð tíðindi. En þau koma því miður ekki á óvart. Ástæða aukningarinnar er skýr. Hún liggur ekki í utanaðkomandi áföllum, markaðssveiflum eða ófyrirséðum atburðum. Hún liggur í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Ríkisstjórnin tók meðvitaða ákvörðun um að auka verðbólgu með gríðarlegum skattahækkunum og óafsakanlegri aukningu ríkisútgjalda. Um áramótin tóku gildi umfangsmiklar skatta- og gjaldahækkanir sem hafa bein áhrif á vísitölu neysluverðs. Þar má nefna kílómetragjald á allar tegundir ökutækja, breytingar á vörugjöldum á bíla, niðurfellingu rafbílastyrks og hækkun krónutölugjalda langt umfram verðbólgumarkmið. Þetta þarf ekki að vera svona Við Sjálfstæðismenn vöruðum ítrekað við þessari þróun. Sama gerðu fulltrúar atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Bent var á að málin væru illa unnin, útreikningar ófullnægjandi og áhrifin vanmetin. Með sínu alkunna yfirlæti hundsaði ríkisstjórnin þessar aðvaranir. Leyfið okkur að stýra landinu – við erum með stjórn á ástandinu, var sagt. Þetta þarf ekki að vera svona og það er pólitísk ákvörðun að stækka báknið. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól lögðum við Sjálfstæðismenn til hagræðingartillögur upp á um 40 milljarða króna og skattalækkunartillögur upp á 32 milljarða króna. Allt fellt af ríkisstjórninni, og nú sitjum við uppi með stöðu þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar sjálfrar eru orðnar helsti verðbólguvaldurinn. Þetta er grafalvarlegt. Ríkisstjórn sem lofaði að berja niður verðbólgu og vexti er sjálf farin að kynda undir þeim. Þegar stjórnvöld gera breytingar sem einar og sér bæta í verðbólguna er ekki hægt að tala um annað en stefnu sem hefur mistekist. Á sama tíma er ríkissjóður rekinn með fullkomnu aðhaldsleysi. Ríkisútgjöld jukust um 143 milljarða króna á milli ára. Það jafngildir um 9 prósenta aukningu í umhverfi þar sem verðbólga hefur verið á milli 4 og 5 prósent. Þetta er með öllu ósjálfbær þróun. Forsenda þess að ná niður verðbólgu er að draga úr ríkisútgjöldum. Ljóst er að þessi mikli útgjaldaauki ríkisins muni hvorki hjálpa til við að ná verðbólgunni niður né hallalausum fjárlögum. Tekið úr vasa heimilanna Ríkið aflar ekki eigin tekna. Allar tekjur þess koma frá fólki og fyrirtækjum. Þegar ríkisútgjöld eru aukin með þessum hætti er verið að taka meira fé úr vösum heimilanna. Ef það er ekki gert með beinum sköttum, þá er það gert með verðbólgu sem étur upp kaupmátt og heldur vöxtum háum. Afleiðingarnar eru þegar farnar að birtast. Heimilin finna fyrir hækkandi verðlagi, þyngri greiðslubyrði og aukinni óvissu. Atvinnuleysi er farið að aukast og nýlega var tilkynnt um hópuppsagnir hjá stórum fyrirtækjum. Heldur ríkisstjórnin virkilega að fólk sem hefur misst vinnuna hafi svigrúm til að bíða eftir því að planið fari einhvern tímann að virka? Ríkisstjórnin hefur jafnframt farið fram með blekkingum. Hún kallaði eftir hagræðingartillögum frá almenningi og fékk þúsundir ábendinga. Ekki er að sjá að ein einasta tillaga hafi ratað inn í fjárlögin. Ekki ein einasta. Ef einhversstaðar var hagrætt, var því jafnóðum eytt annars staðar. Útgjaldaaukningin í fjárlögum sýnir það svart á hvítu. Þetta er ekki raunveruleg tiltekt heldur frasapólitík og sýndarmennska. Það skiptir engu hversu oft ráðherrar endurtaka að planið sé að virka. Almenningur sér í gegnum það. Markaðurinn sér í gegnum það. Tölurnar segja sína sögu. Verðbólgan eykst vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Þetta er alfarið á ábyrgð hennar. Ríkisstjórn sem lofaði stöðugleika hefur skapað óstöðugleika. Ríkisstjórn sem lofaði að létta byrðar heimilanna hefur aukið þær. Það er ríkisstjórn sem ræður ekki við verkefnið. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun